Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1972, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.11.1972, Qupperneq 18
160 LÆKNABLAÐIÐ UMHVERFI Sjúklingar nr. 1., 3. og 4. voru allir búsettir á Akureyri. Allir höíðu þeir dvalizt í bænum óslitið svo mánuðum skipti, áður en þeir veiktust, og hlutu því að hafa smitazt hér. Þeir voru búsettir sinn í hvorum bæjarhluta. Enginn kunningsskapur var með þeim eða samgangur milli heimila. Heimilishald og heimilisfólk hjá nr. 1. var dálítið á reiki, þann- ig að þar dvöldu af og til synir sambýliskonu hans, sem ekki voru þar heimilisfastir. Stundum kom fyrir að þeir legðu á borð með sér. Auk vinnu sinnar hafði nr. 1. nokkurn búskap, en alifugla kvaðst hann ekki hafa og aldrei hafa haft. Hann og sambýliskona hans sögðust eingöngu verzla í kjörbúðum KEA. Ekki veiktust aðrir heimamenn nr. 1. en hann. Sýni frá heimilisfólki hans reyndust öll neikvæð. Nr. 1. vann við slátrun í sláturhúsi KEA. Hann sagðist hafa slátrað kálfi, sem var mjög illa haldinn af niðurgangi, 2—3 dögum áður en hann veiktist sjálfur, og minnugur tilfella af STM, sem komu upp í Eyjafirði sumarið 1968 í mönnum og nautgripum, hafði hann tröllatrú á, að hann hefði smitazt af kálfi þessum. Vegna þessa var haft samband við bónda þann, sem átti kálfinn, og sýni fengin frá bóndanum, öllu heimafólki hans og öllum þeim mönnum, sem unnu að slátrun með nr. 1. þennan dag, alls 11 manns. Þau sýni reyndust öll neikvæð. Sýni frá kálfinum fengust engin. Nr. 3. og 4. voru báðar húsmæður, báðar sjúklingar af öðrum ástæðum. Önnur þeirra er lömuð eftir mænusótt, hin hefur vefrænan hjartasjúkdóm. Hvorug þeirra vann utan heimilis, hvorug þeirra hafði farið út af heimili sínu í margar vikur, áður en þær veiktust, hvað þá neytt nokkurs utan heimilis á þeim tíma, þegar smitun hefð.i átt að eiga sér stað. Umhverfi þeirra þann tíma, var því eingöngu heimili þeirra. Á heimili nr. 3. var aðeins hún og maður hennar, og sá hann matarinnkaup. Hann kenndi sér einskis mein þá daga, sem kona hans var veik. Nr. 3. var mjög lystarlítil og neyzlugrönn, lifði mest á léttmeti, súpum, grautum, ávöxtum. Eina frávik, sem vitað var um frá þeirri reglu, var, að bóndi hennar sagðist, 2 dögum áður en hún veiktist, hafa keypt niðursneitt hangikjöt (álegg) hjá kjöt- vinnslu X, en hann verkar kjöt og selur. Hafi nr. .3. borðað nokkuð af því. Afganginum af kjötinu var húsbóndinn búinn að henda, er við hann var talað. Sýni frá honum voru neikvæð. Heimafólk nr. 4. var auk hennar sambýlismaður hennar og sonur þeirra. Hvorugur þeirra kenndi sér meins, meðan nr. 4. var veik. Þeir feðgar sáu um matarinnkaup og sögðust yfirleitt verzla í útibúi KEA á Oddeyri. Eina breyting á mataræði væri, að þau hefðu nýlega keypt egg, og væri það ekki vani þeirra. Á heimil- inu voru til hænuegg, merkt 2 framleiðendum. Voru þau send í ræktun, en hún reyndist neikvæð. Þegar nánar var grennslazt eftir mataræði og afbrigðum frá venju um þáð, sagði húsbóndinn, að hann hefði, 2 eða 3 dögum áður en nr. 4. veiktist, keypt lítið eitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.