Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1972, Page 21

Læknablaðið - 01.11.1972, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 163 Hin kenningin, sú, að K.B.-son hafi verið smitberi og sjúkling- arnir nr. 1., 3. og 4. hafi smitazt af kjötvörum, sem hann hafði handleikið, er mjög ginnandi, (smitunarleiðir hugsaðar eins og sýnt er á mynd 2), ekki sízt þar sem ekki verður komizt hjá því að álíta, að tekið hafi fyrir smituppsprettu og/eða smitleið hér á Akureyri á einhvern hátt um sama leyti og ræktun frá honum varð neikvæð. Sjúklingarnir, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, veiktust á 17 dögum. Síðan eru liðin 2% ár án þess að vitað sé um sjúkling með STM, sem hefði getað smitazt hér á Akureyri. NIÐURLAG Rakin er sjúkrasaga 5 sjúklinga, sem veiktust af STM á Akureyri í maí — júní 1969. Gerð er grein fyrir fyrirspurnum og athugunum á umhverfi þeirra, heimili og vinnustað, sem gerðar voru til að reyna að finna smitbera og smitunarleið. Þær leiddu til athugunar á kjötvinnslu einni í bænum og til þess, að STM fannst við ræktun úr saursýni frá starfsmanni þar. STM hvarf fljótlega úr hægðum frá honum. Síðan er ekki vitað að neinn hafi smitazt af STM á Akureyri. SUMMARY The cases of five patients that fell ill from Salmonellosis typhi murium in Akureyri in May-June 1969 are reported. Two of these hecame infected in a hospital where the other three were confined. Those three „primary“ cases came from three separate families from different parts of the town and there were no known connections between the families. Yet it was thought most probable that the cases had been infected from a common source as there had been no known patients with Salmonellosis in Akureyri for a year. Information concerning the patients’ food habits gave an in- dication that such a common source might be found at a butcher’s shop in the town. Salmonella typhi murium was then repeatedly cultivated from the faeces of the butcher’s assistant. He was isolated and since then no patients with Salmonellosis typhi murium that could have been infected in Akureyri have been found.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.