Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Síða 27

Læknablaðið - 01.11.1972, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 165 Þórir Helgason NOKKUR ATRIÐI UM SYKURSÝKI INNGANGUR Skilgreining Sykursýki er ólæknandi sjúkdómur, sem einkennist af „skorti“ á insúlíni. Afleiðingin verður truflun á efnaskiptum kolvetna, fitu og eggjahvítu og skemmdir á æðum, smáum og stórum. Orsök Sjúkdómsorsökin er arfgeng og meðfædd, en um eðli og hátt erfðar- innar ríkir óvissa. Ýmsar ytri aðstæður, t. d. offita og mikil barneign, kynda undir aukin áhrif ofangreindra erfðaþátta, einkum hjá hinum eldri, og geta þannig leyst sjúkdóminn úr læðingi. Flokkun Sykursýki er sögð kemísk eða leynd, þegar insúlínskortur er ekki svo mikill, að fram komi bein einkenni, en klínísk eða ljós, þegar sjúkling- ar líða af insúlínskorti samfara auknum sykri í blóði. Aldur og kyn Sjúkdómsins verður vart hjá fólki á öllum aldri og hjá báðum kynj- um. Algengast er, að sjúkdómurinn finnist á aldursskeiðinu 45-65 ára. Um 5% sykursjúkra eru yngri en 15 ára, en hjá um 35% sjúklinga finnst sjúkdómurinn fyrir fertugt og um 50% fyrir fimmtugt.1 2 3 Tíðni Álitið er, að erfðaeiginleiki sjúkdómsins finnist hjá 20-30% þjóðfélags- þegna.2 4 22 Sjúkdómsins gætir þó ekki hjá öllum þeim, sem erfðina geyma, vegna þess hve erfðaeiginleikinn er mjög mismunandi sterk- ur. Víðtækar faraldsfræðilegar (epidemiologiskar) rannsóknir seinni ára gefa til kynna, að tíðni kemískrar eða leyndrar sykursýki sé 5-10% þjóðfélagsþegna, en klínískrar eða ljósrar sykursýki um 2% (Svíþjóð 2,05%, Danmörk rösk 2%, Noregur 1,9%, England 2-3%, A.-Þýzkaland 2-3%, V.-Þýzkaland 1,8%, Bandaríkin 2,3%, Ungverja- land 2,13%).5 6 7 Athyglisvert er, að fyrrgreindar rannsóknir spá mik- illi fjölgun sykursjúkra á komandi árum, t. d. er gert ráð fyrir, að árleg aukning klínískrar sykursýki í Svíþjóð verði 1,25%.7 Ýmsar ástæður liggja til grundvallar. Ævi sykursjúkra lengist stöðugt. Sykur- sjúkum konum auðnast að eignast fleiri börn en áður og því íjölgar þeim einstaklingum, sem erfðaeiginleikann geyma. Offita verður æ algengari. Árvekni lækna um greiningu sjúkdómsins fer vaxandi. Einkenni Einkenni sjúkdómsins eru tvíþætt: bein og/eða óbein. Bein kallast

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.