Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1972, Side 29

Læknablaðið - 01.11.1972, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 167 Venjulega eru tvö tímabil sjúkdómsmyndarinnar greind, hið fyrra, sem oft spannar áratug eða meira, einkennist oft aðeins af margvís- legum þjáningum, sem sveiflur á blóðsykri valda, en hið síðara, sem er lokaþáttur sjúkdómsins, af hinum ýmsu óbeinu einkennum æða- skemmda. Markmið meðferðarinnar er ekki einvörðungu að lengja líf og lina þjáningar heldur og, að sjúklingurinn fái notið lífsins á sem eðli- legastan máta, þrátt fyrir þær margvíslegu kvaðir, sem sjúkdómurinn setur um breytt líferni. Til þess að sjúklingurinn geti valdið hinu nýja stjórnunarhlutverki sínu, þarf hann mikla, margvíslega og stöðuga uppfræðslu, en án hennar er ekki um viðunandi stjórn að ræða, kynt er undir báli æða- skemmdanna og ævidagarnir styttast.21617 „Þeir, sem beztu þekking- una öðlast, lifa að öðru jöfnu lengst.“18 Uppfræðslan er mjög erfið og tímafrek, en þungamiðja hennar varðar einkum magn, tegund og niðurröðun, bæði fæðu, blóðsykur- lækkandi lyfja og áreynslu. Blóðsykurlækkandi lyf, sem örva insúlín- framleiðslu eða auka nýtingu þess, eru auðveldari í notkun en insúlín, en insúlín er, með fáum undantekningum, lífsnauðsynlegt öllum undir fertugu og um 10% þeirra, sem fá sjúkdóminn síðar. Sjúklingurinn þarf að kunna rækileg skil á: 1) Meðferð sprautu og nála. 2) Aðferðinni við insúlíngjafir undir húð einu sinni eða oftar á dag. 3) Verkunarmáta þess insúlíns, sem notað er. 4) Hvenær insúlínið skuli tekið með tilliti til máltíða. 5) Breytilegri insúlínþörf, sem ákvarðast af daglegum mæling- um á sykurmagni í þvagi. 6) Einkennum of stórrar insúlíngjafar og hvernig skuli bregðast við þeim. 7) Samsetningu og hitaeiningafjölda fæðu. Takmörkun kolvetna og hitaeininga, er fullnægi eðlilegri þyngd, kröftum, vexti (hjá börnum), og líkamlegri áreynslu. 9) Niðurröðun fæðutegunda, einkum kolvetna, á nákvæmlega tímasettar máltíðir dagsins með algerri hliðsjón af verkunar- máta þeirrar insúlíntegundar, sem notuð er, svo og af líkam- legri áreynslu. 10) Áhrifum breytilegrar líkamsáreynslu á blóðsykurinn og hvernig skuli bregðast við þeim. Með sameiginlegu átaki sjúklings, læknis og matarfræðings (diet- itian) tekst sjúklingnum að jafnaði að ná viðunandi stjórn á blóðsykri sínum, en vegna þess að fjöldi mögulegra víxlspora er næstum óendan- legur, eru óæskilegar sveiflur á blóðsykrinum ætíð á næsta leiti. Fram- kvæmdinni mætti líkja við það, að á aðra skál vogar væri sett insúlín, en fæða á hina, en líkamleg áreynsla auk margra annarra þátta leituðu stöðugt eftir að stjaka við skálunum og koma þeim úr jafnvægi, en hreyfing á annarri, veldur hreyfingu á hinni. Sveiflist sykurinn upp, fylgja hin beinu einkenni sjúkdómsins, en sveiflist hann niður, fylgja önnur og ný einkenni: Sviti, höfuðverkur, titringur, sljóleiki og með-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.