Læknablaðið - 01.11.1972, Qupperneq 46
176
LÆKNAB LAÐIÐ
ins um meðferð einstakra sjúklinga. Þó að ábendingar, uppástungur
cg umræður frá öðrum aðilum, sem þátt taka í meðferðinni, eigi alltaf
að vera velkomnar, mega ekki aðrir en læknar taka ákvarðanir, sam-
kvæmt lögum. Sumir læknar taka slíkar ábendingar og uppástungur
óstinnt upp, oftast af misskilningi á eðli ákvörðunartöku, sem þeir
telja ekki nógu sjálfstæða, ef hún byggir á annarra ráðum.
Aætlanagerð og faraldsfræði
Mönnum er hins vegar ekki alltaf eins ljóst, hversu sjálfsagt og
nauðsynlegt frumkvæði læknisins er, þegar um er að ræða hóp sjúkl-
inga eða einstaklinga, sem ekki eru orðnir veikir enn. Það er þó skylda
allra lækna að gera áætlanir og búast við hinu ókomna. Til þess að
gera slíkar áætlanir þarf að þekkja þarfir samfélagsins og fylgjast
með þróun þess og framförum læknisfræðinnar. Hvorttveggja ber
læknum að gera, hverjum á sínu sérsviði, og helzt með nokkru tilliti
til læknisfræðinnar almennt, þó að það sé fyrst og fremst verkefni
sérhæfðra lækna í félagslækningum og læknisfræðilegri stjórnun.
Þarfir samfélagsins þarf að kanna með stöðugum rannsóknum á far-
aldursfræði, þ. e. rannsóknum á tíðni, dreifingu og gangi sjúkdóma í
samfélaginu í heild. Slíkar rannsóknir þjóna bæði áætlunargerð vegna
stjórnunar og vísindalegum tilgangi í leit að orsökum sjúkdómanna.
Við áætlunargerð vegna heilbrigðisstofnana verður að byggja á slíkum
rannsóknum, sem taka til alls þjóðfélagsins. Ekki nægir að byggja
áætlunargerðina á biðlistum sjúkrahúsanna né heldur á innlagningum
á þau. Biðlistarnir eru alltof tilviljanakenndir og háðir ýmsum öðr-
um atriðum en meðferðarþörfinni einni saman, s. s. vitneskju um lík-
ur til að komast að, árangri af meðferð, sem beitt er, og jafnvel með-
vitaðri eða ómeðvitaðri óskhyggju sjúkrahúslæknanna, sem stundum
líta á biðlista sem stöðutákn eða vilja nota þá sem pressu. Ef vitað
er, að sjúkrahús eru yfirfull og líkur til að fá rúm eru sáralitlar, er
ekki leitað eftir rúmi fyrr en löngu eftir að fokið er í öll skjól, þannig
að sjúkrahúsmeðferð, sem hefði getað tekið stuttan tíma, verður oft-
ast tímafrekari en skyldi. Skapast þá vítahringur, sem nauðsyn er að
brjóta. Þetta getur og orðið til þess, að menn telja árangurinn af með-
ferðinni, sem beitt er, svo vafasaman, að ekki sé leitað eftir rúmum
af þeim sökum. Svipað gildir, ef t. d. heimilislæknar þekkia ekki
meðferðarmöguleikana, þá er ekki leitað eftir rúmum, sem veldur því,
að sjúkrahúslæknir, sem ekki þekkir faraldursfræði sjúkdómanna i
þjóðfélagi sínu, getur verið haldinn þeim misskilningi, að ekki sé
þörf fyrir einhverja ákveðna meðferð. Það, sem sagt hefur verið um
sjúkrahús, getur einnig átt við aðrar heilbrigðisstofnanir og jafnvel
einstaka lækna að breyttu breytanda.
Innan einstakra heilbrigðisstofnana verða læknar að hafa frum-
kvæði um hvers konar áætlanagerð, sem lýtur að hagkvæmni í störf-
um og rekstri, bættri þjónustu, rannsóknum og kennslu. Við slíka
áætlanagerð verður oft að velja milli ýmissa kosta og sætta mismun-
andi sjónarmið. Reynir þá mjög á hæfni læknisins til hópvinnu, annað-
hvort meðal jafningja eða sem leiðtoga. Ef læknar hafa ekki nægjan-