Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1972, Side 48

Læknablaðið - 01.11.1972, Side 48
178 LÆKNABLAÐIÐ leiðingum þeirra og hvaða möguleikar séu til að framfylgja þeim. Til þess að uppfylla þessi skilyrði þarf menntun og þekking þeirra, sem að ákvörðunartökunni standa, að vera í samræmi við það verk- efni, sem leysa á hverju sinni. Ennfremur verða tjáskiptin (communi- cation) að vera fullnægjandi, upplýsingar verða að renna greiðlega upp og niður, fram og aftur eða í hring, eftir því sem við á. Framkvæmd flestra verka innan heilbrigðisstofnana er háð frum- kvæði lækna að einhverju leyti, þó að stundum beri ekki mikið á þessu frumkvæði. Koma þar sérstaklega til ýmis verk, sem stoðstétt- ir framkvæma á hefðbundinn hátt. Þetta vill því miður stundum gleymast, vegna þess, hversu gömul hefðin er og vegna þess, hversu sjálfstætt margt sérmenntað aðstoðarfólk starfar, og hefur beinlínis létt mörgum störfum af læknum. Góð menntun og kjör þess fólks er því læknum kappsmál, svo að það geti tekið frumkvæði gagnvart læknunum og minnt þá á, hvað gera þarf og vakið athygli þeirra á því, sem til heilla horfir á þeirra sérsviðum. Það þarf einnig að taka að sér verkstjórn ýmissa hluta af starfsemi heilbrigðisstofnana og ann- ast eftirlit með þeim og leiðbeina öðru starfsfólki, sjálfstætt eða sam- kvæmt ósk lækna og í umboði þeirra. Slíkt umboð firrir þó læknana hvorki frumkvæði né ábyrgð í stjórnuninni. Eins og oft hefur komið fram hér að framan, er mikið af frum- kvæði lækna bundið störfum þeirra í skipulögðum starfshópum, teym- um (teams) með öðrum læknum og/eða öðru starfsliði. Sérstaklega á þetta við um stjórnunarstörfin nú orðið, þar sem hópsamvinnan ætti m. a. að vera sérstaklega vel fallin til að samhæfa störf þátt- takenda og greiða fyrir tjáskiptum og gagnasöfnun fyrir ákvörðunar- töku. Hópvinnan skapar og möguleika fyrir nánari kynnum þátttak- enda, gagnkvæmu trausti og virðingu, ásamt tillitssemi. Hún á því að draga úr mannaskiptum í starfseminni. Hún á að skapa grundvöll fyrir frjálsar umræður um markmið og leiðir, umræður, sem oft fæða af sér nýjar hugmyndir. Hvernig til tekst um hópvinnu fer þó oft mikið eftir því, hver velst til forystu fyrir hópnum. Ef teymisvinna á að heppnast vel, þurfa þátttakendur að hafa nasasjón af hóphrifum (group dynamics), félags- og sálarfræði og síðast en ekki sízt af al- mennri stjórnunarfræði, sem Guðlaugur Þorvaldsson kynnti fyrir okk- ur í gær. Því miður er þekking lækna á þessum sviðum yfirleitt heldur takmörkuð, þó að nasasjón af þeim ætti að tilheyra almennum for- spjallsvísindum hjá hvaða langskólagenginni stétt sem er. TEYMI Teymi aðgreinast frá óskipulögðum hópum eða almennum félags- samtökum að því leyti, að þau stefna að ákveðnu markmiði og hver þátttakandi kemur með ákveðnar forsendur og hefur ákveðnu hlut- verki að gegna. Þátttakendurnir eru þannig háðir hvor öðrum eins og hlekkir í keðju, að vísu misstórir og misjafnir að útliti, en allir nauð- synlegir til þess að halda keðjunni saman. Til þess að framkvæma verkefnið á hagkvæman hátt er nauðsynlegt, að hver þátttakandi þekki hlutverk sitt. En ekki nægir að þekkja sitt eigið hlutverk, heldur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.