Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1972, Qupperneq 58

Læknablaðið - 01.11.1972, Qupperneq 58
184 LÆKNABLAÐIÐ vinstra lunga fjarlægt, en það var haldið berklum. Sjúklingnum virtist líða vel, en hann var síspyrjandi starfsbræður sína um gang mála. í miðri aðgerð var gert hlé meðan sjúklingurinn gæddi sér á ávöxtum. Er lungnahlutinn hafði verið fjarlægður, var hann þegar sýndur sjúklingnum. Bandarísku gestirnir fylgdust náið með sjúkl- ingnum, meðan á aðgerð stóð, en aldrei sáust á honum nein merki sársauka. Engin deyfing var notuð önnur en sú, sem fyrr getur. Greinarhöfundur var auk þessa viðstaddur 8 aðrar aðgerðir. Meðal þeirra var magaaðgerð, en þar var deyfinálum stungið í bæði eyru. Þá var heilaaðgerð með deyfingu á ýmsum stöðum á höfði. Einnig var aðgerð vegna blöðru á eggjastokk, en fyrir þá aðgerð var deyfinálum stungið báðum megin hryggjar, og á þremur mis- munandi stöðum á ganglimum. í öllum tilfellum virtist deyfingin hrífa vel, og sjúklingarnir voru við fulla meðvitund. Við eggjastokka- aðgerðina var gefið prokain inn í kviðarholið þegar sjúklingurinn kvartaði um sársauka við handfjötlun kviðarholslíffæra. Utan þess, sem fyrr er lýst, voru ekki gefin deyfilyf við aðgerðirnar. Dimond læknir átti alllangar viðræður við yfirsvæfingarlækna sjúkrahúsa þeirra, sem hann heimsótti. Báðir voru menn þessir menntaðir á Vesturlöndum. Þeir lýstu báðir þeirri vantrú, sem þeir höfðu upphaflega á nálardeyfingum og hvernig þeir smám saman sannfærðust um gildi þeirra. Á öðru sjúkrahúsinu var nálarstungu- deyfing notuð við nær allar aðgerðir á augum, nefi, hálsi heila, brjóstholi og útlimum. Einnig við tanndrátt og keisaraskurð. Að- ferðin var oft notuð við kviðarholsskurði, en þótti oft ekki gefa nægjanlega vöðvaslöppun. Á þeim spítala hafði nálarstungudeyfingin verið notuð síðan 1958 í nær 5000 tilfellum. Val þeirra stungustaða, sem hæfa hverri aðgerð, er að mestu byggt á aldagamalli þekkingu, en þó hafa á síðari árum fundizt nokkr- ir nýir staðir. Sú raferting nálanna, sem oft er beitt, er nýuppfundin og leysir af hólmi skak og snúning nálanna, með góðum árangri. Ekki fékkst náin skýring á gerð rafertingartækjanna. Ákvörðun um nálarstungudeyfingu er komin undir fullu sam- þykki sjúklingsins. Láti hann í ljós hræðslu við aðferðina, eða vilji menn forða honum frá að fylgjast með aðgerðinni, er beitt venjulegri svæfingu. Nálarstungudeyfingin hefur augljósa kosti. Hún er hættulaus. Engin röskun verður á vökvajafnvægi sjúklingsins og hann getur jafnvel nærzt eðlilega, meðan á aðgerð stendur. Aðferðinni fylgja engin eftirköst, svo sem ógleði og uppköst eða öndunarfærakvillar. Engin blóðþrýstingslækkun verður af deyfingunni og hentar hún því vel veikburða sjúklingum. Deyfingin varir svo lengi, sem þörf er á, og í nokkrar klukku- stundir eftir að nálin er dregin út. Kenni sjúklingur sársauka eftir aðgerðina, má bæta úr því með nýrri nálarstungu. Þótt deyfing sé mest á aðgerðarsvæðinu, er einnig minnkað sársaukaskyn um allan líkamann og því vandræðalaust að skera til æðar eða gera aðrar glíkar smáaðgerðir, meðan deyfingin varir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.