Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 7

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 91 Ágúst N. Jónsson STUTT YFIRLIT UM ECCYESIS (UTANLEGSÞYKKT) w í TÍU ÁR, 1960-1969 INNGANGSORÐ f lionum misserum hefur fyrirbrigðið eccyesis (utanlegsþykkt) oft verið mér í hug, eðli þess, tíðni og afleiðingar. Ég valdi því þann kost, að kynna mér bað nokkru nánar og fjalla um það í ritgerð þeirri, sem hefst á þessum orðum. Mér er vel ljóst, að hér er einungis um upphaf að athugun að ræða af minni hálfu og er oftar en einu sinni að því vikið í greininni, en ég hef fullan hug á að halda áfram í starfi mínu athugunum á þessu efni, eftir því sem aðstæður frekast leyfa, hvað sem úr því kann að verða og hvenær sem það kemur fyrir annarra sjónir. í yfirliti því um eccyesis, er hér fer á eftir, er miðað við áratuginn 1960-1969. Afar mikil starfsemi er víða helguð rannsókn til þess að auka skilning okkar á hinni margflóknu starfsemi, sem fram fer í vefjum þar sem frjóvgun fer fram (conception) og síðan áframhaldandi þró- un fóstursins. Þrátt fyrir ákafar umræður og ráða- gerðir í þá veru að koma í veg fyrir það, sem við köllum offjölgun manna í heim- inum, erum við alltaf önnum kafin við vandamál, er varða þau fóstur, sem tapast við íósturlát, andvana fæðingar og neona- tal dauða. Fyrir utan þessa flokka, sem nefndir voru, er allstór flokkur þungana, sem ekki ná að þroskast eðlilega, þó að ekki sé um röskun að ræða í þróun eggs- ins, heldur vegna þess, að hið frjóvgaða egg sezt að annars staðar en í legholinu og þar með er næstum óhugsandi, að frek- ari vöxtur fóstursins geti átt sér stað nema að mjög takmörkuðu leyti. Almennt er þetta nefnt graviditas extrauterina (utan- legsþykkt), sem er þó ekki alveg rétt heiti. Hið frjóvgaða egg getur setzt að i: 1) legpípu, 2) legveggnum, 3) eggjastokk, 4) kviðarholi og 5) leghálsi. Langalgengast er, að implantationin eigi sér stað einhvers staðar í legpípu eða í yfir 99% af öllum utanlegsþungunum (Skulj).1 Eccyesis (úr grísku, ek: út og hyesis: þungun) er eitt orð yfir þetta fyrirbæri, en það er ekki mikið notað. EFNIVIÐUR Efnið í ritgerð þessa er fengið úr vefja- greiningarsvörum Rannsóknarstofu Há- skólans 1960-1969 og síðan eftir þeim farið yfir sjúkraskrár og aðgerðalýsingar á sjúkrahúsum. Hér verður því einungis stuðzt við tilfelli, sem eru staðíest með vefjarannsókn. Nokkur sjúkrahús hafa sent inn til vefjarannsóknar öll utanlegs- fóstur, sem til þeirra hafa komið til að- gerðar, önnur aðeins einhvern hluta af sínum tilfellum. Á þessum tíu árum, 1960- 1969, voru staðfest með vefjagreiningu á Rannsóknarstofu Háskólans 283 tilfelli af eccyesis, það er að segja, að lýst er bæði fellibelg og æðabelg og oft fóstri, allt upp í 3-5 cm lengd haus-daus. f einu tilfelli, sem skráð var hér, fannst þó aðeins felli- belgur, en svo mikill, að telja verður yfir- gnæfandi líkur til þungunar í legpípu. Annars hafa lengi verið skiptar skoðanir um fellibelgsmyndun í legpípunum. Flestir munu þó nú vera sammála um, að sönn fellibelgssvörun (reaction) geti átt sér stað í pípunum bæði í eðlileg'ri þungun og legpípuþungun. Hins vegar mynda þó fellibelgsfrumurnar ekki sam fellt lag, eins og sést í uterus, heldur breið- ur. Novak2 cegir. að mestur ruglingurinn í þessum efnum haíi staíað af rangri smá- sjártúlkun á sneiðum frá sýnum. • Ekki tókst mér að fara yfir allar hér- lendar sjúkraskrár í bessu yfirliti, enda eru þær á sjúkrahúsum um allt land.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.