Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 35

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 115 Samanburður er gerður á lyfjasölu ofan- nefndra lyfja í Reykjavík og í nágranna- löndum. Rök eru færð fyrir því, að lyfja- ávísanavenjur lækna í Reykjavík eru verulega frábrugðnar lyfjaávísanavenjum lækma t. d. í Svíþjóð. í Reykjavík er ávís- að verulega meira magni af hálfsyntetisk- um penicillinlyfjum og diazepam/valium (10 mg töflur) en t. d. í Skandinavíu. Tillögur eru lagðar fram um frekari takmarkanir á ávísun amfetamin og skyldra lyfja ásamt diazepami. Pleomorphosis in hepatopathiae Siguröur Þ. Guömundssou Fjölbreytileiki lifrarkvilla er mikill eins cg allir vita. Á götur mínar á lyfjadeiid Landspítalans rak á tímabilinu 8.1. 1973 til 7.3. 1973 5 sjúkratilvik, hvers megin atriði voru bundin brenglun lifrarstarf- semi eða sjúkdómum í lifur. Sjúkratilíelíi þessi komu öll, að undanteknu því fyrsta, á deildina vegna gruns um aðra kvilla en lifrar, og verða tilfellin rakin m. t. t. þess hvernig sú uppákoma varð, að rannsókn lifrar fór fram. Leitast var við að rann- saka sj. þessa hið ýtarlegasta, og fór fram í öllum tilvikum ýtarleg athugun á blóði, rtg. athuganir, isotopaskannarnir og lifrar- biopsiur. Að loknum flutningi sjúkrasagnanna mun ég reyna að gefa einhvers konar yfir- lit m. t. t. þess, hvernig megi rannsaka lifravsjúkdóm effectivast. Afkastageta úðara við að koma vatni niður í berkjur Tryggvi Ásmundsson, R. F. Johnson, J. K. Goodrich, K. H. KUbrirn Hátíðniúðarar (ultrasonic nebulizers) og öndunarvélar (intermittent positive pressure breathing device-IPPB) hafa ver- ið mikið notuð til þess að koma vatni nið- ur í berkjur í því augnamiði að þynna siím og auðvelda sjúklingum að hósta því upp. Til þess að mæla afkastagetu þessara tækja voru 6 ml. saltvatns, sem innihélt 15 mCi af Technetium-99 settir í úðara viðkomandi tækis, sem stillt var á há- marks afköst. 4 heilbrigðir sjálfboðaliðar önduðu í 5 mín. að sér úðanum frá há- tíðnitækinu og jafnmargir úða frá Bird Mark-7 respirator. Útöndunarlofti var safn- að í Douglas poka. Til að auka líkur á, að úðinn bærist niður í lungu var sjálfboða- liðunum sagt að anda hægt og djúpt gegn- um munn. Meðan á rannsóknum stóð sátu mennirnir fyrir framan gamma camera og var fylgzt stöðugt með hvernig úðinn féil út í lungunum og það tekið upp á mynd- segulband. Talning per mínútu var fengin yfir lungunum eftir að úðanum hafði ver- ið andað að sér í 5 mínútur og borin sam- an við talningu, sem fékkst yfir líkönum (phantoms), sem innihéldu technetiurn-99 í þekktum skömmtum, þannig að hægt var að ákvarða magn technetium í lungum. Aðeins 60|xl að meðaltali féllu út í lungum á 5 mínútum við notkun hátíðni úðarans og 115pl við notkun Bird respiratorsins. Telja verður vafasamt, að slíkt magn hafi merkjanleg áhrif á seiglu slíms í berkjum. Nýrnasýnistaka á Landspítalanum Páll Ásmundsson Lýst er aðferð við töku nálarsýna úr nýrum, sem beitt hefur verið á lyflækn- ingadeild Landspítalans sl. 4 ár. Sýnis- takan fer fram í skyggningu og er beitt einnota biopsiunál. Til þessa hafa 42 sýnis- tökur farið fram með þessari aðferð. Nýrnavefur hefur fengist í 95% tilfella og verið fullnægjandi til greiningar í 90% til- fella. Engar alvarlegar komplicationir hef- ur leitt_af sýnistökunum. Lauslega er lýst þróun nálarsýnistöku úr nýrum og árangur á Landspítalanum borinn saman við reynslu annarra. Notkun L-Dopa og Amantidin við Parkinsonsveiki Sverrir Bergmann Ég mun stuttlega rekja þá þróun, sem orðið hefur í meðferð á Parkinsonsveiki. Mun ég gera grein fyrir, hvaða kenningai liggja til grundvallar þeirri meðferð, sem aðallega er beitt nú í dag og greina frá niðurstöðum rannsókna, er núverandi með- ferð við Parkinsonsveiki byggist á. Á árunum 1968-1971 rannsakaði ég ásamt tveimur öðrum læknum á The

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.