Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 115 Samanburður er gerður á lyfjasölu ofan- nefndra lyfja í Reykjavík og í nágranna- löndum. Rök eru færð fyrir því, að lyfja- ávísanavenjur lækna í Reykjavík eru verulega frábrugðnar lyfjaávísanavenjum lækma t. d. í Svíþjóð. í Reykjavík er ávís- að verulega meira magni af hálfsyntetisk- um penicillinlyfjum og diazepam/valium (10 mg töflur) en t. d. í Skandinavíu. Tillögur eru lagðar fram um frekari takmarkanir á ávísun amfetamin og skyldra lyfja ásamt diazepami. Pleomorphosis in hepatopathiae Siguröur Þ. Guömundssou Fjölbreytileiki lifrarkvilla er mikill eins cg allir vita. Á götur mínar á lyfjadeiid Landspítalans rak á tímabilinu 8.1. 1973 til 7.3. 1973 5 sjúkratilvik, hvers megin atriði voru bundin brenglun lifrarstarf- semi eða sjúkdómum í lifur. Sjúkratilíelíi þessi komu öll, að undanteknu því fyrsta, á deildina vegna gruns um aðra kvilla en lifrar, og verða tilfellin rakin m. t. t. þess hvernig sú uppákoma varð, að rannsókn lifrar fór fram. Leitast var við að rann- saka sj. þessa hið ýtarlegasta, og fór fram í öllum tilvikum ýtarleg athugun á blóði, rtg. athuganir, isotopaskannarnir og lifrar- biopsiur. Að loknum flutningi sjúkrasagnanna mun ég reyna að gefa einhvers konar yfir- lit m. t. t. þess, hvernig megi rannsaka lifravsjúkdóm effectivast. Afkastageta úðara við að koma vatni niður í berkjur Tryggvi Ásmundsson, R. F. Johnson, J. K. Goodrich, K. H. KUbrirn Hátíðniúðarar (ultrasonic nebulizers) og öndunarvélar (intermittent positive pressure breathing device-IPPB) hafa ver- ið mikið notuð til þess að koma vatni nið- ur í berkjur í því augnamiði að þynna siím og auðvelda sjúklingum að hósta því upp. Til þess að mæla afkastagetu þessara tækja voru 6 ml. saltvatns, sem innihélt 15 mCi af Technetium-99 settir í úðara viðkomandi tækis, sem stillt var á há- marks afköst. 4 heilbrigðir sjálfboðaliðar önduðu í 5 mín. að sér úðanum frá há- tíðnitækinu og jafnmargir úða frá Bird Mark-7 respirator. Útöndunarlofti var safn- að í Douglas poka. Til að auka líkur á, að úðinn bærist niður í lungu var sjálfboða- liðunum sagt að anda hægt og djúpt gegn- um munn. Meðan á rannsóknum stóð sátu mennirnir fyrir framan gamma camera og var fylgzt stöðugt með hvernig úðinn féil út í lungunum og það tekið upp á mynd- segulband. Talning per mínútu var fengin yfir lungunum eftir að úðanum hafði ver- ið andað að sér í 5 mínútur og borin sam- an við talningu, sem fékkst yfir líkönum (phantoms), sem innihéldu technetiurn-99 í þekktum skömmtum, þannig að hægt var að ákvarða magn technetium í lungum. Aðeins 60|xl að meðaltali féllu út í lungum á 5 mínútum við notkun hátíðni úðarans og 115pl við notkun Bird respiratorsins. Telja verður vafasamt, að slíkt magn hafi merkjanleg áhrif á seiglu slíms í berkjum. Nýrnasýnistaka á Landspítalanum Páll Ásmundsson Lýst er aðferð við töku nálarsýna úr nýrum, sem beitt hefur verið á lyflækn- ingadeild Landspítalans sl. 4 ár. Sýnis- takan fer fram í skyggningu og er beitt einnota biopsiunál. Til þessa hafa 42 sýnis- tökur farið fram með þessari aðferð. Nýrnavefur hefur fengist í 95% tilfella og verið fullnægjandi til greiningar í 90% til- fella. Engar alvarlegar komplicationir hef- ur leitt_af sýnistökunum. Lauslega er lýst þróun nálarsýnistöku úr nýrum og árangur á Landspítalanum borinn saman við reynslu annarra. Notkun L-Dopa og Amantidin við Parkinsonsveiki Sverrir Bergmann Ég mun stuttlega rekja þá þróun, sem orðið hefur í meðferð á Parkinsonsveiki. Mun ég gera grein fyrir, hvaða kenningai liggja til grundvallar þeirri meðferð, sem aðallega er beitt nú í dag og greina frá niðurstöðum rannsókna, er núverandi með- ferð við Parkinsonsveiki byggist á. Á árunum 1968-1971 rannsakaði ég ásamt tveimur öðrum læknum á The
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.