Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1973, Side 25

Læknablaðið - 01.06.1973, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 105 Mynd 10. Mitral echogram frá sjúklingi með cardio- myopathia hypertrophica obstructiva. Þrjú höfuðgreiningaratriðin koma ljóslega fram: minnkaður fallhraði mitraiioku, sterk bergmál frá sleglaskipt og óeðlileg opnun Iokunnar í samdrætti v. slegils. 3) Óvenjulega sterk bergmál frá siegil- skipt. Echograíi opnar því möguieika á grein- ingu þessu sjúkdóms án hjartaþræðingar. Rannsóknar aðferð bessi hefur einnig reynzt gagnleg til að meta áhrif lyfia, svo sem propranolcl og practolol, sem vehka á betasvara sjálfráða taugakerfisins.12 Bæði þessi lyf hafa, sem kunnugt er, ver- ið notuð við meðferð á sjúklingum með cardiomyopathia hypertrophica með sæmi- legum árangri. 'IYXOMA ATRIALE Þó að myxomata séu ekki algeng æxli, er mikilvægt að greina bau rétt, áður en til aðgerðar kemur. Sjúklingar hafa oft verið sendir til aðgerðar með sjúkdóms- Mynd 11. Mitral echcgram frá sjúklingi með myx- oma atriale. Margföld bergmál að baki íokunnar koma frá æxlinu, sem hreyfist með lokunni og getur stundum festst í lokugatinu. greininguna stenosis v. mitralis, en reyn- ast á skurðarborðinu hafa myxoma í vinstra forhólíi, oft vaxið eins og stunda- glas inn í vinstra slegil. Ógætileg með- höndlun þessara æxla getur leitt til þess, að hlutar þeirra losna og valda embolium. Á þessu er einkum hætta við lokaðar hjartaaðgerðir t. d. valvotomi. Echograíi hefur reynzt mjög gagnleg við greiningu þessara æxla og dæmigerð mynd sú, er þau gefa.5 10 17 22 24 28 Mitrallokan sjálf virðist oftast eðlileg, en að baki fremra blaðsins sjást margir bergmáls- punktar (mynd 11). EFFUSIO PERICARDIALIS Bergmálsmerkin frá framvegg hjartans renna nær alltaf saman við merkin frá brjóstveggnum. Ef vökvi er í gollurshús- inu, sést autt bil milli þessara líffæra (mynd 12). Kafkas og öðrum14 tókst að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.