Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 8

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 8
92 LÆKNABLAÐIÐ Megnið af sýnum sendum til Rannsókn- arstofunnar á þessu tímabili er auk þess frá sjúkrahúsum í Reykjavík og nágrenni. Fljótlega kom einnig í ljós, að þessi sjúkrahús munu hafa sent til rannsóknar öll vefjasýni, sem tekin hafa verið við þess- ar aðgerðir. Við eftirgrennslan hjá lækn- um fjórðungssjúkrahúsanna kom í ljós, að þaðan hafa ekki verið send öll sýni, sem fjarlægð hafa verið í slíkum tilfellum. Varð því fljótlega ljóst, að takmarka yrði þessa athugun við sjúkrahúsin hér í Reykjavík og nágrenni. Eins og að ofan greinir fundust 283 til- felli af eccyesis á þessum tíu árum. Af 283 reyndust 42 vera frá sjúkrahúsum utan Reykjavíkur og nágrennis og því utan sviðs þessa verks. Verður nú reynt að gera grein fyrir þessum tilfellum að nokkru ráði, en haft í huga að gera ná- kvæmara heildaryfirlit síðar. TÍÐNI Tíðni eccyesis' er ákaflega mismunandi á hinum ýmsu stöðum, en engin viðhlít- andi skýring er á þessum mun. Byggist það e. t. v. á því, að yfirlit um þetta efni koma flest frá einstökum sjúkrahúsum, sem eru í ólíkum hverfum í stórborgum, og annazt mjög ólíka sjúklingahópa þjóð- félagslega séð. Tíðni eccyesis er venjulega miðuð við fjölda fæðinga á sama tímabili. Mikið er rætt um, hvort tíðnin aukist, og eru marg- ir þeirrar skoðunar, að svo sé og sýna fram á bað með tölum, en bæta bó rétti- lega við, að ekki sé um marktæka breyt- ingu að ræða, til þess þurfi lengri tíma til rannsókna.5 Flestir athugendur um bessi efni miða við 3-5 ára bil og þó allt upp í 21 ár. Meiri hlutinn sýnir þó fram á nokkuð jafna tíðni með litlum sveiflum frá ári til árs. Hinar ýmsu greinar sýna tíðni allt frá 1:40 til 1:3033 af fæðingum. Staður einn á Jamaica, Vestur-Indíum, sker sig algerlega úr með háa tíðni, sem sé þær ótrúlegu tölur 1:28.14 Til þess að gera mér grein fyrir tíðni hérlendis, var strax Ijóst, að ekki var unnt að miða við allt landið. Það ráð var því tekið að til- taka landssvæði, bar sem vitað var með nokkuð öruggri vissu um öll tilfelli af eccyesis svo og fjölda fæðinga á sama landssvæði, miðað við búsetu móður. Landssvæðið, sem um er að ræða, er nokk- urn veginn Gullbringu- og Kjósarsýsla ásamt þéttbýliskjörnum. Á umræddu tímabili fundust 235 tilfelli af eccyesis á þessu svæði (sjá línurit). Fæðingar voru alls (lifandi, andvana ekki meðtalin hér í þetta skipti) 25.407, og verður þá hlutfallið 1 utanlegsþykkt á móti hverjum 108 lifandi fæðingum eða 0,93%. Sveiflur eru nokkuð áberandi frá ári til árs. Eins og sjá má (sjá töflu) hleyp- ur tíðnin hjá okkur frá 1:150 árið 1965 til 1:77 árið 1968. Utanlegsþykkt er áberandi algengari hægra megin og hafa næstum allir komizt að þeirri niðurstöðu, 53% hægra megin og 47% vinstra megin (Bone og Green),15 57% og 43%,18 52% og 48%,11 54% og 46%,7 52% og 48%,8 54,7% og 40,8%.14 Hjá okkur skiptist 241 tilfelli þannig: 140 hægra megin og 101 vinstra megin eða um 58% og 42%. Um orsök eccyesis er mikið skrifað og rætt. Ekki er um neina eina orsök að ræða, að því er betta fyrirbrigði varðar. Hins vegar geta menn verið sammála um það á breiðum grundvelli, að allir þættir eða atvik, sem tefja fyrir hinu frjóvgaða eggi á leið þess niður tuba uterina (legpípu) eða valda aukinni tilhneigingu eggsins til að setjast að á óæskilegum stað (utan cavum uteri), hljóti að teljast til megin- orsaka. Segja má, að þessar orsakir séu utan þess sviðs, sem læknisráð ná til, þann- ig að ekki verður um að ræða fyrirbyggj- andi læknismeðferð að nokkru ráði, held ur hlýtur meðferðin fyrst og fremst að vera fólgin í að ná að greina sjúkdóminn sem fyrst og reyna að varðveita eftir beztu getu frjóvgunarhæfni konunnar. Um orsakir er ekki ætlunin að ræða náið að þessu sinni. Flesir telja þó, að undanfarandi bólgur í legpípum (salphin- gitis) séu meginorsökin. Mjög er þó mis- munandi, hvað vitnast í sjúkrasögu sjúkl- ings í þeim efnum. Yfirleitt er ekki gerð nákvæm leit í legpípum, heldur látið nægja að sjá conceptions vef, því að þá er grein- ingin örugg. Sumir hafa lagt á sig að rann- saka vandlega þessi sýni og hafa sýnt fram á króniskar bólgubreytingar í 38-48% til-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.