Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1973, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.06.1973, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 111 að koma til þessa þinghalds, hitta fulltrúa þeirra þjóða, sem meiri reynslu hafa, og afla sér upplýsinga, sem þeim koma að gagni í heimalöndum sínum. Til þess að geta íekið fullan þátt í starfi þings eins og Alþjóðaheilbrigðismálaþings- ins er algjört lágmark, að tveir fultrúar séu þar samtímio, því að jafnaði starfa þær tvæi nefndir, sem fyrr voru greindar, á sama tíma og ekkert mó út af bregða, er til atkvæða- greiðslu kemur í Allsherjarþingi, ef aðeins cinn fulltrúi er á ráðstefnunni. Hjá flesium þjóðum eru alþjóðasamskipti í heilbrigðismálum orðin svo stór þáttur i starfi heilbrigðisráðuneyta, að sérstakir full- trúar fara með þau mál í góðri samvinnu við utanríkisráðuneyti viðkomandi landa. 2. Vistunarrýmisþörf heilbrigðisstofnana Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út 3. rit sitt á þesu ári og nefnisí það Vistunarrýmis þörf heilbrigðisstofnana. Ritið er tekið sam- an af Dr. Kjartani Jóhannssyni verkfræðingi í samráði við Pál Sigurðsson ráðuneytis- otjóra og er þar um að ræða í raun upphaf að gerð áætlunar um byggingar sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana eins og lög um heil- brigðisþjónustu, er taka gildi 1. janúar n.k., gera ráð fyrir. Þessari skýrslu verða gerð nánari skil í þessum þætti síðar, en aðal- niðurstaða hennar er sú, að þegar litið er á landið í heild, sé til nægilega mikið vist- unarrými á þeim sjúkrahúsum, sem fást við bráða líkamlega sjúkdóma og á almennum hjúkrunarheimilum, en á hinn bóginn sé mikill skortur á rými á bráðum geðsjúkra- húsum og geðhjúkrunarheimilum. Auk þess kemur í Ijós, að rými vantar á sérstökum stofnunum fyrir drykkjumenn og aðra geð- sjúklinga, oem sérstakrar gæzlu þurfa. Athugunin leiðir einnig í Ijós, að mjög skortir á vistunarrými á dvalarheimilum fyr- ir aldraða og er niðurstaða skýrslunnar í heild þannig, að um 200 vistunarrými vanti fyrir geðsjúka, þ. e. bráða geðsjúkdóma, 140 á goðhjúkrunarheimilum, 140 á sérstökum stofnunum fyrir geðveika og drykkjumenn og um 230 á dvalarheimilum fyrir aldraða. í fljótu bragði gæti virzt, að sú niður- staða, að hjúkrunarrými virðist nægilegt, stangist á við þá augljósu reynslu, sem er hér í borginni nú, en þegar betur er að gáð, er ekki svo. Þegar vistunarrými af einu tagi vantar, verður meira álag á aðrar tegundir og þannig hefur orðið hér. Vegna skorts á dvalarheimilum fyrir aldr aða, hefur þrýstingurinn inn á hjúkrunar- heimilin fyrir aldraða orðið mun meiri og þar hefur vafalaust verið lagt inn fólk, sem hefði getað dvalizt á sérstökum dvalarheim- ilum fyrir aldraða. Þessa þrýstings gætir ovo allt upp í sjúkrahúsin fyrir bráða sjúk- dóma. Á sama hátt hefur skortur á vistunar- rými fyrir geðhjúkrunarsjúklinga haft sams konar áhrif f þessu efni, bæði inn á almennu hjúkrunarheimilin og inn á geðspítalana. Mjög mikið af því vistunrrými, sem talið er fyrir hjúkrunarsjúklinga í þessari skýrslu, er upphaflega byggt sem dvalarheimilisrými fyrir aldraða og fullnægir tæplega þeim kröfum, sem í dag þarf að gera til hjúkrunar- heimila. Lausnin er því ekki sú, þrátt fyrir niður- otöður skýrslunnar, að snúa sér eingöngu að því að byggja vistunarheimili fyrir aldr- aða, heldur að byggja hjúkrunarheimili, sem uppfylla þær kröfur, sem við gerum til slíkra heimila í dag, létta þannig á sjúkrahúsunum fyrir bráða sjúkdóma og jafnframt að geta tæmt út af dvalarheimilum fyrir aldraða þá hjúkrunarsjúklinga, sem þar eru, svo að þessi dvalarheimili geti innt af hendi það hlut- verk, sem þau upphaflega voru byggð til að sinna. Ráðuneytið mun senda þessa skýrslu til kynningar til samtaka lækna og annarra heil- brigðisstétta, til yfirlækna og héraðslækna og fjölmargra annarra aðila, sem telja verð- ur að áhuga hafi á þessum málum. Auk þess er ritið til sölu í ráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.