Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 34

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 34
LÆKNABLAÐIÐ 114 Sjúklingarnir eru komnir yfir miðjan aldur, allir nema einn eru yfir sextugt. Eins og sjúkdómsheitið ber með sér hafa allir sjúklingarnir vöðvaverki og er það aðalkvörtun hjá tólf sjúklingum. Höfuð- verkur er aðalkvörtun hjá tveimur og hafa báðir klinisk einkenni um temporal arteritis, sem staðfest er histologiskt. Al- menn einkenni eru áberandi. Megrun hjá átta sjúklingum, (>3 kg á 6 mán.). Tólf sjúklingar höfðu hita. Þreyta og lystar- leysi eru algeng einkenni. Temporal arteriu biopsia var gerð hjá 10 sjúklingum. Af þeim voru 5 greindir með temporal arteritis. Sökk mælist mjög hátt, meðaltal 101 mm. Allir eru sjúklingarnir blóðlitlir, hemoglobin mæling, meðaltal 10,3 gm%. Tólf sjúklingar eru meðhöndlaðir með prednisolon. Níu verða á stuttum tíma alveg einkennalausir, tveir einkennalitlir. Á meðferð verður sökk eðlilegt á 1-3 vikum. Hemoglobin tekur dálítið lengri tíma að verða eðlilegt. Af átta sjúklingum, sem enn eru á steroidum hafa sex fengið meðferð skemur en 1 ár. 5 sjúklingar eru hættir meðferð og hafa engin merki sjúkdómsins. fgræðslur gangráða á Landspítalanum 1968-1973 Árni Kristinsson Ágrip vantar. Heilamengisblæðingar á íslandi — klinisk rannsókn Gunnar GuÖmundsson dr. med. Skýrt er frá hluta rannsóknar á heila- blóðfalli á íslandi á 11 ára tímabilinu 1958 til 1968. Gerð er grein fyrir orsökum, ein- kennum, kyn- og aldursskiptingu svo og batahorfum heilamengisblæðinga (primer SAH), en áður hafa verið birtar niður- stöður um tíðni þessarar blæðingar hér- lendis. Lýst er vinnuaðferðum, en reynt var að hafa greininguna á primer SAH sem líkasta þeirri, sem Pakarinen notaði við rannsókn sína í Helsinki. Rannsóknin nær til 164 sjúklinga, þar af 94 karlar og 70 konur. Heilaæðamynda- taka var gerð á 94 sjúklinganna og 64 voru krufnir. Aneurysma höfðu 87 (53.0%), arteriovenös malformation 9 (5.5%), en hjá 66 (40.2%) var orsökin óþekkt. Ein- kenni frá miðtaugakerfi höfðu 37.2%, 19.5% voru djúpt meðvitundarlausir við fyrstu skoðun og 31.0% höfðu haft höfuð- verk um lengri eða skemmri tíma áður en þeir veiktust af blæðingu. Mest var tíðnin í aldurshópunum 40-59 ára og eng- inn marktækur munur var á kynjum. Af völdum blæðingar dóu 85 sjúklingar (51.8%) og af þeim 70 sjúklingum, sem voru lifandi í árslok 1968 var helmingur (50.0%) í fullu starfi, 25.7% voru öryrkj- ar, en höfðu nokkra vinnugetu. Lyflæknismeðferð fengu 84 (51.2%) og 64 (39.1%) voru skornir upp. Dánartíðni vegna aðgerðar var 15.6%. Yfirlit um lyfjaávísanir í Reykjavík í nóv- ember 1972 Ólafur Ólafsson, Almar Grímsson, Helgi Sig- valdason, Hjálmar Jóelsson í nóvember 1972 var gerð könnun á lyfjaávísunum varðandi eftirfarandi lyfja- flokka í Reykjavik: Diuretica, antibiotica og chemotera- peutica, psykosedativa, hypnotica og seda- tiva, antidepressiva, anticoagulantia, analgetica, steroider o. fl. Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar: Apótek, nafnnúmer, stétt, læknir, lyf, magn, skammtur og verð. í erindinu eru upplýsingar um, að 9,2% var ávísað antibiotica/chemoterapeutica, um 25% af heildarlyfjakostnaði er vegna ávísana á þau lyf, og rúmlega 50% af kostnaðinum er vegna sölu á ,,hálf-syntet- iskum^_penicillinlyfjum. Greint er frá dreifingu lyfjaávísana varðandi ofannefnd lyf, psykosedativa, hypnotica/sedativa, anti-depressiva með tilliti til kyns og aldurs. Marktækur munur er á sölu klor- diazepoxid/librium borið saman við sölu á diazepami/valium, og fjöldi „stórneyt- enda“ klordiazepoxid/librium borið sam- an við diazepami/valium er marktækt (significant) minni. Amfetamin-ávísunum hefur fækkað um 35% á tímabilinu 1969-1973.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.