Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 12

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 12
96 LÆKNABLAÐIÐ TABLE I Recurrence and distribution as to parity, pointing out that nulliparous and para I women together are more than half of the total. Recurrence (endurtekning). Nullipara 10 Para I 6 Para II 9 Para III 2 Para IV 3 Para V 1 Total 31 cases or 13,19%. TABLE II Operative treatment showing salpingec- tomy by far the most common treatment. Appendectomies have been practised in almost one third without unfavorable results. Salpingectomia et resectio tubae 197 Salpingo-oophorectomia 29 Salpingectomia bilateralis 6 Salpingotomia et evacuatio tubae 4 Resectio et anastomosis “end to end” 3 Hysterectomia (supra-vaginal) 1 Oophorectomia 1 Appendectomia 77 Langoftast er gerð salpingectomia eða resectio tubae, og er það ekki greint hér að þessu sinni. Alls var þessi aðgerð gerð í 197 tilfellum, salpingo-oophorectomia 29 sinnum, bilateral salpingectomia 6 sinnum. Flestir læknar mæla eindregið gegn því að gera nokkuð meira en brýn þörf er á og segja, að kviður, sem fullur hefur verið af blóði, sé ákjósanlegur staður fyrir sýkia- gróður. Appendectomiur líta því flestir illu auga og gera þær ekki nema í fáum til- fellum, upp í 4-5%. Sumir segjast hafa gert það í nokkrum tilfellum og síðar hætt því alveg. Hjá okkur eru gerðar 77 appendectomiur eða í vel yfir 30% tilfella. Með þessum mörgu appendectomium getum við hér á landi alveg sýnt fram á hið gagnstæða við það, sem aðrir halda fram. Rostoperativar komplicationir eru mjög fáar, yfirleitt hef- ur langflestum heilsazt mjög vel eftir að- gerð. Getið er um tvær komplicationir í lung- um, önnur væg atelectasis, hin líklega embolia (fékk anticoagulation), en jafn- aði sig vel. Þessi sjúklingur hafði fengið 4000 ml. af blóði. Tvívegis er getið um vægan subileus, sem lagaðist fljótt í bæði skiptin, án róttækra aðgerða. Tvívegis er getið um, að efri lög kviðarholssársins opn- uðust, svo að lokun var nauðsynleg, en í hvorugt skiptið var um evisceration að ræða. Verður þetta að kallast góð útkoma, og verða ,,en passant" appendectomiur alls ekki dæmdar „óréttlætanleg áhætta“, nema síður sé. Blóðgjafir hafa verið töluvert mikið not- aðar á þessu.m árum. Nokkuð nákvæm vitneskja er tiltæk í 193 tilfellanna. Var þetta flokkað niður eftir því magni, sem hver sjúklingur fékk, og kemur í ljós, að blóð var gefið í 102 tilfellum eða vel yfir helmingi þeirra allra. 500 cc 1000 „ 1500 „ 2000 „ 2500 „ 3000 „ 4000 „ var gefið 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 33 sinnum 40 — 14 — 9 — 4 — 1 — 1 — Bent skal á, að 500 cc. er gefið 33 sjúkl- ingum, og mundu margir vafalaust vilja ræða það nánar. GREINING Af þessum 243 tilfellum var gerð abrasio mucosae uteri 49 sinnum, mjög oft vegna óreglulegra blæðinga og vegna gruns um abortus incompletus, einnig nokkuð oft vegna gruns um utanlegsþykkt. í svöruni meinafræðinga er lýst decidua 16 sinnum, Arias-Stella frumubreytingum 3 sinnum, decidua, sem líkist abort (decidua in- flammata) 4 sinnum. í öllum hinum til- fellunum er lýst eðlilegri legbolsslímhúð, ýmist á vaxtarskeiði eða í secretion, einnig nokkrum sinnum með nokkurri íferð leucocyta og kallað vægur endometritis. Sjaldan var um það að ræða, að aðgerð væri gerð vegna niðurstöðu endometrium skoðunarinnar. Ef notfæra á þéssa skoðun við greiningu, verður að koma til mjög náin og góð samvinna meinafræðinga og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.