Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 36

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 36
116 LÆKNABLAÐIÐ National Hospital for Nervous Diseases í Queen Square í Lundúnum áhrif L-Dopa og Amantidins á Parkinsonsveiki. 24 sjúklingar voru sérstaklega valdir í þessa athugun og hafði hún margþætt markmið. Mun ég greina frá öllum okkar niður- stöðum, en hinar helztu mega teljast eftir- farandi: Litlu breytir um árangur meðferðar, þolað lyfjamagn og tíðni complicatíona hvort heldur lyfin eru gefin hratt eða hægt og hvort heldur er í stórum skömmt- um eða smáum. Eldra fólk þolir minna magn af L-Dopa en yngra fólkið og æski- legur árangur af meðferð næst því mun sjaldnar hjá nefndum fyrri hóp en þeim seinni. Oft má bæta þennan árangur hjá eldra fólkinu með því að bæta Amantidine við L-Dopa. L-Dopa virtist næsta engan árangur gefa við arteriosclerotískan Park- insonismus. Bati af L-Dopa verður mestur á fyrstu 3 mánuðum meðferðarinnar, en fullreynt er lyfið ekki fyrr en eftir eitt ár. Lyfið verkaði bezt á bradikinesiu og rigiditet, en minnst á tremor og yfirleitt aðeins i mjög stórum skömmtum. Helztu compli- cationir reyndust gastrointestinal óþæg- indi, postural hypotension, ósjálfráðar hreyfingar, hjartsláttaróregla, svefnleysi og mental truflanir. Engar biochemiskar truflanir komu fram nema hækkun á alkaliskum phosphatasa hjá tveimur sjúki- ingum. Lyfið Tetrabenazine verkaði vel á ósjálfráðar hreyfingar án þess að draga úr therapeutiskum árangri L-Dopa. Við long-term meðferð gætir depression- ar hjá mörgum eldri sjúklinganna og sjúk- dómurinn vinnur á hjá þeim sjúklingum, sem minnst magn þola af L-Dopa. Amantidine eykur ekki bata hjá sjúkl- ingum, er þola fullan therapeutiskan skammt af L-Dopa og með Amantidine einu sér næst ekki sami árangur og við L-Dopa. Lyfið er hins vegar complications- lítið og getur gagnað vel hiá þeim, er ekki þola L-Dopa eða nægjanlegan skammt af því. Aspargilosis HrafnkeU Helgason yfirlœknir Sveppur, sem finnst um alla jörðina og eru til af honum nokkrar tegundir, finnst sem saprophyte hjá mönnum, en getur einnig valdið allergiskum asthma, allerg- iskum aspargilosis, aspargiloma, vaxið invasivt og valdið extrinsic alveolitis. Lýst er kliniskum einkennum þessara sjúkdóma og sýnd eru tilfelli af aspargil- oma og allergiskum aspargilosis. B-lipoprotein, kolesterol og þríglyseríð i venublóði íslenzkra karla á aldrinum 34-61 árs Nikulás Sigfússon, Davíö DavíÖsson, Ölafur Öl- afsson, Ottó J. Björnsson og Þorsteinn Þor- steinsson, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Reykjavík Síðan 1967 hefur farið fram á Rann- sóknarstöð Hjartaverndar kerfisbundin hóprannsókn á fólki á Reykjavíkursvæð- inu. Skýrt verður frá niðurstöðum mælinga á B-lipoprotein, total kolesteroli og þrí- glyseríðum hjá 2.203 körlum, sem rann- sakaðir voru í fyrsta áfanga (1967-’68) þessarar hóprannsóknar. Þátttaka var 75%. B-lipoprotein var mælt með Hyland Beta-L-Test, total kolesterol með afbrigði af aðferð Levine og Zak’s og þríglyserið með aðferð Kessler og Lederer, bæði hin síðarnefndu efnin á Technicon Auto- Analyzer. Meðalgildi og staðalfrávik þessara þriggja blóðfitutegunda voru eftirfarandi: B-lipoprotein: 2.2-0.6 mm immunocrit Total kolesterol: 254-44 mg/100 ml Þríglyseríð: 96-50 mg/100 ml Meðalgildi kolesterols og þríglyseríoa fara hækkandi með aldri að um það bil fimmtugsaldri, en lækka síðan nokkuð. Meðalgildi B-lipoproteins er að mestu óháð aldri. Aldursbundnir fylgnistuðlar eru lágir og lækka með hækkandi aldri. Duodenoscopia — 100 tilfelli rædd Haukur Jónasson (Ágrip vantar) Æðarannsóknir við greiningu meltingar- færasjúkdóma Ásmundur Brekkan yfirlœknir Fyrirlestur þessi var felldur niður að ósk höfundar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.