Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 16

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 16
100 LÆKNABLAÐIÐ Echogram frá heilbrigðri mitralloku. Hreyfing upp á við táknar opnun lokunnar, hreyf- ing niður á við, lokun. Með samanburði við hljóðritið efst sést, að lokan opnast eftir að samdrætti slegla lýkur og aortalokan lokast. Mitrallokan lokast til hálfs í miðri díastólu. Þegar forhólfin dragast saman, opnast lokan aftur, en lokast að fullu, eftir að samdráttur slegla hefst. Ein hin merkasta þeirra er echocardiografi (ultrasoundcardiography, UCG). Lögmál þau, sem liggja til grundvallar echografi, eru fremur einföld (mynd 1). Úthljóð (ultrasound) myndast, þegar raf- straumi er þeint inn í útsendarahljóðnema (transducer) t. d. með krystölluðu barium titanati. Hljóðbylgjunum er síðan beint að því líffæri, sem rannsaka skal. Endurkast- ast þær til hljóðnemans af hverju því yfir- borði (interface), sem fyrir verður. Hljóð- neminn breytir hljóðbylgjunum aftur í raístraum, sem leiddur er til magnara og rafsjár. Líffæri eða yfirborð, nálæg hljóð- nemanum valda útslagi fyrr en þau, sem fjær eru. Þennan tímamun er unnt að sýna á rafsjánni sem mismunandi fjar- lægð útslaga eftir láréttum ási. Þessi út- slög sýnast stöðug, því að tíðni rafpúls- anna er 1000/sek. Útslögin má einnig sýna sem ljóspunkta, sem hreyfast eftir lóðrétt- um ási. Ef hjartaloka eða önnur líffæri á hreyfingu eru rannsökuð, er unnt að mynda útslögin með Polaroid myndavél og fá þannig vitneskju um, hve miki1 hreyfingin er og stefnu hennar. Að sjálí- sögðu má einnig hæglega tengja echo- grafinn öðrum fýsiologiskum mælitækj- um og sýna útslög hans samtímis hjarta- rafriti, þrýstingsferlum o. s. frv. Echografi er gagnleg við greiningu ým- issa hjartasjúkdóma. Þessir eru helztir: 1) Lokugallar, einkum sjúkdómar í v. mitralis og aortae. 2) Sjúkdómar í hjartavöðva, einkum cardiomyopathia hypertrophica obstruc- tiva. 3) Aneurysma cordis. 4) Æxli í hjarta. 5) Vökvi í gollurshúsi. Auk þess hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós, að unnt er að beita echografi til að meta rúmmál vinstra slegils.9 18 Vitneskja um rúmmál og veggþykkt slegilsins er nauðsynleg til að unnt sé að meta ástand og samdráttarhæfni hjartavöðvans. (Mynd 3). SJÚKDÓMAR í VALVULAE MITRALIS OG AORTAE Echocardiografi er nokkuð ný grein. Ekki eru nema 18 ár síðan Edler og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.