Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 31

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 111 að koma til þessa þinghalds, hitta fulltrúa þeirra þjóða, sem meiri reynslu hafa, og afla sér upplýsinga, sem þeim koma að gagni í heimalöndum sínum. Til þess að geta íekið fullan þátt í starfi þings eins og Alþjóðaheilbrigðismálaþings- ins er algjört lágmark, að tveir fultrúar séu þar samtímio, því að jafnaði starfa þær tvæi nefndir, sem fyrr voru greindar, á sama tíma og ekkert mó út af bregða, er til atkvæða- greiðslu kemur í Allsherjarþingi, ef aðeins cinn fulltrúi er á ráðstefnunni. Hjá flesium þjóðum eru alþjóðasamskipti í heilbrigðismálum orðin svo stór þáttur i starfi heilbrigðisráðuneyta, að sérstakir full- trúar fara með þau mál í góðri samvinnu við utanríkisráðuneyti viðkomandi landa. 2. Vistunarrýmisþörf heilbrigðisstofnana Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út 3. rit sitt á þesu ári og nefnisí það Vistunarrýmis þörf heilbrigðisstofnana. Ritið er tekið sam- an af Dr. Kjartani Jóhannssyni verkfræðingi í samráði við Pál Sigurðsson ráðuneytis- otjóra og er þar um að ræða í raun upphaf að gerð áætlunar um byggingar sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana eins og lög um heil- brigðisþjónustu, er taka gildi 1. janúar n.k., gera ráð fyrir. Þessari skýrslu verða gerð nánari skil í þessum þætti síðar, en aðal- niðurstaða hennar er sú, að þegar litið er á landið í heild, sé til nægilega mikið vist- unarrými á þeim sjúkrahúsum, sem fást við bráða líkamlega sjúkdóma og á almennum hjúkrunarheimilum, en á hinn bóginn sé mikill skortur á rými á bráðum geðsjúkra- húsum og geðhjúkrunarheimilum. Auk þess kemur í Ijós, að rými vantar á sérstökum stofnunum fyrir drykkjumenn og aðra geð- sjúklinga, oem sérstakrar gæzlu þurfa. Athugunin leiðir einnig í Ijós, að mjög skortir á vistunarrými á dvalarheimilum fyr- ir aldraða og er niðurstaða skýrslunnar í heild þannig, að um 200 vistunarrými vanti fyrir geðsjúka, þ. e. bráða geðsjúkdóma, 140 á goðhjúkrunarheimilum, 140 á sérstökum stofnunum fyrir geðveika og drykkjumenn og um 230 á dvalarheimilum fyrir aldraða. í fljótu bragði gæti virzt, að sú niður- staða, að hjúkrunarrými virðist nægilegt, stangist á við þá augljósu reynslu, sem er hér í borginni nú, en þegar betur er að gáð, er ekki svo. Þegar vistunarrými af einu tagi vantar, verður meira álag á aðrar tegundir og þannig hefur orðið hér. Vegna skorts á dvalarheimilum fyrir aldr aða, hefur þrýstingurinn inn á hjúkrunar- heimilin fyrir aldraða orðið mun meiri og þar hefur vafalaust verið lagt inn fólk, sem hefði getað dvalizt á sérstökum dvalarheim- ilum fyrir aldraða. Þessa þrýstings gætir ovo allt upp í sjúkrahúsin fyrir bráða sjúk- dóma. Á sama hátt hefur skortur á vistunar- rými fyrir geðhjúkrunarsjúklinga haft sams konar áhrif f þessu efni, bæði inn á almennu hjúkrunarheimilin og inn á geðspítalana. Mjög mikið af því vistunrrými, sem talið er fyrir hjúkrunarsjúklinga í þessari skýrslu, er upphaflega byggt sem dvalarheimilisrými fyrir aldraða og fullnægir tæplega þeim kröfum, sem í dag þarf að gera til hjúkrunar- heimila. Lausnin er því ekki sú, þrátt fyrir niður- otöður skýrslunnar, að snúa sér eingöngu að því að byggja vistunarheimili fyrir aldr- aða, heldur að byggja hjúkrunarheimili, sem uppfylla þær kröfur, sem við gerum til slíkra heimila í dag, létta þannig á sjúkrahúsunum fyrir bráða sjúkdóma og jafnframt að geta tæmt út af dvalarheimilum fyrir aldraða þá hjúkrunarsjúklinga, sem þar eru, svo að þessi dvalarheimili geti innt af hendi það hlut- verk, sem þau upphaflega voru byggð til að sinna. Ráðuneytið mun senda þessa skýrslu til kynningar til samtaka lækna og annarra heil- brigðisstétta, til yfirlækna og héraðslækna og fjölmargra annarra aðila, sem telja verð- ur að áhuga hafi á þessum málum. Auk þess er ritið til sölu í ráðuneytinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.