Læknablaðið - 01.04.1974, Page 24
72
LÆKNABLAÐI&
þessari, að margt skortir, sem nauðsynlegt
verður að teljast, til að þjónustan verði
viðunandi. Þannig er tækjakostur í flest-
um tilvikum ófullkominn og því ekki unnt
að gera jafnvel smæstu aðgerðir eða frum-
stæðustu rannsóknir. Enda þótt tækjabún-
aður væri betri og önnur aðstaða fyrir
hendi til minni háttar rannsókna, skortir
lækninn gjörsamlega tíma til að fram-
kvæma þær einn síns líðs. Afleiðingin
verður sú, að fleiri sjúklingum er vísað
til sérfræðinga en ella væri þörf.
En hvað er þá til úrbóta á þessu sviði?
Ýmislegt hefur verið ritað og rætt um þau
mál á undanförnum árum, en framkvæmd-
ir verið litlar enn sem komið er.
Nokkrar staðreyndir liggja þó að vissu
leyti ljóst fyrir. Heimilisiæknar geta unn-
ið nokkrir saman, þrír eða jafnvel fleiri,
í sérstaklega hönnuðu húsnæði vel búnu
tækjum. Til aðstoðar þyrftu þeir að hafa
vel þjálfað fólk, svo sem hjúkrunarfólk,
meinatækna, félagsráðgjafa og ritara. Þá
má telja æskilegt, að læknanemar kynnt-
ust strax á námsárum sínum starfsemi
skipulagðrar heimilislæknisþjónustu. Gæti
það vafalaust orðið þeim til einhvers
gagns og glætt áhuga þeirra á þessu sviði
læknisfræðinnar.
Eðlilegt væri að slíkar læknamiðstöðvar
væru staðsettar skipulega og svæðisbund-
ið, þannig að þægilegt væri fyrir fólk að
ná fundi læknis. Læknar slíkra stöðva
gætu og tekið að sér ýmis önnur læknis-
störf síns svæðis, t. d. skólalækningar,
ónæmisaðgerðir o. fl.
SAMANTEKT
Á því tímabili, sem könnunin stóð,
sinntu 9 læknar 3.744 einstaklingum á
stofum sínum, þar af voru 2.229 konur, en
karlar 1.515. Þar við bættust 285 vitjanir
og 500 símaviðtöl sjúkiinga eða aðstand-
enda þeirra.
Af þessum hópi var 61 sjúklingur vist-
aður á sjúkrahúsi, 24 karlar og 37 konur.
Allmiklu fleiri konur en karlar leita
læknis, eða 60% konur og 40% karlar.
Sama hlutfall virðist haldast með tilliti
til sjúkravitjana. Um 40% vitjana voru
til fólks 67 ára og eldra.
Af hverjum 1.000 samtölum sjúklings
og læknis leiddi 187,5 rannsóknir. Sam-
bærilegar tölur frá Lofoten í Noregi, voru
127,4 rannsóknir af 1.000 viðtölum læknis
og sjúklings cg 60,5 af 1.000 samtölum í
Sönderborg í Danmörku.1
Af rannsóknum ber mest á blóðstatus
og röntgenrannsóknum. Á könnunartíma-
bilinu voru 757 einstaklingar sendir í rann-
sóknir, 285 karlar og 499 konur (34%
karlar og 66% konur).
Tilvísanir á sérfræðinga voru alls 694
á könnunartímabilinu. Þar er hlutfallið
milli kynja enn mjög svipað eða 60% kon-
ur og 40% karlar.
Af öllum þeim sjúklingum, sem lækn-
arnir fengu til meðferðar, var 18,5% vísað
til sérfræðinga. í því sambandi má geta
þess, að í könnun, sem þrír læknar gerðu
í Hvammstangahéraði árið 1969, kemur
fram, að 10% þeirra, sem sinnt var, var
vísað til sérfræðinga.2
Sá læknir, sem hefur hæsta tíðni heim-
sókna á stofu, fær hvern samlagsmann að
meðaltali 6 sinnum á ári í heimsókn (2.4%
á vinnudag). Fyrir þann, sem hefur lægsta
tíðni, eru samsvarandi tölur 0.75 og 0.3%.
Meðaltalið verður að allir sjúkrasam-
lagsmeðlimir 9 lækna komi á stofu þeirra
2.38 sinnum á ári, eða tæplega 1% á dag.
Hvað viðkemur húsnæði, starfsaðstöðu
og vinnuálagi þeirra lækna, er þátt tóku
í þessari könnun, verður látið nægja að
vísa til þess, er hér er skráð að framan.
HEIMILDIR
1. Bent Guttorm Bentsen. Arbeidet i almen
Praksis. T. Norske Legeforen. 85:1403-1408.
1965.
2. Helgi Þ. Valdimarsson, Jón G. Stefánsson og
Guðrún Agnarsdóttir. Læknisstörf í héraði.
LæknablaÖið 55:15-35. 1969.
3. Rolf Hanoa og Björn Straume. Privat prak-
tiserende leger i Oslo 1970 (bls. 37). Útg.:
Pax Forlag A/S, Oslo.
ÞAKKIR
Ég vil þakka starfsbræðrum minum fyrir að
hafa safnað gögnum til þessarar könnunar.
Sérstakar þakkir vil ég færa hjónunum frú
Kristínu Jónsdóttur og Helga Sigvaldasyni fyr-
ir ómetanlega hjálp við úrvinnslu gagna.