Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 30
78 LÆKNABLAÐiÐ 60. ÁRG. — MARS-APRÍL 1974 UMRÆÐUR UM HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTUNA Eins og vera ber eru alltaf einhverjir að- ilar innan læknastéttarinnar og utan, sem láta heilbrigðismál til sín taka á opinberum vettvangi. Læknafélag íslands er einn af þessum aðilum. Félagið hefur túlkað sjón- armið sín á aðalfundum, einnig á formanna- ráðstefnum og í Læknablaðinu. Einnig á stundum, þegar slík mál hafa verið rædd á fundum í Læknafélagi Reykjavíkur. Ætla mætti því, að stefna Læknafélags íslands í helstu atriðum, sem varða heilbrigðismál, væri læknum kunn. Hins vegar er ekki við því að búast, að allir læknar innan félags- ins séu sammála. Heilbrigðismál má oft leysa eftir ýmsum leiðum og sýnist þá sitt hverjum, hvaða stefnu skal taka. í síðasta tölublaði Læknablaðsins birtist grein rituð af Félagi íslenskra Lækna í Bretlandi undir fyrirsögninni „Umræður um sjúkrahúsmál", þar sem vikið er að stefnu Læknafélags ís- lands, einkum er varðar göngudeildarþjón- ustu. í grein þessari er gefið í skyn að göngudeildarþjónustu við sjúkrahúsin í Reykjavík sé mjög ábótavant og þar sé um að kenna fyrst og fremst stefnu Læknafé- lags íslands og einstökum læknum og er í því sambandi vísað til skrifa Páls Sigurðs- sonar ráðuneytisstjóra í Morgunblaðinu 13. mars sl. Einnig er því haldið fram af grein- arhöfundum, að aukin og endurbætt göngu- deildarþjónusta mundi leysa mikinn vanda i heilbrigðisþjónustunni að því er virðist fyrst og fremst með þeim hætti, að heim- ilislæknar gætu frekar vísað sjúklingum sín- um á göngudeildir en til sérfræðinga, sem vinna á lækningastofum utan sjúkrahúsa, og einnig, að sérfræðingar, sem vinna utan sjúkrahúsa, gætu vísað sjúklingum á göngu- deildir, þar sem betri aðstaða væri til rann- sókna og lækninga. Nú er skemmst frá því að segja, að L.í. hefur verið Ijós þörfin á að efla göngu- deildarþjónustu við sjúkrahúsin í Reykjavík. Petta sjónarmið kom meðal annars skýrt fram í skýrslu formanns L.í. á aðalfundi 1973, sem birtist í Læknablaðinu 11.-12. tölublaði 1973. Er þar skýrt tekið fram, að samtímis uppbyggingu heilsugæslustöðva þurfi að efla göngudeildir við sjúkrahúsin og nauðsynlegt sé, að komið verði á stofn lækningastöðvum eða klinikum fyrir ein- staka sjúkdómsflokka svo sem gláku, syk- ursýki, háþrýsting og ef til vill fleiri sjúk- dóma. Par til vel útbúnar heilsugæslustöðv- ar rísi, muni vera heppilegast, að slíkar lækningastöðvar verði á göngudeildum sjúkrahúsanna eða á annan hátt í nánum tengslum við sjúkrahúsin. Benda má á, að ýmsir þeir læknar, sem hafa verið í stjórn Læknafélags íslands á undanförnum árum, hafa tekið þátt í uppbyggingu göngudeilda við sjúkrahúsin í Reykjavík ásamt starfs- félögum sínum. Meiriháttar göngudeildar- þjónusta við íslensk sjúkrahús er tiltölulega nýtilkomin, vafalaust fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að byggingartími íslenskra sjúkrahúsa hefur verið óeðlilega langur. Meðal annars tók 20 ár að byggja viðbygg- ingu þá við Landspítalann þar sem göngu- deildarstarfsemin fer nú fram. Pessi langi byggingartími hefur hamlað allri þjónustu sjúkrahúsa, þar á meðal göngudeildarþjón- ustu, sem stundum hefur orðið að víkja fyrir nýjum verkefnum, sem ekki var séð fyrir að þyrfti að koma inn í sjúkrahúsin. Prátt fyrir þessa erfiðleika hefur til dæmis göngudeild Landspítalans sl. 4 ár tekið að meðaltali á móti 11437 sjúklingum á ári. ísótóparannsóknarstofurnar hafa auk þess afgreitt á annað þúsund ambulant sjúklinga á ári. í þessari göngudeildarstarfsemi eru ekki meðtaldir sjúklingar, sem skoðaðir hafa verið á fæðingardeild Landspítalans eða á röntgendeild Landspítalans, en þeir skipta þúsundum. Stofnuð hefur verið syk- ursýkisklinik og er það í samræmi við yfir- lýsta stefnu Læknafélags íslands eins og áður er getið um. Á síðasta aðalfundi L.í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.