Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 40

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 40
80 LÆKNABLAÐIÐ göngudeildar Landspítalans frá því að hún var stofnuð. Það er því ástæðulaust að gera lítið úr störfum eða niðurstöðum nefndar- innar. Það skal tekið fram, að L.í. er í meg- inatriðum sammála niðurstöðum nefndar- innar í göngudeildarmálum og sér í lagi þeirri niðurstöðu að stefna beri að því, að sem mest af heilbrigðisvandamálum fólks- ins verði leyst utan sjúkrahúsa og utan göngudeilda svo lengi sem hægt er að sýna fram á, að sú þjónusta sé ekki lakari en á sjúkrahúsum og göngudeildum þeirra. Uppbygging heimilislæknaþjónustunnar eins og gert er ráð fyrir í nýju heilbrigðislög- unum mundi létta álagi af sjúkrahúsunum og leysa af hólmi eitthvað af þeirri starf- semi, sem annars fer fram á göngudeild- um sjúkrahúsanna. Því ber að hraða sem mest byggingu heilsugæslustöðva og iæknamiðstöðva í þéttbýlinu ekki síður en í dreifbýlinu. Heppilegt gæti reynst, að sér- fræðingar í hinum ýmsu greinum störfuðu með heimilislæknum eftir þörfum á heilsu- gæslustöðvunum eins og þegar er vísir að úti á landsbyggðinni og hefur reynst vel. Það er afar áríðandi, að hraðað verði upp- byggingu heilsugæslustöðvanna í þessu skyni, enda er það vísasti vegurinn tii að ungir læknar leggi heimilislæknisstarfið fyrir sig, því að ekki er lengur hægt að búast við að læknar uni því að búa við lé- lega starfsaðstöðu og einangrun í starfi. S.P.S.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.