Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 44

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 44
84 LÆKNABLAÐIÐ Matthías Kjeld* MÆLINGAR MEÐ GEISLATÓPUM OG ÓNÆMISEFNUM RADIOIMMUNOASSAY (RIA) INNGANGUR Grein þessi er skrifuð til þess að kynna fyrir lesendum Læknablaðsins nýjar mæl- ingaaðferðir, sem eru að gerbylta rann- sóknum í lífefnafræði og þar með læknis- fræði þeirri, sem á henni hvílir. RIA (íslenzks heitis ekki freistað) er í stuttu máli aðferð, sem notar geislatópa (radioactive isotopes) og mótefni til mælingar ,,lífrænna“ efna. RIA er úr flokki mælingaraðferða, sem kalla mætti mettunar- eða ruðningsaðferðir (saturation- or displacement-methods). Svokallaðar „competitive protein binding assays (CPBA)“ úr sama flokki nota til- tölulega sérhæf prótín í stað mótefnisins, t. d. thyroxín bindingu glóbúlíns til þess að mæla thyroxín, intrinsic factor til að mæla Bj 2 o. s, frv. Vegna sérhæfis mótefnanna, sem notuð eru í RIA, er hún kjöraðferð dagsins. Tímafrekar aðskilnaðar- og hreinsunaraðferðir eru oftast ónauðsynleg- ar eða þá ekki eins viðamiklar og fyrir CPBA, og menn eru óðum að hverfa að RIA þar, sem því verður við komið. Mettunar- eða ruðningsaðferðir byggja á því, að efni það, sem mælt er, og sama efni geislamerkt, eru sett í eina upplausn með mótefni gegn efninu. Merkta efnið keppir nú við það ómerkta um viðtök (binding sites) mótefnisins, eða þau ryðja hvort öðru burt, eftir því hvernig á það er litið. Lesendur eru beðnir að gaumgæfa 1. mynd, en henni er ætlað að sýna þetta með tilliti til RIA og spara mörg orð í texta. RIA er tiltölulega fljótleg og ódýr. Eldri aðferðir, eins og t. d. kvikmælingar (bio- *Department of Chemical Pathology, Royal Postgraduate Medical School, Hammersmith Hospital, London W 12. assays) prótínhormón og svokallaðar „dou- ble isotope derivative methods“ eða „gas liquid chromatography“ til mælingar stera, standast engan samanburð. RIA mælir efn- in yfirleitt í píkógrömmum (10-]2 grömm), en það er magn margra hormóna í skikkan- legum sýnum (1-2 ml) lífrænna vökva. RIA hefur þannig fram til þessa haft mest áhrif í læknisfræði innkirtlasjúkdóma, en önnur svið læknisfræðinnar eru óðum að taka hana í sína þjónustu. Læknisfræðin er auðvitað ekki ein um að nota sér þessa öflugu rannsóknaraðferð, réttarrannsókn- arstofur mæla LSD og skordýrafræðingar mæla hamskiptahormóna með RIA. í stuttri grein, eins og þessari, verða þessari aðferð ekki gerð nein viðhlítandi skil. Hér á eftir verður farið dulítið með- fram tæknilegum atriðum og loks getið um helztu og áhugaverðustu mælingarnar frá læknisfræðilegu sjónarmiði, sem kom- ið hafa fram til þessa. Þeim, sem kynni að hungra í meira að lestri loknum, er bent á yfirlitsgreinar og helztu heimildar- rit, sem skráð eru aftan við þessa grein. í þeim er að finna mikinn fróðleik og ítarlegan og mörg atriði tekin þar til með- ferðar, sem hér er sleppt. Það er von greinarhöfundar, að það, sem hér er kynnt, megi efla áhuga lesenda á rannsóknum í læknisfræði og vaxandi þýð- Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar í grein þessari: RIA=radioimmunoassay; CPBA = competitive protein binding assay; LH = luteinizing hormone; HCG=human chorionic gonadotrophin; FSH = follicle stimulating hor- mone; TSH=thyroid stimulating hormone; HGH = human growth hormone; ACTH= adrenocorticotrophic hormone; PTH = para- thyroid hormne; T4 = thyroxine. Tg=trijodo- thyronine; DOC = deoxycorticosterone; LSD = lysergic acid diethylamide.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.