Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 44
84 LÆKNABLAÐIÐ Matthías Kjeld* MÆLINGAR MEÐ GEISLATÓPUM OG ÓNÆMISEFNUM RADIOIMMUNOASSAY (RIA) INNGANGUR Grein þessi er skrifuð til þess að kynna fyrir lesendum Læknablaðsins nýjar mæl- ingaaðferðir, sem eru að gerbylta rann- sóknum í lífefnafræði og þar með læknis- fræði þeirri, sem á henni hvílir. RIA (íslenzks heitis ekki freistað) er í stuttu máli aðferð, sem notar geislatópa (radioactive isotopes) og mótefni til mælingar ,,lífrænna“ efna. RIA er úr flokki mælingaraðferða, sem kalla mætti mettunar- eða ruðningsaðferðir (saturation- or displacement-methods). Svokallaðar „competitive protein binding assays (CPBA)“ úr sama flokki nota til- tölulega sérhæf prótín í stað mótefnisins, t. d. thyroxín bindingu glóbúlíns til þess að mæla thyroxín, intrinsic factor til að mæla Bj 2 o. s, frv. Vegna sérhæfis mótefnanna, sem notuð eru í RIA, er hún kjöraðferð dagsins. Tímafrekar aðskilnaðar- og hreinsunaraðferðir eru oftast ónauðsynleg- ar eða þá ekki eins viðamiklar og fyrir CPBA, og menn eru óðum að hverfa að RIA þar, sem því verður við komið. Mettunar- eða ruðningsaðferðir byggja á því, að efni það, sem mælt er, og sama efni geislamerkt, eru sett í eina upplausn með mótefni gegn efninu. Merkta efnið keppir nú við það ómerkta um viðtök (binding sites) mótefnisins, eða þau ryðja hvort öðru burt, eftir því hvernig á það er litið. Lesendur eru beðnir að gaumgæfa 1. mynd, en henni er ætlað að sýna þetta með tilliti til RIA og spara mörg orð í texta. RIA er tiltölulega fljótleg og ódýr. Eldri aðferðir, eins og t. d. kvikmælingar (bio- *Department of Chemical Pathology, Royal Postgraduate Medical School, Hammersmith Hospital, London W 12. assays) prótínhormón og svokallaðar „dou- ble isotope derivative methods“ eða „gas liquid chromatography“ til mælingar stera, standast engan samanburð. RIA mælir efn- in yfirleitt í píkógrömmum (10-]2 grömm), en það er magn margra hormóna í skikkan- legum sýnum (1-2 ml) lífrænna vökva. RIA hefur þannig fram til þessa haft mest áhrif í læknisfræði innkirtlasjúkdóma, en önnur svið læknisfræðinnar eru óðum að taka hana í sína þjónustu. Læknisfræðin er auðvitað ekki ein um að nota sér þessa öflugu rannsóknaraðferð, réttarrannsókn- arstofur mæla LSD og skordýrafræðingar mæla hamskiptahormóna með RIA. í stuttri grein, eins og þessari, verða þessari aðferð ekki gerð nein viðhlítandi skil. Hér á eftir verður farið dulítið með- fram tæknilegum atriðum og loks getið um helztu og áhugaverðustu mælingarnar frá læknisfræðilegu sjónarmiði, sem kom- ið hafa fram til þessa. Þeim, sem kynni að hungra í meira að lestri loknum, er bent á yfirlitsgreinar og helztu heimildar- rit, sem skráð eru aftan við þessa grein. í þeim er að finna mikinn fróðleik og ítarlegan og mörg atriði tekin þar til með- ferðar, sem hér er sleppt. Það er von greinarhöfundar, að það, sem hér er kynnt, megi efla áhuga lesenda á rannsóknum í læknisfræði og vaxandi þýð- Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar í grein þessari: RIA=radioimmunoassay; CPBA = competitive protein binding assay; LH = luteinizing hormone; HCG=human chorionic gonadotrophin; FSH = follicle stimulating hor- mone; TSH=thyroid stimulating hormone; HGH = human growth hormone; ACTH= adrenocorticotrophic hormone; PTH = para- thyroid hormne; T4 = thyroxine. Tg=trijodo- thyronine; DOC = deoxycorticosterone; LSD = lysergic acid diethylamide.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.