Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1974, Qupperneq 53

Læknablaðið - 01.04.1974, Qupperneq 53
’LÆKNABLAÐIÐ 89 að mæla ónæmisfræðilega eiginleika efnis, frekar en lífefna- eða lífeðlisfræðilega (sjá síðar), er nauðsynlegt að vera á verði gegn minnstu breytingum í mælingarkerf- inu. Það er einnig augljóst af hinu örsmáa magni, sem mælt er, að ekki þarf mikið til að menga lausnir eða tilraunaglös. Það er því mikilvægt að hafa viðmiðunarsýni með í hverri mælingarlotu (batch of measurements). Mælingar með RIA eru oftast gerðar í tvöföldu eða þreföldu. Sér- Iiver rannsóknarstofa verður sjálf að kanna nákvæmni aðferðar sinnar. Markvísi má kanna með því að mæla sama sýnið 10-20 sinnum í sömu mælingar- lotu og einnig 10-20 mismunandi mælingar- lotum og reikna út staðalfrávik. Yfirleitt er stuðuldreif markvisinnar (coefficient of variation of the precision, staðalfrávik/ meðalgildi x 100) í RIA aðferðum 5-10% innan lotu og 10-20% milli lota. UM NOTKUN RIA. HELZTU KOSTIR OG ANNMARKAR Um kosti RIA er óþarft að fjölyrða. Lág greiningarmörk, hraði og afkastageta valda því, að aðferðin er notuð við mæl- ingu sífellt fleiri efna. Afleiðing þessa er svo aftur sú, að fleiri og fleiri rannsóknar- stofur afla sér tækja, þótt dýr séu, til þess að geta notað RIA. Auðvitað má nota þessi tæki til ýmissa annarra hluta og eru þau sjálfsagðir hlutir á flestum rannsóknar- stofum frumrannsókna (research). Því algengari sem RIA verður, því auð- veldara er að fá keypt efni til einstakra mælinga. Mótefni hafa verið mjög dýr, en búast má við að verðið lækki. Allmörg fyrirtæki selja nú svokölluð ,,kit“, en í þeim eru öll þau gögn, sem þarf til mæl- ingar ákveðins efnis í nokkur skipti. Kit þessi eru að sjálfsögðu rándýr, en eiga rétt á sér í vissum tilvikum, t. d. þegar mælingar efnis eru sjaldgæfar og ekki borgar sig að halda úti mælingaraðferð. Einhvers konar samvinna milli rann- sóknarstofa um mótefni og jafnvel geisla- tópa er líkleg í framtíðinni. Nú kynni einhver að halda, að vand- inn sé bara að ná sér í sindurteljara til þess að geta farið að gefa út tölur. Það er auðvitað fyrsta skilyrðið,, að hafa tæki til þess að geta gert hlutina, en ráðlegt er að viðhafa gát áður en tölur ganga út á þrykk. Það má að vissu marki líkja RIA við smásjána, sem gaf mönnum innsýn í og skilning á smæðum. í báðum tilfellum verða menn að vita annmarka aðferðar- innar til þess að fá fram vitrænar upp- lýsingar. Þótt allir prótín- og fjölpeptíða- hormónar, sem þekktir eru og tekist hefur að einangra í ,,hreinu“ ástandi, séu nú mældir með RIA, eru mörg vandamál enn óleyst. Prótín og fjölpeptíðar hafa flókna byggingu og lífræn (biologic) verkun er önnur en ónæmisverkun. Þótt ætla megi, að hvorttveggja sé háð sameindabyggingu á einhvern hátt, er líklegt að svokallaðar starfsgrúpur (functional groups) hafi meira að segja fyrir lífræna verkun hor- móna. Það var t. d. fljótlega ljóst, eftir að byrjað var að mæla LH og HCG með RIA, að nálega 100% yfirverkun (crossreaction) er á milli þeirra gegn mótefnum hvors ann- ars. HCG-mótefni, sem hefur verið auð- fengnara en LH-mótefni, er þannig yfir- leitt notað til þess að mæla LH. En FSH yfirverkar einnig oft talsvert með framan- greindum efnum og einnig getur TSH yfir- verkað, ef mótefni eru lítt sérhæf. Þess- ir fjórir prótínhormónar eru allir glýco- prótín og hafa einhverja sameiginlega af- leidda 3. eða 4. byggingu (tertiary eða quaternary structure), sem gerir ónæmis- verkun þeirra svipaða, þótt lifræn verkun þeirra sé mismunandi. Vitað er, að sumir hormónar hafa fleiri en eitt form, og þá kannske eitt á framleiðslustað, en annað á verkunarstað. í blóði geta þeir komið fyrir í einni eða fleiri myndum. Mismun- andi stórir sameindahlutar stórrar hor- mónasameindar, sem ekki hafa neina líf- ræna verkun, geta einnig haft áhrif á RIA þess hormóns og valdið skekkjum. f mismunandi umhverfi er mögulegt, að hormónarnir hafi tekið einhverjum breyt- ingum. Þannig hefur verið sýnt fram á, að mótefni gegn FSH úr heiladingli og mót- efni gegn FSH úr þvagi gefa mismunandi svör við RIA mælingar. Þegar efni smárra sameinda eru mæld með RIA, eru vandkvæðin önnur og yfir- leitt minni, þegar góð mótefni hafa fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.