Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 54

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 54
90 LÆKNABLAÐIÐ 3. mynd. Hormónabreytingar í sermi í eðlilegum tíðahring. Þrír hormónar eru mældir, LH (RIA), Estradíól (RIA án grómskilnaðar, sjá 2. mynd) og Prógesterón (CPBA). LH- toppurinn og prógesterónhækkun (prógesterón er ekki mælanlegt með þessari aðferði á fyrri helmingi normals tíðahrings) benda til, að egglos hafi átt sér stað. Estradíól- toppurinn er allatf á undan LH-toppinum (varptoppinum?). kallast. Venjulega er um að ræða yfir- verkun skyldra sameinda og, ef algers sér- hæfis er krafist, verður stundum að nota einhvers konar grómskilnaðaraðferðir (chromatography) á undan RIA. Það eru þó sífellt að koma fram klókindalegri að- ferðir við að hengja hnýtla (hapten) á mótefnavaka, sem framkalla sérhæfari mótefni. T. d. voru mótefni gegn estradíóli fyrst framkölluð með því að hengja kol- efnisfrumeind nr. 17 á mótefnavakann, og þurfti þá að grómskilja á undan RIA til þess að geta mælt hreint estradíól. Nú eru notuð mótefni, sem framkölluð voru gegn mótefnavaka, sem kolefnisfrumeind nr. 6 hefur verið hengd á, og er yfirverkun annara estrógena nú minni en 1% (sjá skýringartexta við 3.mynd). Að síðustu er hollt að minnast þess, að ekki eru öll kurl komin til grafar varð- andi RIA. Eitt og annað, sem ennþá hefur ekki mætt á, kann að koma fram í dags- ljósið með tímanum, en greinar hafa verið að birtast um ýmis atriði, sem hafa áhrif á RIA. Geislatópar, sem hafa verið tekn- ir eða gefnir inn á einhvern hátt vegna mælinga eða meðferðar, geta komið í veg fyrir sumar RIA-mælingar, lyf gætu haft sérhæf eða ósérhæf áhrif á mælinguna, plasma mælist oft lægra en serum o. s. frv. Þessi atriði verður að taka til greina þeg- ar niðurstöður eru túlkaðar, og það er stundum snjallt að endurtaka mælinguna. NOKKUR EFNI, SEM ÞEGAR HAFA VERIÐ MÆLD MEÐ RIA Fyrir þá, sem fást ef til vill meira við að borða brauðið en baka, er hér birtur listi fáeinna efna, sem mæld eru með

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.