Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1974, Page 37

Læknablaðið - 01.08.1974, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 127 með sér, að á þeim tveim árum muni um 90% ífarandi krabbameina í leghálsi, í aldursflokkunum 25-59 ára, hafa verið greind í Leitarstöð B. Erfiðlega gengur að fá konur í hinum hærri aldursflokkum til að mæta til skoð- unar. Þannig mættu 79.3-33.9% þeirra, sem fæddar eru á árunum 1926-1940 til skoðunar í 1. sinn, en aðeins 30% þeirra, sem fæddar eru á árunum 1900-1910. Af heildarfjölda þeirra kvenna, sem boðaðar voru, mæittu 24.5% aldrei til skoðunar. I þessum hópi er tíðni ífarandi legháls- krabbameins há og meinið í mörgum til- fellum langt gengið. Ljóst má vera, að tregða þessara kvenna við að mæta til skoðunar, hefur veruleg áhrif á það, að dánartíðni leghálskrabbameinssjúklinga lækkar ekki sem skyldi. Af niðurstöðum og samanburði á vefja- rannsókn og frumurannsókn, sbr. töflu IX, sést, að hátt hlutfall af grunsamleg- um frumubreytingum kemur fram, þegar vefjabreytingar í legopi sýna dysplasia (væga, miðlungs eða mikla). Af alls 413 dysplasia vefjagreiningum hafa 113 eða hart nær 1/4 hluti verið flokkaður í „grunsamlegan B“ flokk (III. flokk) og 13 voru jákvæðar samkvæmt írumu- rannsókn (IV. flokkur). Hæst verður hlutfallið af grunsamlegum B (III. flokk- ur) eða jákvæðum (IV. flokkur), þegar greind hefur verið mikil dysplasia við vefjarannsókn, sbr. töflu IX. En þar kem- ur fram, að af 88 sjúkdómstilfellum með mikla dysplasi hafa 57 verið greind grun- Tafla X framh. Mortality Ratí Total 5 years Number % 24 5 20.8 4 2 1 17 13 | 71,4 45 20 Number of invosive Cancer of the cervix reported to the lcelondic Cancer Registry 1965- 1970 (4 caset missed not included) % of populotion born 1911- 1940 Mynd 2. samleg B (III. flokkur), en 12 greind já- kvæð (flokkur IV), þ. e. með illkynja frumur. í flokka, sem auðkenndir eru í töflum „grunsamlegir“ A og B falla sýni, þar sem koma fram frumubreytingar, sem oft má rekja til bólgubreytinga og hormónaverk- ana (A) og frumubreytingar, sem eru lengra gengnar og valda ákveðnum grun um illkynja breytingar í þekjufrumum (B). Þegar slíkar „grunsamlegar“ A breytingar koma fram við endurteknar skoðanir, og hverfa ekki við meðferð á bólgu- eða hormónatruflun, er regla að fá tekið vefjasýni, frekar en bíða eftir að frumumyndin breytist til hins betra eða verra. Það er einnig regla að fylgjast með þeim konum, sem greindar hafa ver- ið með dysplasia. Ástæða er til að geta þess að mikil breyting hefur orðið á hlutfalli mismun-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.