Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 83

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 153 anna hefur ekki verið tekin nein ákvörð- un um eignaréttinn, enda frekar lítilsvert. Það, sem mestu varðar er, að þau eru þjóðareign í vörzlu ríkisstofnana og með þau farið sem heimildir um sögu þjóðarinn- ar. Sum beinanna eru með áberandi sjúk- legum breytingum og væri eðlilegast að varðveita þau á safni rannsóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar, bæði sem sýningar- gripi og til rannsókna á sögu sjúkdómanna. Heilbrigðu beinin færi bezt á að yrðu áfram á vegum rannsóknastofunnar í líffæra- fræði, en bæði beinasöfnin þurfa að vera aðgengileg til rannsókna. Að öðru leyti yrði þáttur háskóla og læknadeildar sá, að efla möguleika rann- sóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar til þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Forstöðumaður stofnunarinnar teldist til kennaraliðs læknadeildar, án þess að þar með sé á nokkurn hátt verið að hugsa um sögu læknisfræðinnar sem skyldunáms- grein í þeirri deild, enda ekki í verka- hring fyrirhugaðrar nefndar að gera til- lögur um kennslumál. En æskilegt væri, að forstöðumaðurinn flytti að jafnaði nokkra fyrirlestra um sögu læknisfræð- innar svo þeim, sem áhuga hefðu á þessu efni, gæfist kostur á nokkurri fræðslu í því. Ennfremur leiðbeini hann þeim, er hafa hug á að taka ákveðin rannsókna- verkefni til úrvinnslu í stofnuninni. Félag áhugamanna um sögu læknisfræð- innar var stofnað 18. desember 1964 til að efla þekkingu á sögu læknisfræðinnar og jafnframt með það í huga að skapa ís- lenzkan samstarfsaðila að „Nordisk Medi- cinskhistorisk Ársbok“, sem hliðstæð fé- lög á hinum Norðurlöndunum stóðu að. Síðan 1965 hefur íslenzka félagið verið meðútgefandi árbókarinnar og árlega hafa félagar þess lagt til efni í hana. Ef rannsóknarstofnun sögu læknisfræðinnar kæmist á laggirnar þá yrði hún sjálfkjör- inn aðili að útgáfu árbókarinnar, en Fé- lag áhugamanna um sögu læknisfræðinn- ar yrði þá að styrktarsamtökum stofnun- arinnar, á líkan hátt og Fornleifafélagið er nú samtök manna til styrktar starfsemi Þjóðminjasafns. Ef ríkisstjórn íslands getur fallist á þau meginsjónarmið, er hér hafa verið sett fram, kaupir nú Nesstofu og afhendir Þjóðminjasafni til umræddra nota, vorum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.