Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 83

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 83
LÆKNABLAÐIÐ 153 anna hefur ekki verið tekin nein ákvörð- un um eignaréttinn, enda frekar lítilsvert. Það, sem mestu varðar er, að þau eru þjóðareign í vörzlu ríkisstofnana og með þau farið sem heimildir um sögu þjóðarinn- ar. Sum beinanna eru með áberandi sjúk- legum breytingum og væri eðlilegast að varðveita þau á safni rannsóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar, bæði sem sýningar- gripi og til rannsókna á sögu sjúkdómanna. Heilbrigðu beinin færi bezt á að yrðu áfram á vegum rannsóknastofunnar í líffæra- fræði, en bæði beinasöfnin þurfa að vera aðgengileg til rannsókna. Að öðru leyti yrði þáttur háskóla og læknadeildar sá, að efla möguleika rann- sóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar til þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Forstöðumaður stofnunarinnar teldist til kennaraliðs læknadeildar, án þess að þar með sé á nokkurn hátt verið að hugsa um sögu læknisfræðinnar sem skyldunáms- grein í þeirri deild, enda ekki í verka- hring fyrirhugaðrar nefndar að gera til- lögur um kennslumál. En æskilegt væri, að forstöðumaðurinn flytti að jafnaði nokkra fyrirlestra um sögu læknisfræð- innar svo þeim, sem áhuga hefðu á þessu efni, gæfist kostur á nokkurri fræðslu í því. Ennfremur leiðbeini hann þeim, er hafa hug á að taka ákveðin rannsókna- verkefni til úrvinnslu í stofnuninni. Félag áhugamanna um sögu læknisfræð- innar var stofnað 18. desember 1964 til að efla þekkingu á sögu læknisfræðinnar og jafnframt með það í huga að skapa ís- lenzkan samstarfsaðila að „Nordisk Medi- cinskhistorisk Ársbok“, sem hliðstæð fé- lög á hinum Norðurlöndunum stóðu að. Síðan 1965 hefur íslenzka félagið verið meðútgefandi árbókarinnar og árlega hafa félagar þess lagt til efni í hana. Ef rannsóknarstofnun sögu læknisfræðinnar kæmist á laggirnar þá yrði hún sjálfkjör- inn aðili að útgáfu árbókarinnar, en Fé- lag áhugamanna um sögu læknisfræðinn- ar yrði þá að styrktarsamtökum stofnun- arinnar, á líkan hátt og Fornleifafélagið er nú samtök manna til styrktar starfsemi Þjóðminjasafns. Ef ríkisstjórn íslands getur fallist á þau meginsjónarmið, er hér hafa verið sett fram, kaupir nú Nesstofu og afhendir Þjóðminjasafni til umræddra nota, vorum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.