Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Síða 45

Læknablaðið - 01.08.1975, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 63 fram á undanförnum þingum um breytingar á lögunum og að öðru leyti yfirfara lögin og gera breytingartillögur með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengist hefur af lög- unum nú þegar. 3. Lög um breytingar á lögum um almanna- tryggingar. Ekki er nú starfandi nein nefnd til endur- skoðunar laga um almannatryggingar, en undanfarna mánuði hefur tryggingafræðingur unnið að því að gera tillögur um breytingar og samræmingu á löggjöf um almannatrygg- ingar. begar þær tillögur liggja fyrir, er gert ráð fyrir, að sett verði á laggirnar nefnd, sem fái þær tillögur til umfjöllunar og fái það hlutverk að gera tillögur til ráðuneytis- ins um breytingar á lögunum. 4. Lög um breytingar á lögum um tannlækn- ingar. 5. Lög um tryggingadóm. í sambandi við breytingu á lögum um al- mannatryggingar, sem tók gildi á árinu 1974, er þess að geta, að samkomulag náðist á þessu ári við Tannlæknafélag íslands um störf tannlækna fyrir sjúkrasamlög og trygg- ingar og hafa því ákvæði um tannlækningar í greindum lögum þegar komið til fram- kvæmda. III. REKSTUR SJÚKRAHÚSA Síðan á árinu 1967 hefur daggjaldanefnd ákveðið daggjöld sjúkrahúsa og hafa þau samkvæmt lögum átt að vera ákveðin með þeim hætti, að þau stæðu undir eðlilegum rekstri sjúkrahúsanna. Síðastliðin 2 ár hefur reynst mjög erfitt fyrir daggjaldanefnd að ákveða daggjöld þannig, að þau stæðu undir daglegum rekstri sjúkrahúsanna, þar eð bæði launahækkanir og verðlagshækkanir hafa orðið mjög örar og launahækkanir hafa oft verkað aftur fyrir sig. Rekstur sjúkrahúsanna á árinu 1974 var því mjög erfiður og hefur verið enn erfiðari það sem af er árinu 1975 og skuldasöfnun hefur orðið veruleg hjá flestum sjúkrahús- um. Það er augljóst, að daggjaldakerfi af þessu tagi felur ekki í sér nægilegt eftirlit með rekstri sjúkrahúsanna og daggjaldanefnd, með þeim starfskrafti, sem hún fær nú á fjárlögum, getur ekki sinnt því eftirlitsstarfi með rekstri sjúkrahúsa, sem æskilegt er. Rað er því augljóst, að vinda þarf bráðan bug að því, að innan ráðuneytisins geti kom- ið sérstök sjúkrahúsmála- og heilsugæslu- deild, sem hefur mjög náið fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Augljóst er, að hér er um verulegt fjárhagslegt atriði að ræða fyr- ir ríkissjóð, þar sem heildarútgjöld sjúkra- trygginga á þessu ári verða vafalaust milli 6 og 7 milljarðar króna og ríkissjóður greið- ir yfir 90% af þessari fjárhæð. [ upphaflegri gerð frumvarps til laga um heilbrigðisþjónustu var gert ráð fyrir deild af þessu tagi í ráðuneytinu, en þau laga- ákvæði voru felld niður í meðferð Alþingis svo sem kunnugt er. IV. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Á SVIÐI HEILBRIGÐISMÁLA 1. Ríkisspitalar I fjárlögum gildandi árs er gert ráð fyrir alls 287 milljónum til byggingaframkvæmda ríkisspítala. Retta fé skiptist þannig, að til Landspítala eru áætlaðar 187 millj. kr„ til fæðingardeildar 80 millj., til Vífilsstaðaspít- ala 10 millj. og til Kristneshælis 10 millj. kr. Byggingaframkvæmdir á Landspítala hafa gengið fram eins og áætlanir gerðu ráð fyr- ir. Geðdeild Landspítalans mun að hluta verða fokheld á þessu ári. Ein legudeild fæðingardeildar hefur þegar tekið til starfa Bráðabirgðahúsum, sem byggja átti á lóð Landspítala, hefur seinkað vegna bruna ann- ars hússins, en gera má ráð fyrir að fyrri byggingin komist í not um næstu áramót og. hin síðari fyrir mitt næsta ár. Framkvæmdir á Vífilsstaðaspítala og Kristneshæli hafa gengið hægar en gert var ráð fyrir, en það er eingöngu vegna þeirrar almennu seinkunar á byggingaframkvæmd- um, sem varð vegna ákvarðana um niður- skurð fjárlaga. Skipulagsvinnu við lóð Landspítalans og Háskólans er nú að mestu lokið og er á því skipulagi gert ráð fyrir, að lóð Land- spítala og Háskóla verði samfelld, þannig að núverandi Hringbraut verði flutt suður fyrir lóðasvæðið. Skipulags- og bygginga- nefnd Reykjavíkur hafa nú skipulagstillögurn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.