Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1975, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.08.1975, Qupperneq 46
64 LÆKNABLAÐIÐ ar til umfjöllunar og gangi þær fram, verður að gera ráð fyrir nýjum samningi milli ríkis og Reykjavíkurborgar í stað samnings þess, sem gerður var um lóðamái Landspítalans á árinu 1969. 2. Byggingaframkvæmdir á vegum sveitar- félaga, sem styrktar eru með fjárfram- lagi úr ríkissjóði. Á gildandi fjárlögum er gert ráð fyrir 39 aðskildum fjárveitingum til 32ja staða, alls 553 millj. og níu hundruð þúsund. Rar að auki er gert ráð fyrir 38.3 millj. til 15 elliheimila og 15.6 millj. til 14 læknisbústaða. Heildar- framlag ríkisins á þessum fjárlagalið er því 608 millj. og 700 þúsund. Niðurskurður á árinu af þessum fjárlaga- liðum nam tæplega 90 millj. króna samtals. Á móti framlögum ríkisins eiga sveitar- félög að greiða samtals 112.235.000.- kr. svo að heildarframkvæmdafé á þessu ári til bygginga á sviði heilbrigðisþjónustu var rétt rúmlega einn milljarður króna, áður en niður- skurður fór fram. Þær byggingaframkvæmdir, sem hafist hafa á þessu ári, eru þessar: 1. Viðbygging við sjúkrahúsið í Keflavík. 2. Bygging þjónustuálmu við Borgarspítal- ann í Reykjavík. 3. Bygging heilsugæslustöðvar í Búðardal 4. Viðbygging (heilsugæslustöð) við sjúkra- húsið á Patreksfirði. 5. Bygging heilsugæslustöðvar í Bolungar- vík. 6. Bygging sjúkrahúss og heilsugæslustöðv- ar á ísafirði. 7. Bygging heilsugæslustöðvar á Dalvík. 8. Bygging heilsugæslustöðvar á Kirkju- bæjarklaustri. 9. Bygging heilsugæslustöðvar í Vík í Mýr- dal. Byggingaframkvæmdir, sem hafnar voru og hafa gengið fram með áætluðum hætti á þessu ári eru þessar: 1. Bygging hjúkrunar- og endurhæfingar- heimilis í Arnarholti. 2. Áframhald byggingar sjúkrahúss á Akra- nesi. 3. Áframhald byggingar heilsugæslustöðv- ar í Borgarnesi. 4. Áframhald viðbyggingar við sjúkrahúsið á Akureyri. 5. Lok byggingar heilsugæslustöðvar og sjúkraskýlis á Egilsstöðum. 6. Viðbygging við sjúkrahúsið í Neskaup- stað. 7. Bygging læknismóttöku í Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. 8. Bygging heilsugæslustöðvar á Höfn í Hornafirði. 9. Bygging sjúkrahúss á Selfossi. Auk þess eru á allmörgum stöðum í gangi byggingar læknisbústaða og elliheimila með styrk frá ríkissjóði. Það er auðsætt, að verkefnafjöldinn í upp- byggingu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa er mjög mikill og krefst stöðugt vaxandi fjár- magns, ef halda á uppi eðlilegum byggingar- hraða á næstu árum. Ráðuneytið gerði við gerð fjárlaga ársins 1975 tillögur um, að fjárveitingum ársins yrði veitt til tiltölulega fárra staða, en reynt yrði að flýta uppbyggingu þeirra. Alþingi vildi ekki fallast á þessa málsmeð- ferð og veitti fé til fleiri staða með lægri fjárveitingu á hverjum stað. Ráðuneytið hefur miðað tillögur sínar ti! gerðar fjárlaga fyrir árið 1976 í samræmi við þetta og gert tillögur um að hönnunar- vinna fari af stað við alla þá staði, þar sem gert er ráð fyrir að heilsugæslustöðvar verði samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, þannig að bygging þeirra gæti í síðasta lagi hafist á árinu 1977. V. LYFJAMÁL Á sviði lyfjamála hafa síðastliðin ár verið sett lög og reglugerðir, sem einkum miða að bættu eftirliti með lyfjum. Reglugerð um lyfjaeftirlit ríkisins nr. 412/ 1973, færði lyfjaeftirlitið í þær skorður, sem nú er. Sú reglugerð hóf eftirlitið reyndar upp úr því að vera einungis lyfjabúðareftirlit. Við bættist m. a.: 1. Framleiðslueftirlit í desember síðastiiðnum voru gefnir út grundvallarstaðlar um góða framleiðsluhætti í lyfjagerð í íslenskri þýðingu. Staðlar þessir eru gerðir af starfshópi lyfjaeftirlitsmanna innan EFTA í samræmi við alþjóðasamning um gagnkvæma viðurkenningu á eftirliti með framleiðslu lyfja, sem undirritaður var 1970 Haldnir hafa verið tveir fundir með fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.