Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1975, Page 49

Læknablaðið - 01.08.1975, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 67 sem haldið var í Alsír, var ekki sótt frá (s- landi nú og var það gert í sparnaðarskyni. Á þessu ári voru í fyrsta skipti haldnir fundir hópa frá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni í Reykjavík. Var hér um að ræða tvo vinnuhópa og fjallaði annar um þátt hjúkrun- ar í heilbrigðiskerfinu, en hinn um mat á læknisþjónustu. Þeirri könnun.sem verið hefur á vegum þró- unarsjóðs Sameinuðu þjóðanna og í samráði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina á því, hvort hagkvæmt sé að koma upp heilsufars- upplýsingabanka hér á landi, er enn ekki lokið og er ekki gert ráð fyrir að niðurstöð- ur af þeirri könnun iiggi fyrir fyrr en á næsta ári. Hvað viðvíkur samvinnu við Norðurlönd á sviði heilbrigðis- og tryggingamála, þá hefur þessi samvinna færst í fastari skorður en áður var eftir að skrifstofa ráðherranefndar- innar kom á fót í Osló. Félagsmálanefnd embættismanna hefur verið endurskipulögð og fjallar nefndin nú bæði um heilbrigðis-, félags- og trygginga- mál og heldur nú reglulega fundi tvisvar á ári. Ekki hafa verið tök á því af íslands hálfu að sækja alla fundi, en reynt hefur verið að sækja a. m. k. annan hvern fund. X. NIÐURLAG í þessu yfirliti hefur verið reynt að greina frá störfum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins í grófum dráttum á þessu ári og hvaða störf bíða. Það ætti að vera auðséð af þessari upp- talningu að starf ráðuneytisins takmarkast fyrst og fremst af því að það hefur ekki mannafla til að vinna þau verk, sem þyrfti. Áætlun sú um heilbrigðisstofnanir, sem lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir, hefur enn ekki litið dagsins Ijós. Aðstoð við hönn- un heilbrigðisstofnana og eftirlit með fram- kvæmdum á því sviði er hvergi nærri nógu gott af hálfu ráðuneytisins og kemur þar eingöngu til mannaflaskortur. Skólayfirlæknir hefur verið ráðinn í hluta úr starfi til þess að vinna með hönnunar- hópum sveitarfélaganna við uppbyggingu heilbrigðisstofnana og hefur sú ráðstöfun reynst mjög vel. Eftirlit með gangi byggingarframkvæmda er hins vegar ekki í höndum ráðuneytisins og orkar mjög tvímælis hvort slíkt fyrir- komulag er hentugt til frambúðar. Áður hefur verið minnst á rekstur sjúkra- húsanna og verður alls ekki hægt að ætlast til að ráðuneytið geti sinnt eftirliti með rekstri þeirra, meðan ekki kemur sérstök öflug deild innan ráðuneytisins til að fjalla um það verkefni. Páll Sigurðsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.