Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1975, Page 68

Læknablaðið - 01.08.1975, Page 68
72 LÆKNABLAÐIÐ 7ÍKASETNIKC Á 3ÓLARHRING (KLST.) MYND 2. — Tímasetning á sólarhring við inntöku lyfs eða annars efnis að eigin frum- kvæði. Sólarhringnum er skipt niður í tólf 2ja stunda tímabil, þannig að hvert tímabil nær frá fyrri tiltekinni klukkustund og allt að seinni tiltekinni klukkustund, t. d. 6- 7:55, en til hægðara,uka er ritað 6-8, o. s. frv. Tilfellin á þessari mynd eru alls 203 af þeim 212 tilfellum þar sem orsök inn- töku var eigið frumkvæði, þ. e. 108 börn á aldrinum 0-2 ára og 95 börn á aldrinum 2-12 ára. Tímasetningin var ónákvæmari en sem svaraði 2ja stunda tímabilunum eða hana vantaði alveg í 9 tilfellum. barnsins. Tvö tveggja-stunda tímabil skera sig úr, þar sem áberandi flestar inntökur áttu sér stað, þ. e. tímabilin kl. 10-12 og kl. 18-20. Að öðru leyti virðist dreifingin að mestu svara til þess tíma, sem börn eru vakandi. Eftirtektarvert er, að börn á aldr- inum 0-2 ára virðast ekki hafa aðra tíma- bilsdreifingu við inntöku en börn á aldr- inum 2-12 ára, nema hvað á tímabilinu kl. 18-20 eru þau yngstu hlutfallslega nokkru fleiri. Efnasambönd Tafla III sýnir hvernig inntekin efni skiptast í þrjá eftirtalda flokka: lyf, efni á heimilum og önnur efnasambönd. Lyf voru inntekin í alls 107 tilvikum TAFLA III. Skipting inntekinna efnasam- banda í flokka. Efnasambönd Fjöldi I. Lyf 107(46,3%) Geðlyf 28 Róandi lyf 10 Svefnlyf 8 Hjarta- og æðalyf 10 Anticholinergica 8 Antihistaminica 6 Acetylsalicyl sýra 5 Önnur verkjalyf 5 Vöðvaslappandi lyf 5 Járn 4 Nefdropar 3 Önnur lyf (t. d. megrunarlyf, getnaðarvarnar- töflur cg blóð- þynningarlyf) 15 II. Efni á heimilum 94(40,7%) Terpentína 30 Húsgagnaáburður 28 Þvotta- og hreinsiefni 10 Benzín og steinolía 6 Ediksýra 4 Salmíakspíritus 3 Bórsýra 2 Annað (t. d. hár- vökvi, bón, ilmvötn, naglalakkseyðir og límefni) 11 III. Önnur efnasambönd 30(13,0%) Garðúðunarefni 5 Meindýra- og skordýraeitur 4 Sígarettu- og vindlastubbar 5 Áfengi 1 Annað (t. d. benzol, fenol, tréspíritus og kvikasilfur) 15 (46,3%). Þar af voru geðlyf, róandi lyf og svefnlyf í 46 tilvikum, eða 43,0% af öllum lyfjum. Athyglisvert er, að acetylsalicyl- sýra var aðeins tekin í 5 tilvikum, eða 4,7% af lyfjum. Þar af voru húðaðar, er- lendar töflur í tveim tilvikum og sam- kvæmt fyrirmælum læknis í einu tilviki. Ennfremur, að járn var aðeins í 4 tilvikum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.