Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 167 64. ÁRG. — DES. 1978 Á MENNTUN LÆKNA Á ÍSLANDI AÐ VERA FYRSTA, ANNARS EÐA RRIÐJA FLOKKS? Nú þegar háskólayfirvöld hafa látið svipta læknadeild þeirri heimild að takmarka fjölda nemenda að loknu 1. námsári, er ekki úr vegi að rifja örlítið upp sögu málsins og velta fyrir sér afleiðingum þessarar ákvörðunar. Umræðan um fjöldatakmörkun, eða numerus clausus, hefur nú staðið óslitið í 10 ár, en þar áður hafði málinu verið hreyft stöku sinnum. Verulegur skriður komst á málið 1969, en þá var að hefjast sú mikla aukning á fjölda nýstúdenta í læknadeild, sem síðan náði hámarki á árunum upp úr 1970. Um þetta leyti fór mörgum [bæði kennurum og stúdentum) að verða Ijós þörfin á að tak- marka fjölda stúdenta í Læknadeild. Haust- að 1969 fékk deildin heimild til að takmarka innritun nýstúdenta miðað við ákveðna lág- markseinkunn á stúdentsprófi, en þessi heimild var aldrei notuð. Árið 1970 var síðan 42. gr. reglugerðar Háskóla íslands breytt á þann veg að læknadeild var heimilað að tak- marka fjölda stúdenta að loknu 1. námsári, þó eigi við færri en 24. Þessi heimild var lengi vel ekki notuð, en í ársbyrjun 1975 var ákveðið að hefja fjöldatakmörkun í lækna- deild og miða við töluna 35. Þegar hér var komið sögu var stúdentafjöldinn orðinn slík- ur að kennsla í mörgum greinum var alger- lega óviðunandi að mati kennaranna. Fram- kvæmd fjöldatakmörkunar reyndist örðugri en við hafði verið búist einkum vegna and- stöðu og óábyrgrar afstöðu margra stúdenta, sem notfærðu sér óspart þann óvilja í garð læknadeildar sem víða má finna innan Há- skólans. Varla var fjöldatakmörkun komin í framkvæmd þegar háskólayfirvöld fengu reglugerðinni breytt, vegna þrýstings frá stúdentum og nokkrum öðrum deildum Há- skólans, þannig að beiting fjöldatakmörkunar er nú háð samþykki háskólaráðs hverju sinni. Tveimur dögum eftir að þessi reglugerðar- breyting gekk í gildi var gerð samþykkt í háskólaráði þess efnis að læknadeild væri óheimilt að beita fjöldatakmörkunum há- skólaárið 1978—79! Ekki hafa samfara þessu verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta kennsluaðstöðu við læknadeild og fram- kvæmdir við fyrsta byggingaráfanga lækna- deildar virðast hafa stöðvast um ófyrirsjáan- lega framtíð. Umræðan um fjöldatakmörkun við lækna- deild hefur valdið ótrúlegu moldviðri og er það þeim mun furðulegra þar sem sjaldan eða aldrei er minnst á fjöldatakmarkanir við aðrar deildir Háskólans né aðra skóla í landinu, þó svo að slíkar takmarkanir hafi tíðkast þar um árabil. Fjöldatakmörkunum hefur verið beitt við tannlæknadeild frá stofnun hennar, í lyfjafræði lyfsala er í gildi fjöldatakmörkun sem beitt hefur verið nokkr- um sinnum og við námsbraut í sjúkraþjálfun hefur verið beitt fjöldatakmörkun frá stofnun námsbrautarinnar. í eina tíð voru fjöldatak- markanir við verkfræði- og raunvísindadeild en síðar var reglugerðinni breytt og farið að takmarka aðgang að deildinni með lág- markseinkunn á stúdentsprófi. Fjöldatak- mörkunum hefur um árabil verið beitt við Ljósmæðraskólann og Meinatæknaskólann, í Iðnskólanum er beitt fjöldatakmörkunum við 3—4 af 7 námsbrautum skólans, fjöldatak- mörkunum er beitt við Tónlistarskólann í Reykjavík og raunar einnig við flesta aðra tónlistarskóla landsins og svo mætti lengi telja. Þessar takmarkanir byagjast allar á því að hver skóli metur, út frá húsnæði, kennaraliði, tækjabúnaði og öðru sem til þarf, hversu mörgum nemendum hann getur veitt fullnægjandi menntun. Og svo virðist sem öllum finnist þetta eðlileg og fullgild rök fyrir fjöldatakmörkunum. Af sömu ástæð- um er fjöldatakmörkunum beitt við alla læknaskóla í nágrannalöndunum. Þegar læknadeild tók þá ákvörðun að beita heimildarákvæðinu um fjöldatakmörkun, byggðist það á því einu að ekki væri unnt að veita viðunandi menntun öllum þeim fjölda stúdenta sem stæðust próf á 1. námsári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.