Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 187 lingar (5.1%) höfðu einkenni frá tauga- kerfi. Annar þeirra hafði facialis paresis, hinn endurtekinn helftardofa. Einn sjúkl. hafði sarcoid breytingar í vöðva og er sennilega sá eini sem vöðvasýni var tekið frá. Mayock fann vöðvaeinkenni sem líkj- ast dystrophia musculorum pseudohyper- trophia hjá 1.4%, en fleiri heimildir eru tilfærðar um algengi einkennalausra vöðva- íferða. Einn sjúklingur (2.5%) hafði ein- kenni frá tára- og munnvatnskirtlum. Eitla- stækkanir aðrar en í miðmæti fundust hjá 9 sjúklingum (23.1%) og er það líkt öðrum athugunum. Þar af var í 5 tilvikum um supra claviculer eitla að ræða (Daniel’s sýni). Beinabreytingar, aðallega holumynd- anir í handarbeinum, sem samræmst gátu sarcoidosis, höfðu 4 af þeim sjúklingum, sem röntgenmyndaðir voru (21%). Er það ekki frábrugðið öðrum rannsóknum. Hypercalcemia og hypercaluria eru þekkt fyrirbæri í sarcoidosis og hið síðara algengara.3 Svo litlar upplýsingar fengust um kalkmælingar, að ekki þótti hæft að taka þær með. Þó má geta þess, að einn sjúklingur hafði hypercalcuria. Sjúklingahópur þessi er ekki fjölmennur og þar að auki tiltíndur úr mörgum áttum. Þær ályktanir, sem draga má eru því ekki allar tölfræðilega gildandi. Þó sýnist mega renna stoðum undir vissar staðreyndir. 1. Sarcoidosis er sjaldnar greind á íslandi en í nálægum löndum. 2. Greiningartíðni fer vaxandi. 3. Kynskipting og greiningaraldur sjúk- linga er svipaður og í nálægum löndum. 4. Röntgenbreytingar í lungum eru álíka tíðar hér og annars staðar. 5. Byrjunareinkenni eru svipuð, e.t.v. að liðeinkennum undanskildum, sem sýn- ast tíðari hér. Þetta getur þó stafað af því, að annar höfunda hefur áhuga á gigtsjúkdómum og sjúklingar þeir sem hann hefur greint, hafa allir haft stoð- vefseinkenni. YFIRLIT Lýst er 39 sjúklingum, íslenskum, sem taldir voru hafa sarcoidosis. Sá fyrsti var greindur 1946. Athugun var gerð á aldrí við greiningu, kynskiptingu og nýtíðni eft- ir árum. Byrjunareinkenni og sýkingar- tíðni líffæra var könnuð og tilraun gerð til samanburðar við kannanir á sarcoidosis annars staðar. SUMMARY The aim of this study was to find out when sarcoidosis first had been diagnosed in Iceland and the frequency and behaviour of the dis- ease. Material was collected from all major hospitals, the Institution of Pathology, Reykja- vik and the National Institution for Tubercu- losis prevention. 39 cases were found. The first was diagnosed 1946. The incidence was found to have risen from 0.5 pr 100.000 inhabitants in 1965 to 2,7 pr. 100.000 inhabitants in 1974 when most new cases were found. The sex ratio and patient age at the time of diagnosis is similar to what is found in Northern Europe. The saune goes for intrathoracal X-ray changes and clinical symptoms at the beginning of the disease with the exepction of joint symp- toms, which were found more frequently in the Icelandic sarcoidosis patients. Table VI. Iceland. Annual incidence of Sarcoidosis in Year No. of new cases Population per 100.000 1948 i 138.502 1949 0 141.042 1950 2 144.293 1951 0 146.540 1952 0 148.978 1953 0 152.506 1954 0 156.033 1955 0 159.480 1956 0 162.700 1957 1 166.831 1958 0 170.156 1959 0 173.855 1960 1 177.292 1961 0 180.058 1962 0 183.478 1963 0 186.912 1964 0 190.230 1965 1 193.758 0.5 1966 1 196.933 0.5 1967 0 199.920 1968 0 202.191 1969 3 203.442 1.4 1970 3 204.578 1.4 1971 3 207.174 1.4 1972 3 210.775 1.4 1973 3 213.499 1.4 1974 6 216.628 2.7 1975 5 219.033 2.3 1976 4 220.918 1.8 1977* 2 * January—June.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.