Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 80
210 LÆKNABLAÐIÐ BLÓÐBANKINN 25 ÁRA Blóðbankinn fagnaði 25 ára starfsafmæli þann 14. nóvember s.l., en þann dag 1953 var hann sýndur blaðamönnum og tók formlega til starfa. Byrjað var að byggja yfir starfsemi Blóðbankans 1949. Á fyrsta áratugnum var húsnæði hans ekki nýtt nema að hluta til blóðbankastarfseminnar. Rannsóknastofa Háskólans við Braónsstíg hafði afnot af kjallara Blóðbankans um langt árabil fyrir krabbameinsrannsóknir og tilraunadýrahald, sem prófessor Níels heitinn Dungal stóð fyrir, en hann var helsti hvatamaður að stofnun Blóðbankans. í kjallara Blóðbankans var lengi kennslu- stofa fyrir verklega kennslu í meina- og sýklafræði fyrir læknanema. Með tíman- um, einkum síðustu 6—7 ár hefur starf- semin aukist, svo að bæði hæð og kjallari Blóðbankans eru að verða fullnýtt. Til betri og auðveldari nýtingar á húsnæðinu er fyrirhugað að byggja sérstakt stigahús með tveim herbergjum við vesturenda hússins. Blóðgjafar, blóðsöfnun Grundvöllur blóðbankastarfseminnar er blóð það sem blóðgjafarnir leggja inn í Blóðbankann án umbunar. Blóðsöfnunar- starfið fer fram daglega alla virka daga. Haft er samband við blóðgjafa gegnum síma. Sumir blóðgjafar koma af sjálfsdáð- um reglulega á 3ja mánaða, 6 mánaða eða árs fresti. Margir blóðgjafar mynda sér- staka varasveit og koma með stuttum fyr- irvara, þegar þeir eru kallaðir vegna sér- þarfa sjúklinga í sjaldgæfum blóðflokki eða vegna mikilla þarfa eins sjúklings. Hópar blóðgjafa frá ýmsum vinnustöðum og skólum á stór-Reykjavíkursvæðinu koma þegar þeir eru hvattir til. Farið er í blóðsöfnunarferðir til bæja, þéttbýliskjarna og vinnustaða í nágranna- sýslum höfuðborgarinnar á Vesturlandi, Suð-vesturlandi og Suðurlandi. Samstarf er haft við Rauða Kross íslands um skipu- lagningu á blóðsöfnunarstarfi utan Reykja- víkur og leggur hann til bifreið og bíl- stjóra til blóðsöfnunarstarfsins. Slysa- varnafélagsdeildir, flugbjörgunarsveitir, skátar og kvenfélög láta einnig að sér kveða í blóðsöfnunarstarfinu á ýmsum stöðum. Frá upphafsstarfsárum Blóðbankans, þegar safnað var árlega milli 1—2 þúsund blóðeiningum, er blóðeiningafjöldinn 1977 kominn upp í 9.000, eining er 450 ml. af blóði. Notkun blóðs til lækninga Notkun blóðs við lækningar hefur ekki aðeins aukist vegna þróunar lækninga í ýmsum greinum, heldur hefur hún breyst í þá átt að nýttir eru meira svokallaðir blóðhlutar. Þetta felur í sér að reynt er að einangra þá þætti blóðsins, sem sjúklingur hefur sérstaka þörf fyrir. Heildartala blóðeininga, sem safnað hef- ur verið á þessu 25 ára tímabili er rúmlega 100 þúsund. Jafnaðaraukning hefur verið um 9% árlega. Talsverður hluti blóðs- ins, sem safnað er, er unninn í blóð- hluta, þ.e.a.s. rauðar blóðfrumur, blóð- flöguskammta, plasma og storkuþátt VHI. Þannig getur sama blóðeining komið 3—4 sjúklingum að gagni. Þessi notkun blóðs hefur aukið vinnu- álag Blóðbankans að mun og hún gerir einnig meiri kröfur til nákvæmari grein- ingar á þörfum sjúklinga. Rúmlega 20 % af blóði verður of gamalt til að það sé gefið. Úr því er unnið plasma og það flutt út til frekari vinnslu á eggja- hvítuþáttum til lækninga. Tækjakostur Tækjakostur hefur batnað verulega síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.