Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 173 Stefán Karlsson,* Hannes Þórarinsson,** Ólafur Jensson* SÁRASÖTT Á ÍSLANDI 1950—1975, TIÐNI OG BLÓÐVATNSGREINING INNGANGUR Kynsjúkdómavarnir á íslandi eru mið- stýrðar að mestu leyti. Aðalmiðstöð þeirra er í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þar eru flestir sjúklingar með kynsjúkdóma greindir, en einnig fær stöðin til meðferðar sjúklinga, sem aðrir læknar hafa greint. Tvær rannsóknarstofur í landinu gera skim-próf fyrir sárasótt. Blóðbankinn gerir VDRL próf á öllum blóðgjöfum, en einnig á hluta þeirra sjúklinga, sem læknar gruna um sárasótt. Rannsóknastofa Háskólans gerir Kahn og oft einnig Meinicke próf á öllum sjúklingum, sem grunaðir eru um sárasótt í landinu á hverjum tíma, en einn- ig eru þar gerð skim-próf á ófrískum kon- um. Enn sem komið er, hafa sérhæfð tre- ponemal-próf ekki verið gerð á íslandi. Nú er liðinn rúmur aldarfjórðungur, síð- an Hannes heitinn Guðmundsson læknir skrifaði grein um kynsjúkdóma á íslandi frá 1910 til 1947.10 Þar kemur fram, að ára- bilið 1920—1940 hafi 25.5 nýir sárasóttar- sjúklingar greinst á ári hverju að meðaltali, en það svarar til 23.5 sjúklinga árlega mið- að við 100 þús. íbúa. Tíðni sárasóttar mun hafa náð hámarki á striðsárunum. Árið 1942 greindist 141 sárasóttarsjúklingur, þ.e. nýgengi sjúkdómsins var 113.7 á hverja 100 þús. íbúa. Árið 1945 hófst penicillin-meðferð sára- sóttarsjúklinga í landinu, en jafnframt var gefið lyfið mapharsan. í ritsmíð Hannesar kemur einnig fram, að alla tíð hafi verið lögð rík áhersla á að elta uppi smitbera kynsjúkdóma og er svo enn. Fullyrt hefur verið, að markverðir á- fangar hafi náðst í þekkingu treponemal sjúkdóma sérhvern áratug tuttugustu ald- ar,33 par eg fjórðungur aldar er liðinn, síð- * Blóðbankinn. ** Húð og kynsjúkdómadeild, Heilsuverndar- stöð Reykjavikur. Barst 8/3 1978. an síðast var skrifað um sárasótt á íslandi, þykir tímabært að athuga, hvernig ástand- ið er í dag. RANNSÓKNARAÐFERÐIR Athugaðar voru niðurstöður úr öllum blóðvatnsprófum, sem gerð voru á Rann- sóknastofu Háskólans 1961—1975. Öll sera voru athuguð með Kahn’s-prófi.20 Notað var Kahn standard antigen frá DIFCO laboratories, Detroit Mich. U.S.A. Alls voru 60.312 sera rannsökuð ásamt 1.373 mænu- vökvasýnum. Einnig voru 13.426 sera rann- sökuð með Meinicke-prófi10 27 og 2.157 mænuvökvasýni.í fyrstu var notað antigen frá Serum institutet, Kaupmannahöfn, en síðar frá Behringwerke í Þýskalandi. í Blóðbankanum var engin sérskrá yfir nið- urstöður allra blóðvatnsprófa á ofan- greindu árabili og því erfitt um uppgjör þaðan. Hins vegar er greint frá þremur „heilbrigðum“ blóðgjöfum síðustu 10 árin, sem höfðu jákvætt blóðvatnspróf og reynd- ust hafa smitandi sárasótt. í Blóðbankan- um er notað VDRL-próf með greiningar- efnum frá DIFCO. Niðurstöður úr Kahn- prófi og VDRL eru stiggreindar í 1 + til 4 +, ef jákvæðar, en Meinicke er lesið já- kvætt eða neikvætt. Talin voru jákvæð blóðvatnspróf úr nið- urstöðum Rannsóknarstofu Háskólans og síðan talinn fjöldi þeirra einstaklinga, sem reyndist hafa jákvætt próf. Samkvæmt þeirri spjaldskrártalningu, sem gerð var, þóttu lítil líkindi til tvítalningar, sem vald- ið gæti umtalsverðum skekkjum. Athugaður var fjöldi skráðra sárasóttar- sjúklinga í Heilbrigðiskýrslum frá árunum 1950—1975.12 Á árabilinu 1950—1961 var sárasótt skráð í 4 hópum: prímer, secunder, tertier og congenit og fjöldi í hverjum hópi talinn sérstaklega, en 1962 breytist skrán- ingin þannig að einungis eru skráðir 2 flokkar, þ.e. „lues recens“ og „luens con-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.