Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
173
Stefán Karlsson,* Hannes Þórarinsson,** Ólafur Jensson*
SÁRASÖTT Á ÍSLANDI 1950—1975, TIÐNI OG
BLÓÐVATNSGREINING
INNGANGUR
Kynsjúkdómavarnir á íslandi eru mið-
stýrðar að mestu leyti. Aðalmiðstöð þeirra
er í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þar
eru flestir sjúklingar með kynsjúkdóma
greindir, en einnig fær stöðin til meðferðar
sjúklinga, sem aðrir læknar hafa greint.
Tvær rannsóknarstofur í landinu gera
skim-próf fyrir sárasótt. Blóðbankinn gerir
VDRL próf á öllum blóðgjöfum, en einnig
á hluta þeirra sjúklinga, sem læknar gruna
um sárasótt. Rannsóknastofa Háskólans
gerir Kahn og oft einnig Meinicke próf á
öllum sjúklingum, sem grunaðir eru um
sárasótt í landinu á hverjum tíma, en einn-
ig eru þar gerð skim-próf á ófrískum kon-
um. Enn sem komið er, hafa sérhæfð tre-
ponemal-próf ekki verið gerð á íslandi.
Nú er liðinn rúmur aldarfjórðungur, síð-
an Hannes heitinn Guðmundsson læknir
skrifaði grein um kynsjúkdóma á íslandi
frá 1910 til 1947.10 Þar kemur fram, að ára-
bilið 1920—1940 hafi 25.5 nýir sárasóttar-
sjúklingar greinst á ári hverju að meðaltali,
en það svarar til 23.5 sjúklinga árlega mið-
að við 100 þús. íbúa. Tíðni sárasóttar mun
hafa náð hámarki á striðsárunum. Árið
1942 greindist 141 sárasóttarsjúklingur, þ.e.
nýgengi sjúkdómsins var 113.7 á hverja
100 þús. íbúa.
Árið 1945 hófst penicillin-meðferð sára-
sóttarsjúklinga í landinu, en jafnframt var
gefið lyfið mapharsan. í ritsmíð Hannesar
kemur einnig fram, að alla tíð hafi verið
lögð rík áhersla á að elta uppi smitbera
kynsjúkdóma og er svo enn.
Fullyrt hefur verið, að markverðir á-
fangar hafi náðst í þekkingu treponemal
sjúkdóma sérhvern áratug tuttugustu ald-
ar,33 par eg fjórðungur aldar er liðinn, síð-
* Blóðbankinn.
** Húð og kynsjúkdómadeild, Heilsuverndar-
stöð Reykjavikur.
Barst 8/3 1978.
an síðast var skrifað um sárasótt á íslandi,
þykir tímabært að athuga, hvernig ástand-
ið er í dag.
RANNSÓKNARAÐFERÐIR
Athugaðar voru niðurstöður úr öllum
blóðvatnsprófum, sem gerð voru á Rann-
sóknastofu Háskólans 1961—1975. Öll sera
voru athuguð með Kahn’s-prófi.20 Notað
var Kahn standard antigen frá DIFCO
laboratories, Detroit Mich. U.S.A. Alls voru
60.312 sera rannsökuð ásamt 1.373 mænu-
vökvasýnum. Einnig voru 13.426 sera rann-
sökuð með Meinicke-prófi10 27 og 2.157
mænuvökvasýni.í fyrstu var notað antigen
frá Serum institutet, Kaupmannahöfn, en
síðar frá Behringwerke í Þýskalandi. í
Blóðbankanum var engin sérskrá yfir nið-
urstöður allra blóðvatnsprófa á ofan-
greindu árabili og því erfitt um uppgjör
þaðan. Hins vegar er greint frá þremur
„heilbrigðum“ blóðgjöfum síðustu 10 árin,
sem höfðu jákvætt blóðvatnspróf og reynd-
ust hafa smitandi sárasótt. í Blóðbankan-
um er notað VDRL-próf með greiningar-
efnum frá DIFCO. Niðurstöður úr Kahn-
prófi og VDRL eru stiggreindar í 1 + til
4 +, ef jákvæðar, en Meinicke er lesið já-
kvætt eða neikvætt.
Talin voru jákvæð blóðvatnspróf úr nið-
urstöðum Rannsóknarstofu Háskólans og
síðan talinn fjöldi þeirra einstaklinga, sem
reyndist hafa jákvætt próf. Samkvæmt
þeirri spjaldskrártalningu, sem gerð var,
þóttu lítil líkindi til tvítalningar, sem vald-
ið gæti umtalsverðum skekkjum.
Athugaður var fjöldi skráðra sárasóttar-
sjúklinga í Heilbrigðiskýrslum frá árunum
1950—1975.12 Á árabilinu 1950—1961 var
sárasótt skráð í 4 hópum: prímer, secunder,
tertier og congenit og fjöldi í hverjum hópi
talinn sérstaklega, en 1962 breytist skrán-
ingin þannig að einungis eru skráðir 2
flokkar, þ.e. „lues recens“ og „luens con-