Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 56
194 LÆKNABLAÐIÐ sjúklingum. Þetta mætti hins vegar kanna síðar, t.d. eftir 5 eða 10 ár, og grennslast þá eftir, hverjir af þessum sjúklingahópi hafa þá fengið krabbamein í maga. Mætti þá um leið bera saman áætlaða tíðni í sam- félaginu í heild og e.t.v. komast nær því, hvort um orsakasamband geti verið að ræða í raun. UMRÆÐUR Nokkrar ritgerðir um magasár hafa birzt í tímaritum hér.8 10 11 Engar rannsóknir á tíðni magasára hér á landi utan spítala hafa verið gerðar svo vitað sé. Samkvæmt athugun Hjartaverndar virðast 10% allra þeirra, sem skoðaðir voru í hóprannsókn, hafa sögu um magasár einhvern tíma ævinnar.1' Nokkrar upplýsingar um maga- sár á lyfjadeildum og skurðdeildum ís- lenzkra sjúkrahúsa má þó finna í ritum úr Læknablaðinu.8 10 11 Af þeim rannsóknum er þó ekki unnt að draga ályktun um tíðni sára í maga miðað við sár í skeifugörn, þar sem ekki er ljóst, hvort jafnmikið hlutfall af skeifugarnarsárum eru innlögð miðað við magasárin. Einkennalítil sár eru ekki lögð inn, heldur sár, sem koma aftur og aft- ur og sár með fylgikvillum. Skiptir þá höf- uðmáli í hvers konar magasárum þessi síð- astnefndu atriði eru algengust. Margar erlendar faraldsfræðilegar athug- anir á magasárum gera ekki greinarmun á skeifugarnar- og magasárum. Greining á magasárum með röntgenmyndum er einnig ekki óskeikul. Þó er greining þar mun betri við sár staðsett í maga, ónákvæmari við sár staðsett í skeifugörn, þar sem oft er erfitt að gera mun á raunverulegu sári og örvefs- afmyndun. Dr. Óskar Þ. Þórðarson birti í Læknablaðinu 1946 rannsóknir um með- ferð magasára á 10 ára tímabili, frá 1931— 1940, á lyflæknisdeild Landspítalans, þar sem sárin voru flokkuð í sár í maga, sár í skeifugörn og síðan flokkuð sár með blæð- ingu. Af 86 sjúklingum með magasár á þessu tímabili reyndust 55 karlar og 31 kona. Flestir sjúklinganna voru á aldrinum 30—-40, bæði sjúklingar með sár í skeifu- görn og sár í maga. Virtist sár í maga greinilega tíðara en sár í skeifugörn, þar sem 49 sjúklingar af 86 höfðu sár í maga, gegn 27 sjúklingum með skeifugarnarsár.11 Hjalti Þórarinsson birti grein í Lækna- blaðinu 1975 um skurðaðgerðir við maga- sári. Hann fann hlutfallið magasár/skeifu- garnarsár hjá körlum 1.13 en hjá konum 1.34.10 í Læknablaðinu 1951 birtir prófessor Guðmundur Thoroddsen grein um resectio ventriculi vegna ulcus ventriculi et duo- deni á 5 ára tímabili, frá 1945—1950. Voru gerðar 107 aðgerðir og höfðu 54 sjúklingar sár í maga, en 53 sjúklingar sár í skeifu- görn.8 Af magasárssjúklingunum voru 43 karlar og 11 konur, en 38 karlar og 15 kon- ur höfðu sár í skeifugörn.8 Skeifugarnarsár virðast hafa verið sjald- gæf á 19. öld, en magasár algeng. Á 20. öld jókst tíðni skeifugarnarsára smám saman og náði yfirhöndinni um leið og tíðni maga- sára minnkaði stórlega, bæði 1 Bretlandi og víðar. Hins vegar reyndist hlutfallið milli sára í maga og skeifugörn mismunandi jafnvel eftir landshlutum. T.d eru skeifu- garnarsár talin tíðari í Skotlandi en í Englandi, í Suður-Nígeríu en Norður-Níger- íu. Sár staðsett í maga eru tiltölulega sjald- gæf í Indlandi og Afríku, en tíðari í Bret- landi og Vestur-Evrópu og einkum algeng í Ástralíu hjá ungum konum.5 í Danmörku er skeifugarnarsár tíðara en sár staðsett í maga.1 Yfirlit yfir röntgengreiningu á ís- landi bendir til að sár í maga sé næstum því eins algengt og sár í skeifugörn.8 Þessi síðastnefnda athugun kemst sennilega næst því að sýna fram á raunverulegt hlutfall milli sára í skeifugörn og maga, þar sem hér er um að ræða efnivið bæði inniliggj- andi og utan sjúkrahúsa sjúklinga. Vegna tíðni magakrabbameins hér á landi er freistandi að setja hina háu tíðni sárs í maga í samband við magakrabba- mein. Flestir telja, að upphaflega góðkynja sár í maga þróist mjög sjaldan eða jafnvel aldrei yfir í magakrabbamein, sennilega minna en 1% og að flest illkynja sár í maga séu nánast alltaf illkynja frá byrjun. Hins vegar er minna vitað um það, hvort krabbamein myndist síðar á ævinni fremur í maga þeirra, sem hafa haft sár í maga heldur en þeim, sem aldrei hafa haft maga- sár. Það er þó vitað, að krabbamein í maga- stúf (stoma) eftir magaaðgerðir er mun tíðara en ella, en þar geta allt aðrar orsakir legið að baki en hjá þeim, sem aldrei hafa verið skornir upp. Fróðlegt er í þessu sam- bandi að velta fyrir sér, hvort nánari stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.