Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 56
194
LÆKNABLAÐIÐ
sjúklingum. Þetta mætti hins vegar kanna
síðar, t.d. eftir 5 eða 10 ár, og grennslast
þá eftir, hverjir af þessum sjúklingahópi
hafa þá fengið krabbamein í maga. Mætti
þá um leið bera saman áætlaða tíðni í sam-
félaginu í heild og e.t.v. komast nær því,
hvort um orsakasamband geti verið að
ræða í raun.
UMRÆÐUR
Nokkrar ritgerðir um magasár hafa birzt
í tímaritum hér.8 10 11 Engar rannsóknir á
tíðni magasára hér á landi utan spítala
hafa verið gerðar svo vitað sé. Samkvæmt
athugun Hjartaverndar virðast 10% allra
þeirra, sem skoðaðir voru í hóprannsókn,
hafa sögu um magasár einhvern tíma
ævinnar.1' Nokkrar upplýsingar um maga-
sár á lyfjadeildum og skurðdeildum ís-
lenzkra sjúkrahúsa má þó finna í ritum úr
Læknablaðinu.8 10 11 Af þeim rannsóknum
er þó ekki unnt að draga ályktun um tíðni
sára í maga miðað við sár í skeifugörn, þar
sem ekki er ljóst, hvort jafnmikið hlutfall
af skeifugarnarsárum eru innlögð miðað
við magasárin. Einkennalítil sár eru ekki
lögð inn, heldur sár, sem koma aftur og aft-
ur og sár með fylgikvillum. Skiptir þá höf-
uðmáli í hvers konar magasárum þessi síð-
astnefndu atriði eru algengust.
Margar erlendar faraldsfræðilegar athug-
anir á magasárum gera ekki greinarmun á
skeifugarnar- og magasárum. Greining á
magasárum með röntgenmyndum er einnig
ekki óskeikul. Þó er greining þar mun betri
við sár staðsett í maga, ónákvæmari við sár
staðsett í skeifugörn, þar sem oft er erfitt
að gera mun á raunverulegu sári og örvefs-
afmyndun. Dr. Óskar Þ. Þórðarson birti í
Læknablaðinu 1946 rannsóknir um með-
ferð magasára á 10 ára tímabili, frá 1931—
1940, á lyflæknisdeild Landspítalans, þar
sem sárin voru flokkuð í sár í maga, sár í
skeifugörn og síðan flokkuð sár með blæð-
ingu. Af 86 sjúklingum með magasár á
þessu tímabili reyndust 55 karlar og 31
kona. Flestir sjúklinganna voru á aldrinum
30—-40, bæði sjúklingar með sár í skeifu-
görn og sár í maga. Virtist sár í maga
greinilega tíðara en sár í skeifugörn, þar
sem 49 sjúklingar af 86 höfðu sár í maga,
gegn 27 sjúklingum með skeifugarnarsár.11
Hjalti Þórarinsson birti grein í Lækna-
blaðinu 1975 um skurðaðgerðir við maga-
sári. Hann fann hlutfallið magasár/skeifu-
garnarsár hjá körlum 1.13 en hjá konum
1.34.10 í Læknablaðinu 1951 birtir prófessor
Guðmundur Thoroddsen grein um resectio
ventriculi vegna ulcus ventriculi et duo-
deni á 5 ára tímabili, frá 1945—1950. Voru
gerðar 107 aðgerðir og höfðu 54 sjúklingar
sár í maga, en 53 sjúklingar sár í skeifu-
görn.8 Af magasárssjúklingunum voru 43
karlar og 11 konur, en 38 karlar og 15 kon-
ur höfðu sár í skeifugörn.8
Skeifugarnarsár virðast hafa verið sjald-
gæf á 19. öld, en magasár algeng. Á 20. öld
jókst tíðni skeifugarnarsára smám saman
og náði yfirhöndinni um leið og tíðni maga-
sára minnkaði stórlega, bæði 1 Bretlandi og
víðar. Hins vegar reyndist hlutfallið milli
sára í maga og skeifugörn mismunandi
jafnvel eftir landshlutum. T.d eru skeifu-
garnarsár talin tíðari í Skotlandi en í
Englandi, í Suður-Nígeríu en Norður-Níger-
íu. Sár staðsett í maga eru tiltölulega sjald-
gæf í Indlandi og Afríku, en tíðari í Bret-
landi og Vestur-Evrópu og einkum algeng
í Ástralíu hjá ungum konum.5 í Danmörku
er skeifugarnarsár tíðara en sár staðsett í
maga.1 Yfirlit yfir röntgengreiningu á ís-
landi bendir til að sár í maga sé næstum
því eins algengt og sár í skeifugörn.8 Þessi
síðastnefnda athugun kemst sennilega næst
því að sýna fram á raunverulegt hlutfall
milli sára í skeifugörn og maga, þar sem
hér er um að ræða efnivið bæði inniliggj-
andi og utan sjúkrahúsa sjúklinga.
Vegna tíðni magakrabbameins hér á
landi er freistandi að setja hina háu tíðni
sárs í maga í samband við magakrabba-
mein. Flestir telja, að upphaflega góðkynja
sár í maga þróist mjög sjaldan eða jafnvel
aldrei yfir í magakrabbamein, sennilega
minna en 1% og að flest illkynja sár í maga
séu nánast alltaf illkynja frá byrjun. Hins
vegar er minna vitað um það, hvort
krabbamein myndist síðar á ævinni fremur
í maga þeirra, sem hafa haft sár í maga
heldur en þeim, sem aldrei hafa haft maga-
sár. Það er þó vitað, að krabbamein í maga-
stúf (stoma) eftir magaaðgerðir er mun
tíðara en ella, en þar geta allt aðrar orsakir
legið að baki en hjá þeim, sem aldrei hafa
verið skornir upp. Fróðlegt er í þessu sam-
bandi að velta fyrir sér, hvort nánari stað-