Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
169
ferð, skurðaðgerð eða geislun hversu rót-
tæk sem aðgerðin er. Rannsóknir hafa leitt
í Ijós að árangur lyfjameðferðar standi í öf-
ugu hlutfalli við fjölda illkynja fruma í líkam-
anum. Eðlilegt er því að beita lyfjameðferð
þegar fjöldi slíkra fruma er í lágmarki, en
svo er einmitt ástatt eftir skurðaðgerð eða
geislameðferð er meginæxli hefur verið eytt
en ógreinanleg meinvörp (micrometastasar)
kunna að vera eftir. Er því nauðsynlegt að
frá upphafi sé samband og samvinna milli
allra lækna sem hlut eiga að máli, skurð-
læknis, geislalæknis og þess sem stjórnar
lyfjameðferðinni því að öllu máli skiptir að
vel sé á haldið í byrjun. Mælt er með slíkri
lyfjameðferð (adjuvant therapy) ef eftirtalin
skilyrði eru uppfyllt:
1. Miklar líkur (meira en 50%) á endur-
komu (recurrence) æxlis.
2. Að fyrir hendi sé lyfjameðferð, sem
komi að verulegu gagni þegar henni er
beitt gegn sama sjúkdómi á útbreiddu
stigi.
3. Að almennt ástand sjúklingsins bendi
til að hann þoli vel slíka meðferð.
Þar til unnt verður að segja með vissu
hverjir hafi micrometastasa verður að styðj-
ast við almennar reglur af þessu tæi til að
gæta hagsmuna þeirra sjúklinga, sem þegar
eru læknaðir með frumaðgerð. Að sjálf-
sögðu er afar óæskilegt að gefa þessum
hópi „óþarfa" lyfjameðferð, þar sem auk
hinna tímabundnu og reversible aukaverkana
hafa mörg frumudeyðandi lyf mutagen carci-
nogen eiglnleika. Meðferð af þessu tæi hef-
ur þegar sýnt árangur við krabbamein í
brjósti, beinum, eistum og við smáfrumu-
krabbamein í lungum, sem öll uppfylla skil-
yrði 1 og 2 hér að framan. Flest krabbamein
í öndunar og meltingarfærum uppfylla hins
vegar ekki skilyrði 2, enda hefur lítill árang-
ur náðst þar með lyfjameðferð eftir skurð-
aðgerð.
Innan við fjórðungur barna með Wilm's
tumor læknast með skurðaðgerð. Sé geislað
eftir aðgerð læknast allt að helmingur sjúk-
linganna og sé einnig gefin lyfjameðferð má
lækna þrjú börn af fjórum. Með tilkomu
nýrra lyfja og betri hagnýtingu þeirra sem
við höfum nú þegar ásamt aukinni samnýt-
ingu hinna þriggja megin lækningaaðferða
er full ástæða til að búast við stöðugum
framförum í meðferð illkynja sjúkdóma.
Sigurður Björnsson.
SKIPULAGNING KRABBAMEINSMEÐFERÐAR
Á ÍSLANDI
Inngangur
Tilgangur greinar þessarar er að gera
samanburð á meðferð og eftirliti krabba-
meinssjúklinga hérlendis og hjá nágranna-
þjóðum okkar. Síðan mun ég ræða stuttlega
nauðsynlegar úrbætur.
Uppbygging krabbameinsmeðferðar
Meðferð krabbameins að frátöldum skurð-
aðgerðum er geislun og lyfjameðferð, ýmist
gefin sitt í hvoru lagi eða samtímis allt eftir
eðli og útbreiðslu sjúkdóms.
Forsenda réttrar meðferðar er sú, að sam-
tímis frumgreiningu séu gerðar nauðsynlegar
rannsóknir til ákvörðunar útbreiðslu sjúk-
dóms, þar eð sjúkdómsútbreiðsla eða stig
sjúkdóms ræður vali meðferðar.
í öllum nágrannalöncfum okkar hafa í ára-
tugi verið starfræktar krabbameinsmiðstöðv-
ar, annað hvort sem sjálfstæðar stofnanir
eða sérhæfðar deildir stærri sjúkrahúsa.
Verkefni þessara stöðva er greining, geisla-
og lyfjameðferð og efirlit krabbameinssjúk-
linga svo og þróun rannsóknarvinnu hvað
varðar meðferð krabbameinssjúkdóma.
Starf á krabbameinsmiðstöð skiptist í tvo
meginþætti, annars vegar móttaka sjúklinga
á göngudeild og hins vegar þjónusta við
sjúklinga á legudeild stofnunarinnar. Hlut-
föll þjónustu á göngudeild og legudeild er
í stórum dráttum það, að um 80% meðferðar
er gefin sjúklingum á göngudeild og að auki
er nær öllu eftirliti sinnt þar. Göngudeild-
inni er síðan skipt niður í sjálfstæðar ein-
ingar. Hefur hver gönaudeildareining að hluta
sérhæft starfslið er sinnir meðferð krabba-
meins í ákveðnum líffærakerfum, en læknar
deildarinnar sinna að auki sjúklingum á legu-
deild stöðvarinnar.
Á þennan hátt fæst fram ákveðin verka-
skipting og sérhæfni, sem er ein af forsend-
um nútíma krabbameinsmeðferðar.
í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
arinnar (W.H.O.) no. 32 frá 1966, er fjallar