Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 189 Sigurður Björnsson* MAGASÁR Lyflækningadeild Borgarspítalans 1956—1975 INNGANGUR Magasár eru meðal algengustu kvilla. Til marks um það má nefna, að í Bandaríkjun- um hafa um níu miljónir manna þennan sjúkdóm, og um 20% fullorðinna í Bret- landi og Norður-Evrópu hafa einkenni frá magasári einhvern tíma ævinnar.7 Fáeinar greinar um magasár hafa birzt í Læknablaðinu, m.a. um árangur af lyf- læknismeðferð og aðgerðir við magasár- um.8 1011 Fátt er vitað um tíðni sjúkdóms- ins hér á landi, enda engar nákvæmar rannsóknir á tíðni hans utan spítala verið gerðar hér eftir því sem bezt er vitað. Á hinn bóginn gefa rannsóknir Hjartavernd- ar í skyn, að hér um bil 10% fólks yfir fertugt, hafi sögu um magasár.9 Ætla má, að tíðni magasára (ulcus pepti- cum) hér á landi sé ekki frábrugðin tíðni sjúkdómsins í nágrannalöndum vorum. Samt sem áður virðist svo, sem staðsetning sára sé nokkuð frábrugðin hér á landi á þann veg, að sár staðsett í maga séu tiltölu- lega algengari en víða annars staðar, þar sem sár staðsett í skeifugörn eru mun al- gengari, sums staðar þrisvar til fjórum sinnum algengari, einkum hjá karlmönn- um. Þetta háa hlutfall magasára annars vegar, skeifugarnarsára hins vegar er sér- staklega athyglisvert, þegar höfð er í huga hin óvenju háa tíðni magakrabbameins hér á landi. Þetta vekur hugmyndir um hugs- anlegt orsakasamband milli magasárs og krabbameins í maga, en ekkert hefur þó enn komið fram, sem bendir ótvírætt í þessa átt. Tilgangur þessarar rannsóknar er fyrst og fremst sá að kanna nánar staðsetningu sára og um leið hlutfall milli maga- og skeifugarnarsára á 20 ára tímabili á lyf- lækningadeild. Rétt þótti að flokka sár staðsett í maga í Greinin barst ritstjórn 10/5 ’78. þrjá flokka (typur) eftir aðferð Johnson, en hann setti sár staðsett í magabol (corpus ventriculi) ofan við hornvik (insisura angularis) í sér flokk, sem hann kallaði flokk I, sár staðsett í maga og skeifugörn samtímis kallaði hann flokk II og flokk III kallaði hann sár staðsett í porthelli (antrum pyloricum h. megin eða neðan við hornvik (insisura angularis)). Þessi síðastnefndu sár eru annars oft kölluð prepylorisk sár.2 Margir álíta þessa þrjá ofangreindu flokka frábrugðna hvern öðrum bæði hvað snertir orsök, magasýru- magn og blóðflokkanir,2 6 Þannig er vitað, að í flokki II og III mælast sýrur oftast eðli- legar eða hækkaðar svipað því sem sést hjá sjúklingum með skeifugarnarsár. Á sama hátt er 0 blóðflokkur algengari hjá sjúk- lingum í flokki II og III og svipar einnig þannig til sjúklinga með skeifugarnarsár.2 Hins vegar mælast sýrur fremur lágar eða eðlilegar hjá sjúklingum í flokki I og er A blóðflokkur ennfremur algengari í þeim flokki. í þessu sambandi er forvitnilegt, að blóðflokkur A er algengari hjá sjúklingum með magakratíbamein en blóðflokkur O, sem líkist sjúklingum í flokki I með sár staðsett í magabol (corpus ventriculi). Ekki verður reynt að gera skil af afdrif- um (follow up) þessara sjúklinga á þessum vettvangi. Hins vegar í'eyndist unnt að afla vitneskju um hverjir þessara sjúklinga fengu magakrabbamein á tímabilinu til ársloka 1976, eða frá einu ári og upp í 21 ár eftir meðferð. Rétt er að benda á, að sjúklingar með magasár lagðir inn á sjúkrahús eru valdir og gefa því ekki raunverulegar upplýsing- ar um heildartíðni sjúkdómsins. Sennilega eru sjúklingar með sár í maga fremur lagðir inn en sjúklingar með sár í skeifu- görn og vissulega einnig þeir sjúklingar, sem fá fylgikvilla svo sem blæðingar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.