Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 47

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 189 Sigurður Björnsson* MAGASÁR Lyflækningadeild Borgarspítalans 1956—1975 INNGANGUR Magasár eru meðal algengustu kvilla. Til marks um það má nefna, að í Bandaríkjun- um hafa um níu miljónir manna þennan sjúkdóm, og um 20% fullorðinna í Bret- landi og Norður-Evrópu hafa einkenni frá magasári einhvern tíma ævinnar.7 Fáeinar greinar um magasár hafa birzt í Læknablaðinu, m.a. um árangur af lyf- læknismeðferð og aðgerðir við magasár- um.8 1011 Fátt er vitað um tíðni sjúkdóms- ins hér á landi, enda engar nákvæmar rannsóknir á tíðni hans utan spítala verið gerðar hér eftir því sem bezt er vitað. Á hinn bóginn gefa rannsóknir Hjartavernd- ar í skyn, að hér um bil 10% fólks yfir fertugt, hafi sögu um magasár.9 Ætla má, að tíðni magasára (ulcus pepti- cum) hér á landi sé ekki frábrugðin tíðni sjúkdómsins í nágrannalöndum vorum. Samt sem áður virðist svo, sem staðsetning sára sé nokkuð frábrugðin hér á landi á þann veg, að sár staðsett í maga séu tiltölu- lega algengari en víða annars staðar, þar sem sár staðsett í skeifugörn eru mun al- gengari, sums staðar þrisvar til fjórum sinnum algengari, einkum hjá karlmönn- um. Þetta háa hlutfall magasára annars vegar, skeifugarnarsára hins vegar er sér- staklega athyglisvert, þegar höfð er í huga hin óvenju háa tíðni magakrabbameins hér á landi. Þetta vekur hugmyndir um hugs- anlegt orsakasamband milli magasárs og krabbameins í maga, en ekkert hefur þó enn komið fram, sem bendir ótvírætt í þessa átt. Tilgangur þessarar rannsóknar er fyrst og fremst sá að kanna nánar staðsetningu sára og um leið hlutfall milli maga- og skeifugarnarsára á 20 ára tímabili á lyf- lækningadeild. Rétt þótti að flokka sár staðsett í maga í Greinin barst ritstjórn 10/5 ’78. þrjá flokka (typur) eftir aðferð Johnson, en hann setti sár staðsett í magabol (corpus ventriculi) ofan við hornvik (insisura angularis) í sér flokk, sem hann kallaði flokk I, sár staðsett í maga og skeifugörn samtímis kallaði hann flokk II og flokk III kallaði hann sár staðsett í porthelli (antrum pyloricum h. megin eða neðan við hornvik (insisura angularis)). Þessi síðastnefndu sár eru annars oft kölluð prepylorisk sár.2 Margir álíta þessa þrjá ofangreindu flokka frábrugðna hvern öðrum bæði hvað snertir orsök, magasýru- magn og blóðflokkanir,2 6 Þannig er vitað, að í flokki II og III mælast sýrur oftast eðli- legar eða hækkaðar svipað því sem sést hjá sjúklingum með skeifugarnarsár. Á sama hátt er 0 blóðflokkur algengari hjá sjúk- lingum í flokki II og III og svipar einnig þannig til sjúklinga með skeifugarnarsár.2 Hins vegar mælast sýrur fremur lágar eða eðlilegar hjá sjúklingum í flokki I og er A blóðflokkur ennfremur algengari í þeim flokki. í þessu sambandi er forvitnilegt, að blóðflokkur A er algengari hjá sjúklingum með magakratíbamein en blóðflokkur O, sem líkist sjúklingum í flokki I með sár staðsett í magabol (corpus ventriculi). Ekki verður reynt að gera skil af afdrif- um (follow up) þessara sjúklinga á þessum vettvangi. Hins vegar í'eyndist unnt að afla vitneskju um hverjir þessara sjúklinga fengu magakrabbamein á tímabilinu til ársloka 1976, eða frá einu ári og upp í 21 ár eftir meðferð. Rétt er að benda á, að sjúklingar með magasár lagðir inn á sjúkrahús eru valdir og gefa því ekki raunverulegar upplýsing- ar um heildartíðni sjúkdómsins. Sennilega eru sjúklingar með sár í maga fremur lagðir inn en sjúklingar með sár í skeifu- görn og vissulega einnig þeir sjúklingar, sem fá fylgikvilla svo sem blæðingar og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.