Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 58
196 LÆKNABLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ LÆKNAFÉLAGI VESTURLANDS Stjórn félagsins árið 1976—1977 skipuðu eftirtaldir læknar: Guðmundur Árnason, Akra- nesi, formaður, Reynir Þorsteinsson, Akranesi, ritari og Aðalsteinn Pétursson, Kleppjárns- reykjum, gjaldkeri. Fulltrúi á aðalfund Læknafélags Islands var kjörinn Guðmundur Árnason, en Pálmi Fri- mannsson, Stykkishólmi til vara. Starfsemi félagsins hefur verið fremur litil á undanförnum árum, aðeins einn fundur hald- inn, þ.e. aðalfundur og hefur þá jafnframt ver- ið haldinn fræðandi fyrirlestur um læknis- fræðileg efni. Á sl. starfsári voru hins vegar haldnir 4 fræðandi fyrirlestrar á vegum félagsins, allir i Sjúkrahúsi Akraness. Þann 12. nóvember 1977 flutti Hrafn V. Friðriksson, yfirlæknir, forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits ríkisins, fyrirlestur um starfs- svið heilbigðiseftirlitsins. Þann 10. desember 1977 flutti dr. Arnar Þorgeirsson, húðsjúk- dómalæknir, fyrirlestur um allergiskt kontakt- exem. Þann 18. febrúar 1978 flutti dr. med. Þorvaldur Veigar Guðmundsson fyrirlestur um efnaskipti fituefna og cholesterols og á aðal- fundinum 6. mai 1978 flutti Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, fyrirlestur um örorkumat. Aðalfundur félagsins var haldinn í Sjúkra- húsi Akraness þann 6. mai 1978 og var mjög vel mætt á fundinn. Skýrði fyrrverandi for- maður, Pálmi Frímannsson og formaður, Guð- mundur Árnason, frá því helsta, sem rætt hafði verið á aðalfundi Læknafélags Islands og for- mannaráðstefnum. Því næst fór fram stjórnarkjör. Fráfarandi stjórn stakk upp á Jóni Jóhannessyni, lækni á Akranesi, sem formanni, Guðbrandi Kjartans- syni, Akranesi, ritara og Árna Ingólfssyni, Akranesi, gjaldkera og voru þeir kosnir sam- hljóða. Valgarð Björnsson, Borgarnesi, var kjörinn endurskoðandi og Guðmundur Árnason varafulltrúi á aðalfundi, einnig samhljóða. Næst voru tekin fyrir önnur mál, og var rætt um fræðslustarfsemi félagsins á næsta starfsári. Ákveðið var að stefna að því að halda fræðslufundi víðar en á Akranesi og hafa þá fleiri en einn fyrirlesara á hverjum fundi, svo menn legðu frekar á sig að mæta. Ákveðið var að halda 4 fræðslufundi næsta vetur auk aðal- fundar. Þann fyrsta í Stykkishólmi, annan laugardag i október kl. 13.00. Þann næsta í Borgamesi, annan laugardag í nóvember kl. 11.00. Þann þriðja í Borgarnesi, annan laugar- dag í mars kl. 11.00 og þann fjórða á Akranesi, annan laugardag í apríl kl. 13.00. Ekki var talin þörf á að hafa sérstaka fræðslunefnd, en læknar í Stykkishólmi ætla að sjá um sinn fund, en stjórnin um hina þrjá, auk aðalfundar. Tillaga kom fram frá fráfarandi stjórn um stofnun sögunefndar, til að kanna æviferil fé- lagsins, sem mun stofnað í kringum 1955 og hafa á reiðum höndum á 25 ára afmælinu a næsta ári. í nefndina voru kosnir samhljóða læknarnir Bragi Níelsson og Hallgrímur Björnsson. 1 þessu sambandi var rætt nokkuð um varðveislu skjala félagsins, en flest skjöl félagsins munu týnd. Var talið koma til greina, að forngripir yrðu geymdir í bókasafni Sjúkra- húss Akraness, en ekki voru gerðar um það neinar samþykktir. Rædd var á fundinum tillaga til þingsálykt- unar um skipulag sérfræðiþjónustu i heilsu- gæslustöðvum, en Læknafélag Islands hafði sent út fyrir nokkru dreifibréf og beðið um álit og tillögu frá svæðafélögum. Fundarstjóri bað menn á hverjum stað að segja frá núver- andi ástandi i þeim efnum og hvernig þeir helst vildu bæta sérfræðiþjónustuna. Skýrði síðan einn læknir frá hverjum stað frá núverandi fyrirkomulagi og ástandi og báru fram fram- tíðaróskir i þessum efnum. Mun nákvæm út- tekt á núverandi ástandi og óskum um sér- fræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum félagsins verða gerð og niðurstöðum komið á framfæri við Læknafélag íslands. Var nýkjörinni stjórn falið það verkefni. Eftir hádegisverð hélt Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, fræðandi fyrirlestur um örorkumat og urðu líflegar umræður um það efni. Um kvöldið hélt Sjúkrahús Akraness kvöld- verðarboð fyrir lækna og eiginkonur þeirra. Þar færði fráfarandi formaður, Guðmundur Árnason, Hallgrími Björnssyni, lækni, Akra- nesi, innrammað heiðursskjal, sem heiðursfé- laga Læknafélags Vesturlands. Var það gert fyrir margháttuð og farsæl störf hans fyrir ibúa Akraness og nágrennis sl. 41 ár og fyrir störf hans í Sjúkrahúsi Akraness og í Lækna- félagi Vesturlands. Hallgrímur hafði raunar verið kjörinn heið- ursfélagi á aðalfundi vorið 1976 i Borgarnesi og var heiðursskjalið nú staðfesting þess. G.A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.