Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 129 Set hjartadreps í þessum hópi var í fáu frábrugðið seti þess í öðrum sjúklinga- hópum, sem rannsakaðir hafa verið.712 Dánartala var einnig svipuð, hvort sem hjartadrepið var í framvegg eða þindar- vegg. Flestir telja þó horfur verstar við framveggsdrep,1112 og enn fremur þykir ljóst, að sé drepið í fleiri en einum vegg hjartans, aukist dánartala að mun.1112 Tíðni hjartsláttartruflana var heldur hærri en við fyrri athuganir hérlendis,30 37 Stafar það af notkun hjartarafsjár við æ fleiri sjúklinga og aukinni árvekni starfs- fólks. Líkur eru þó til, að tölur þessar séu of lágar, enda ná tölur frá hjartagæslu víða annars staðar 90%.4 37 Tíðni einstakra hjartsláttartruflana er í megindráttum svipuð og í öðrum rann- sóknum. Aukaslög frá forhólfum og aftur- hólfum eru þó sjaldgæfari en víða annars staðar.11 Þessar tegundir hjartsláttartrufl- ana eru enda líklegastar til að fara fram hjá starfsfólki. Algengust reyndust auka- slög frá afturhólfum. Dánartala fór mjög eftir tegund hjartsláttartruflana, en mat á hættu hverrar tegundar fyrir sig er þó ekki með öllu raunhæft þar sem oft er annar fylgikvilli, t- d. lost eða hjarta- bilun, hin raunverulega dánarorsök. Auk þess fengu mjög margir sjúklingar fleiri en eina tegund hjartsláttartruflana. Dánartala er eins og vænta mátti hæst hjá þeim er hlutu asystolu, fibrillatio ventriculorum og tachycardia ventriculor- um, en einnig veruleg hjá þeim er fengu II. og III. ° leiðslurof og hægra greinrof. Fylgni er einnig milli hárrar dánartölu og fibrillatio atriorum og er orsökin trúlega vel þekkt tengsl þeirrar hjartsláttartrufl- unar við hjartabilun. Niðurstöður þessar koma vel heim við niðurstöður annarra.12 Athyglisvert er, að fáir fá hægan hjart- slátt (brady-arrhythmiur), en sú tegund hjartsláttartruflana kemur venjulega snemma fram og hefur fundist æ oftar eftir því, sem skemmri tími líður frá upp- hafi einkenna til komu á sjúkrahús.2 26 Ljóst er, að dánartala hefur lækkað verulega frá fyrri athugun á Borgarspít- ala, og er nú svipuð og víðast annars stað- ar þar sem svipaðar aðstæður ríkja. Orsak- ir þessa eru ugglaust margvíslegar. Má ætla, að tilkcma hjartagæsludeildar eigi hér ríkastan þátt, enda er dánartalan hæst fyrsta árið, sem athugun þessi nær yfir, líklega vegna þess, að aðlögunartíma deild- arinnar hefur vart verið lokið þá. Hvað þyngst vegur í starfsemi deildarinnar, er erfitt að meta, og kemur þar margt til, fyrst og fremst skiptir þó máli nákvæm gæsla, árvekni starfsfólks, og síðast en ekki sist betri meðferð hjartsláttartrufl- ana og annarra fylgikvilla- Annað atriði hefur áhrif á dánartölu sjúkrahússins. Tími frá upphafi einkenna til komu á sjúkrahúsið hefur styst mikið milli athugana þessara, eða úr 13 tíma miðgildi í 4 tíma og 20 mínútur.8 í raun mætti því við því búast, að þessi stað- reynd ylli hækkaðri dánartölu á sjúkra- húsinu, því að dauðsföll eru tíðust fyrst eftir upphaf einkenna, t. d. verða um 40% dauðsfallanna á fyrsta klukkutímanum eftir upphaf einkenna. Arangur endurlífgana er viðunandi mið- að við núverandi aðstæður. Fjórtán af 30, sem endurlífgaðir voru, útskrifuðust og er það betri árangur en áður hefur venð lýst hérlendis.38 Miklar umræður urðu um hjartasjúkdóma hérlendis á þessu árabili og hefur það ugglaust bætt þekkingu manna á einkennum kransæðastíflu og áhættuþáttum hennar. Ekki er þó víst, að sú þekking endurspeglist í lægri dánar- tölu Alltént verður ekki við unað, fyrr en þekking þessi leiðir til minnkaðrar tíðni. Áhættuþáttum virðist svipað farið og við fyrri athuganir hér. Sama er uppi á teningnum, hvað snertir fylgikvilla og verður ekki fjölyrt um það frekar- Þó að nokkur árangur hafi vissulega náðst með tilkomu hjartagæsludeildar Borgarspítalans mætti ef til vill enn lækka dánartöluna. Miklar umræður hafa verið um, hvernig helst megi minnka tölu þessa og hefur notkun hjartabíls (MCCU) lofað góðu.20 27 Helst er þó árangurs að vænta með fyr- irbyggjandi aðgerðum og ljóst er, að af nógu er að taka hérlendis. Kólesteról er óvíða hærra14 og háþrýstingur, reykingar og offita eru síst fátíðari hér en í aðlægum löndum.31 33 Eru því önnur verkefni heil- brigðisyfirvalda vart brýnni hérlendis. Til athugunar þessarar var veittur styrkur úr Vísindasjóði Borgarspítalans. Elíasi Davíðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.