Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ
151
himnu eina mjög seiga, en siálfir eru þeir
nokkurs konar samansafn af ýmsri mat-
eriu, hverri ómþgulegt er at dreifa sem
oðrum þrotum, eptir eðli þessarar materiu
hafa læknar í fyrndinni gefit sullum þess-
um ýmisleg nþfn, en í raun réttri er allt
hit sama, læknaz þeir allir af sama, nefni-
lega knífi einum“. (10, 9. bd. bls. 229).
Hinn sjúklingurinn er Páll Stefánsson
(1775—1821) frá Efri Hól í Holtssókn, und-
ir Eyjafjöllum, um hann segja dagbækurn-
ar 11. júní 1821 ,,ad Hollti um Fótaferd -—
lá lidt -—- vísit(eradi) Paul í Hól“. 18. júní
1821 „skr(ifadi) Sr. Brynj(ólfi) um Pál í
Hól“. Fleira segir ekki af Páli í dagbók-
unum, en af prestsþjónustubók Holtssókn-
ar sést að hann hefur látist 17. nóv. 1821
eins og segir: „deydi mjög þjádur af koll
=edur höfudsótt, sem læknir S.P. meinar
ad orsakast gæti af sulli innan í höfdinu".
Það er vafalaust að bæði B.P. og S.P.
þekktu til sulla víðsvegar í líkama manna
og húsdýra, en það sem á skorti réttan
skilning þeirra á sjúkdómnum, sullaveiki,
var að þeir gerðu sér ekki grein fyrir eðl-
ismun hinna mismunandi tegunda „teppu-
sulla“, né, sem síður var að búast við, að
sullaveikissullurinn var sjálfstæð utanað-
komandi lífvera, en ekki svar líkamans við
breyttum vélrænum aðstæðum.
RIT SEM VITNAÐ ER TIL
Handrit
LBS. ÍB 2—4, 8 vo. Um þetta handrit sjá:
Steffensen, Jón: Um dagbækur Sveins læknis
Pálssonar.
Minjar og menntir, afmælisrit helgað Kristj-
áni Eldjárn, Reykjavík, Menningarsjóður
1976, bls. 271—280.
Prentuð rit
1. Austfirðinga sögur. Útg. Jón Jóhannesson.
Islenzk fornrit XI. Reykjavík 1950.
2. Cooper, Samuel: A dictionary of practical
surgery, 2. ed. London, Murray 1813.
3. Hippocrates with an english translation by
W.H.S. Jones, Vol. IV. The Loeb Classical
Library.
4. Hoffmann, Friedrich: Fundamenta medi-
cinae, translated and introduced by Lester
S. King. London, MacDonald 1971.
5. James, Robert: A medicinal dictionary; in-
cluding physic, surgery, anatomy, chymistry
and botany. London 1743—1745, 3. bd.
6. Jónsson, Vilmundur: Lækningar og saga.
Tíu ritgerðir. Reykjavík, Menningarsjóður
1969.
7. Magnússon, Guðmundur: Yfirlit yfir sögu
sullaveikinnar á Islandi, Reykjavík 1913.
Fylgirit Árbókar Háskóla Islands 1912—
1913.
8. Mohr, N.: Forsög til en Islandsk Natur-
historie, med adskillige oekonomiske samt
andre Anmærkninger. Kiobenhavn 1786.
9. Pálsson, Sveinn: Ævisaga Bjarna Pálssonar.
Leirárgörðum 1800.
10. Pálsson, Sveinn: Registr yfir islenzk sjúk-
dómanöfn. Rit þ. kgl. ísl. lærdómslistafélags,
9. bd. Kaupmannahöfn 1789, bls. 176—230,
10. bd. Kaupmannahöfn 1790, bls. 1—60.
11. Pálsson, Sveinn: Tilraun at upptelja sjúk-
dóma þá er at bana verda, og ordit geta
fólki á Islandi. Rit þ. kgl. Isl. lærdómslista-
félags, 15. bd. (Kh. 1802) bls. 1—150.
12. Petursson, Jón: Den saa kaldede Islandske
Skiorbug. Soroe 1769.
13. Petursson, Jón: Lækningabók fyrir almúga.
Kaupmannahöfn 1834.
14. Steffensen, Jón: Læknanám Bjarna Páls-
sonar. Læknablaðið 1960, 44. bd., bls. 65—84.
15. Ævisaga Sveins læknis Pálssonar eftir sjálf-
an hann. Ársrit h. ísl. fræðafélags 1929,
10. bd„ bls. 1—56.