Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ
153
Ólafur Ólafsson, landlæknir
LYFJAKOSTNAÐUR OG ARÐSEMI
Nokkrar umræður hafa orðið um vax-
andi kostnað heilbrigðisþjónustunnar. Slík-
ar umræður eru eðlilegar, þegar haft er í
huga, að íslendingar vörðu árið 1976 um
6,7% af vergri þjóðarframleiðslu, ef frá
eru dregin útgjöld til sjúkrahúsbygginga og
kennslu heilbrigðisstétta, til heilbrigðis-
mála.
Inn í þessar umræður hefur spunnizt tal
um arðsemissjónarmið. Hér er um flókið
fyrrirbrigði að ræða, en þó sýnist mér, að
arður þjóðfélagsins hljóti að vaxa í hlut-
falli við fjölda sjúklinga, er komast til
heilsu og starfa. Til frekari skýringar vil
ég benda á dæmi.
Lyf jakostnaður og sjúkrahúsvistun
sjúklinga með húðsjúkdóma
A vegum Landlæknisembættisins og
Lyfjaeftirlits ríkisins hafa verið gerðar
kerfisbundnar kannanir á lyfjaneyzlu á
Reykjavíkursvæðinu frá árinu 1972.1 Úr
töflu I má lesa um fjölda ávísana, lyfja-
magn og verð á húðlyfjum árin 1972—1976,
þ.e. þeim lyfjum, sem notuð voru af sjúk-
lingum, sem ekki voru á sjúkrahúsum. í
töflu II eru nefnd þau lyf sem eru á mark-
aði hér.2 Árið 1972 voru 50% af verði þess-
ara lyfja greidd af sjúklingunum sjálfum.
Vegna kvartana frá sjúklingum um mik-
inn lyfjakostnað, en margir sjúklingar með
húðsjúkdóma þarfnast mikils magns lyfja,
var gefin út heimild af Heilbrigðisráðu-
neytinu þ. 01.02. 1974 til þess að greiða að
fullu lyf vegna psoriasis- og exemsjúklinga,
enda framvísuðu þeir skilríkjum þar að
lútandi. Að öðru leyti var greiðslutilhögun
þessara lyfja í samræmi við reglugerð, er
öðlaðist gildi hinn 15.06. 1974 á þann veg,
að sjúklingur greiddi 260 kr. af hverri
ávísun. Eins og fram kemur í töflum jókst
magn ávísaðra húðsjúkdómalyfja um 182%
Barst ritstjórn 22/02/1979.
og útlagður kostnaður um 182,7% á tíma-
bilinu, ef tekið er tillit til vísitölu- og verð-
hækkana.
Umframkostnaður sjúkrasamlags vegna
þessara skipulagsbreytinga svarar því til
16 millj. kr. kostnaður á ári.
Samtímis gerðist breyting á biðlista Húð-
sjúkdómadeildar Landspítalans (14 rúm),
sem vert er að benda á og lesa má úr töflu
III.
Samkvæmt upplýsingum yfirlæknis á
deildinni voru á árinu 1976 iðulega 2—3
rúm á deildinni, sem ekki voru nýtt fyrir
sjúklinga með húðsjúkdóma.
Þess ber að geta, að göngudeildaraðstaða
á höfuðborgarsvæðinu var stórbætt á árinu
TABLE I. Dermatological drugs
Prescriptions Quantity Price
( number) (g) Kr.
1972 1976 1972 1976 1972 1976
Nov. Nov. Nov. Nov. Nov. Nov.
1.461 1.434 44.161 80.418 660.000 3.016.000
TABLE II.
Drugs used: 197 h 1976
CalmurilR X
Cortril HydrocortizeneR X X
BetnovateR X X
SynalarR X X
TopilarR X X
UltralanR X X
LocacortenR X X
DelmesoneR X X
KenacortR X X
Triamcyn X
Metosyn X
TABLE III
1972 1971, 1976
Wating list 23 6 1—2
Mean waiting time 23.5 days 1—2 1—2