Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 139 Gisli Ólafsson ER SULLAVEIKI ÚTDAUÐ Á ÍSLANDI ? INNGANGUR Almennt hefur verið álitið, að tekizt hafi að uppræta sullaveiki hér á landi. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að lifandi sullur kunni enn að leynast með einstaka íslend- ingi, enda hefur það komið á daginn.3 Því til frekari stuðnings verður hér sagt frá sulli, sem fannst við krufningu á Rann- sóknastofu Háskólans árið 1969. Jafnframt er greint frá endurskoðun á krufnings- skýrslum Rannsóknarstofu Háskólans frá 1930 til ársloka 1967 með tilliti til tíðni sullaveiki.4 Niðurstöður þessara athugana reyndust lítið eitt frábrugðnar fyrri niður- stöðum Nielsar Dungal um sama efni.2 Sjúkrasaga: Síðasti sullurinn, sem talinn var lifandi, og fundizt hefur við krufningu í Rannsóknastofu Háskólans, þegar þetta er ritað, fannst þann 26/9 1969. Sjúkl. var 86 ára gömul kona, sem var fædd 1883. Ólst hún upp i Mýrdal með foreldrum sín- um og 12 systkinum. Hún bjó síðan i Fljótshlíð í 20 ár. Móðir dó úr sullaveiki 47 ára gömul, en faðir varð bráðkvaddur um 80 ára aldur. Konan mun hafa verið fremur hraust framan af æfi, en lá þó einu sinni á spítala, um það bil sem hún hætti að hafa á klæðum, en ekki er vitað um aðgerðir í þeirri sjúkdómslegu. Hún eignaðist 4 böm og voru meðgöngutimi og fæð- ingar með eðlilegum hætti. Á miðju ári 1967 var hún lögð inn í skyndi á Sjúkrahús Hvítabandsins vegna verkja hægra megin í kviðarholi. Álitið var, að um bráða botnlangabólgu væri að ræða og var botnlangi tekinn, en jafnframt „fannst mikið af grænleit- um vökva í kviðarholi og stórt æxli i lifur með meinvörpum". Tekið var sýni úr omentum majus. 1 þessu sýni fannst ecchinococcus granu- losus (P.A.D.: no. 3922/67). Konan var lögð inn í skyndi á III. deild Lsp. um miðjan júlí 1969, vegna slæmra verkja í kviðarholi og lá hún þar í hálfan mánuð. End- anleg sjúkdómsgreining spitalans var: Pneu- monia biiateralis. Þriðja innlagning var á Lyflæknisdeild Borg- arspítalans þann 16/8 1969 vegna pyelonephritis Barst ritstjórn 12/01/79. Send í prentsmiðju 01/02/79, chronica. Sjúkdómseinkenni voru aðallega mjög slæmir verkir í baki og sárar kvalir í v. fæti. Þessir verkir höfðu þá staðið frá því í apríl 1969. Einnig fylgdi aukið lystarleysi síðustu mánuðina. Röntgenmyndir eftir komu á Borgarspitalann sýndu miklar breytingar í beinum hér og þar, sem voru taldar vera meinvörp, en um upp- hafsæxli var ókunnugt, og talið var ógerlegt að gera ítarlegri krabbameinsleit þar sem kon- an var svo illa haldin. Endoxanmeðferð var því ákveðin, en hætt var við þá meðferð eftir 5 daga, vegna ógleði. Byrjað var aftur á endoxan meðferð, en í minnkandi skömmtum og virtist sjúklingur þá fá einhvern bata og þurfa minna á verkjastill- andi lyfjum að halda. Þar sem hvítu blóðkorn- unum fór fækkandi, þurfti aftur að hætta við endoxanmeðferð, enda var konan þá orðin blóð- lítil. Undir lokin fór hiti hækkandi, allt upp I 42° og andaðist sjúkl. þ. 25/9 1969. Krufning (sectio 463/69): Dánarorsök var bráð lungnabólga. 1 hægra nýra var nýrnafrumukrabbamein og meinvörp voru í lifur, lungu, vinstri nýrnahettu og hrygg. Lifur vó 2860 gr. Allur hægri lappinn var umbreyttur í stóran hvitleitan blöðruvöxt, sem mældist 20x15x10 cm. Svipaður blöðruvöxtur, vel afmarkaður, var í vinstri lifrarlappa, en hann mældist 4x5 cm i þv.m. (mynd 1). Á gegnskurði ullu fram fjölmargar mismunandi stórar, glærar blöðrur úr stóra belgvextinum, sem einnig innihélt mikið af gulleitu hlaup- kenndu efni (mynd 2). Meðan á krufningu stóð var sýni úr sullvökva skilið og botnfallið rann- sakað í smásjá. Sullkrókar fundust við þá rannsókn. Önnur líffæri voru eðlil. KÖNNUN Á KRUFNINGSSKÝRSLUM í tilefni af því, að ofangreindur sullur fannst og einnig fyrir beiðni Jóns Sigurðs- sonar, borgarlæknis, voru athugaðar allar krufningsskýrslur Rannsóknastofu Háskól- ans frá byrjun og til ársloka 1967. Var sér- staklega athuguð lýsing á lifrinni í hverri skýrslu og kom í ljós, að í nokkur skipti hafði fallið niður að telja sullaveiki í end- anlegri greiningu og einnig kom fyrir, að sullur var nefndur í greiningu, en ekki lýst í skýrslunni sjálfri. Þessi skýrsla er því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.