Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 37

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 139 Gisli Ólafsson ER SULLAVEIKI ÚTDAUÐ Á ÍSLANDI ? INNGANGUR Almennt hefur verið álitið, að tekizt hafi að uppræta sullaveiki hér á landi. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að lifandi sullur kunni enn að leynast með einstaka íslend- ingi, enda hefur það komið á daginn.3 Því til frekari stuðnings verður hér sagt frá sulli, sem fannst við krufningu á Rann- sóknastofu Háskólans árið 1969. Jafnframt er greint frá endurskoðun á krufnings- skýrslum Rannsóknarstofu Háskólans frá 1930 til ársloka 1967 með tilliti til tíðni sullaveiki.4 Niðurstöður þessara athugana reyndust lítið eitt frábrugðnar fyrri niður- stöðum Nielsar Dungal um sama efni.2 Sjúkrasaga: Síðasti sullurinn, sem talinn var lifandi, og fundizt hefur við krufningu í Rannsóknastofu Háskólans, þegar þetta er ritað, fannst þann 26/9 1969. Sjúkl. var 86 ára gömul kona, sem var fædd 1883. Ólst hún upp i Mýrdal með foreldrum sín- um og 12 systkinum. Hún bjó síðan i Fljótshlíð í 20 ár. Móðir dó úr sullaveiki 47 ára gömul, en faðir varð bráðkvaddur um 80 ára aldur. Konan mun hafa verið fremur hraust framan af æfi, en lá þó einu sinni á spítala, um það bil sem hún hætti að hafa á klæðum, en ekki er vitað um aðgerðir í þeirri sjúkdómslegu. Hún eignaðist 4 böm og voru meðgöngutimi og fæð- ingar með eðlilegum hætti. Á miðju ári 1967 var hún lögð inn í skyndi á Sjúkrahús Hvítabandsins vegna verkja hægra megin í kviðarholi. Álitið var, að um bráða botnlangabólgu væri að ræða og var botnlangi tekinn, en jafnframt „fannst mikið af grænleit- um vökva í kviðarholi og stórt æxli i lifur með meinvörpum". Tekið var sýni úr omentum majus. 1 þessu sýni fannst ecchinococcus granu- losus (P.A.D.: no. 3922/67). Konan var lögð inn í skyndi á III. deild Lsp. um miðjan júlí 1969, vegna slæmra verkja í kviðarholi og lá hún þar í hálfan mánuð. End- anleg sjúkdómsgreining spitalans var: Pneu- monia biiateralis. Þriðja innlagning var á Lyflæknisdeild Borg- arspítalans þann 16/8 1969 vegna pyelonephritis Barst ritstjórn 12/01/79. Send í prentsmiðju 01/02/79, chronica. Sjúkdómseinkenni voru aðallega mjög slæmir verkir í baki og sárar kvalir í v. fæti. Þessir verkir höfðu þá staðið frá því í apríl 1969. Einnig fylgdi aukið lystarleysi síðustu mánuðina. Röntgenmyndir eftir komu á Borgarspitalann sýndu miklar breytingar í beinum hér og þar, sem voru taldar vera meinvörp, en um upp- hafsæxli var ókunnugt, og talið var ógerlegt að gera ítarlegri krabbameinsleit þar sem kon- an var svo illa haldin. Endoxanmeðferð var því ákveðin, en hætt var við þá meðferð eftir 5 daga, vegna ógleði. Byrjað var aftur á endoxan meðferð, en í minnkandi skömmtum og virtist sjúklingur þá fá einhvern bata og þurfa minna á verkjastill- andi lyfjum að halda. Þar sem hvítu blóðkorn- unum fór fækkandi, þurfti aftur að hætta við endoxanmeðferð, enda var konan þá orðin blóð- lítil. Undir lokin fór hiti hækkandi, allt upp I 42° og andaðist sjúkl. þ. 25/9 1969. Krufning (sectio 463/69): Dánarorsök var bráð lungnabólga. 1 hægra nýra var nýrnafrumukrabbamein og meinvörp voru í lifur, lungu, vinstri nýrnahettu og hrygg. Lifur vó 2860 gr. Allur hægri lappinn var umbreyttur í stóran hvitleitan blöðruvöxt, sem mældist 20x15x10 cm. Svipaður blöðruvöxtur, vel afmarkaður, var í vinstri lifrarlappa, en hann mældist 4x5 cm i þv.m. (mynd 1). Á gegnskurði ullu fram fjölmargar mismunandi stórar, glærar blöðrur úr stóra belgvextinum, sem einnig innihélt mikið af gulleitu hlaup- kenndu efni (mynd 2). Meðan á krufningu stóð var sýni úr sullvökva skilið og botnfallið rann- sakað í smásjá. Sullkrókar fundust við þá rannsókn. Önnur líffæri voru eðlil. KÖNNUN Á KRUFNINGSSKÝRSLUM í tilefni af því, að ofangreindur sullur fannst og einnig fyrir beiðni Jóns Sigurðs- sonar, borgarlæknis, voru athugaðar allar krufningsskýrslur Rannsóknastofu Háskól- ans frá byrjun og til ársloka 1967. Var sér- staklega athuguð lýsing á lifrinni í hverri skýrslu og kom í ljós, að í nokkur skipti hafði fallið niður að telja sullaveiki í end- anlegri greiningu og einnig kom fyrir, að sullur var nefndur í greiningu, en ekki lýst í skýrslunni sjálfri. Þessi skýrsla er því

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.