Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 12
128 LÆKNABLAÐIÐ í áðurnefndum rannsóknum á Borgar- spítala og Landspítala reyndust horfur kvenna hins vegar nokkru lakari og eru nokkrir höfundar þeim sammála.12 22 Heildardánartalan var 21.8% og telst það viðunandi árangur og má til samanburðar vísa í töflu X, þar sem getið er niður- staðna úr öðrum athugunum (table X). Ekki eru þó allar þessar rannsóknir sam- bærilegar, t. d. voru sjúklingar Lawries allir yngri en 70 ára.18 Dánartala sjúkl- inga á sama aldri á Borgarspítala var 16-4. Ólíklegt er, að unnt sé að lækka dán- artölu að marki við óbreytt skipulag sjúkraflutninga. Hins vegar má vænta bætts árangurs, ef sjúkra-bílar væru bún- ir hjartagæslutækjum og meðferð hafin á heimili sjúklings.27 Fjörutíu prósent sjúkl- inga létust fyrsta sólarhringinn, og er það svipað og í fyrri rannsókn,80 en tölur frá öðrum sjúkrahúsum eru frá 15 til 60%.^ Séu hins vegar öll tilfelli bráðrar krans- æðastíflu höfð í huga, hefur verið sýnt fram á, að um 40'% dauðsfalla verða á fyrstu klukkustund eftir byrjun ein- kenna.21 Ekki reyndist munur á dánar- tölu þeirra, sem fengið höfðu kransæða- stíflu áður og hinna, er fengu hana í fyrsta sinn. Hafa margir komist að sömu niðurstöðu,12 en aðrir, þar á meðal fyrri rannsóknir hérlendis, hafa sýnt fram á verri horfur þeirra, er fengið hafa krans- TABLE X. The mortality of myocadial infarction in sevcral rccent studies. A gcn.mcd. ward n Dicd % Cor.care unit n Dicd % Killip (1967) 100 30.0 250 27.6 Lawrie (1967) — 22.0 400 17.5 Lundman (1969) 137 35.0 133 17.0 Norris et al. (1969) 545 20.0 300 17.0 Bloomfield et al. (1970) 100 33.0 100 16.0 Chapman (1970) 1057 35.6 376 23.9 Nielsen (1970) 1665 33.0 300 23.0 Christensen (1971) 244 41.4 171 17.6 Pedersen (1971) 436 37.2 960 25.2 Thorsteinsson et al. (1973) 157 21.0 94 23.4 Astvad et al. (1974) 603 39.0 1108 41.0 Lindholm et al. (1976) 603 38.6 1108 41.4 Pedersen et al. (1976) 422 35.8 785 20.6 Thordarson and Baldvinsson (1969) 414 29.0 — — Present study — — 330 21.8 æðastíflu áður.30 37 Tíðni ítrekaðrar krans- æðastíflu var 31.8%, sem er hærri tala en í þeim athugunum, sem áður hafa verið gerðar hér á landi. Tuttugu og níu prósent sjúklinga voru taldir hafa háþrýsting. Sambærilegar töl- ur liggja fyrir úr svipuðum rannsóknum, til dæmis höfðu 25% karla háþrýsting í hópi 2008 kransæðastíflusjúklinga í Sví- þjóð.12 Margar ferilrannsóknir (prospec- tivar) hafa sýnt, að háþrýstingur er ef til vill sá áhættuþáttur, er mestu máli skipt- ir fyrir kransæðasjúkdóm-32 í hópskoðun Hjartaverndar voru 26.6% karla og 20.8% kvenna 34-61 árs talin hafa háþrýsting.31 Tólf prósent sjúklinga fengu greininguna sykursýki, en talið hefur verið, að um 10% þjóðarinnar hafi skert sykurþol.10 Niðurstöður úr hóprannsókn Hjarta- verndar liggja enn ekki fyrir, og verða engar ályktanir dregnar af þessum niður- stöðum um gildi skerts sykurþols sem áhættuþáttar í þessum hópi. Reykingar reyndust tíðari í yngri aldurshópum og hefur svo einnig reynst annars staðar.12 Óvíst er þó, að þessi aldursmunur skýri lægri dánartölu í hópi reykingamanna.37 38 Tuttugu og níu af hundraði reyndust hafa há kólesterólgildi í sermi (5: 300 mg/100 ml), en 30% í fyrri rannsókn á Borgar- spítala. Meðaltal kólesteróls reyndist vera 278 mg./lOO ml., en var 225 mg./lOO ml- í hóprannsókn Hjartaverndar.14 32 Eins og kunnugt er, mælist kólesteról hærra hér- lendis en víðast hvar annars staðar,14 og virðast Kirjálar í Finnlandi meðal þeirra fáu, sem reynst hafa ofjarlar okkar í því efni. Þriglyseriðar hafa hins vegar mælst lægri hér en í Svíþjóð og Danmörku.14 Meðaltal í Hjartaverndarrannsókninni var 94 mg./lOO ml. í hópi karla 34-61 árs, en var 128 í þeim hópi, er hér var athugaður. Tuttugu og tveir af hundraði höfðu þrí- glyseríðagildi hærri en 150 mg./lOO ml., en aðrir hafa fundið mun hærri tölu í hópi kransæðasjúklinga eða allt að 80%.4 Gildi hækkaðra þríglyseríða sem áhættu- þáttar er umdeilt-12 Tæplega 30% karla reyndust of feitir, og er það í samræmi við niðurstöður Hjartaverndar frá 1967 til 1968, þar sem 35% karla 34-61 árs reyndust of feitir samkvæmt sömu skil- greiningu.33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.