Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 54
146 LÆKNABLAÐIÐ yfir íslensk sjúkdómanöfn,10 Tilraun at upptelja sjúkdóma þá er at bana verda, og ordit geta fólki á íslandi11 og athuga- greinar við Lækningabók J.P.13 Úr sjúk- dómaregistri vitnar G.M. til þessa: „Mein- læti, innanmein, innansullir er eitt höfuð- nafn yfir allskyns innvortis samdrætti, ígerðir og sulli, bæði fyrir ofan og neðan þindina, hvaraf auðráðið er at orðið inni- bindr vomica pulmonis, empyema, hy- dropes locales saccatos, hydatides et scirrhos cavit. pect. et abd. etc. Séu mein- læti fyrir brjóstinu kallaz brjóstveiki yfir- höfuð, en séu þau fyrir lífinu, heitir fylli.“ (10. bd. bls. 16). „Sullr er í fyrstu merkingu lukt eða opit kýli (abscessus). . . . í öðru lag'i merkir sullr æxli þau er læknar kalla tumores cystici s. tunicati, af hýði því þau eru inní; sérílagi kalla menn sulli posa þá er myndaz einna helzt í lungum, lifur og milti, og læknar kalla hydatides s. hydr. saccatos, hverjir optast eru fullir með vatnsglætu og stundum graftarvilsu; posana sjálfa, eðr hýðissullina er opt slitna upp með hóstanum, kalla þeir sulla- hús.“ (10, 10. bd„ bls. 42). Um þetta segir Guðmundur: „Hvort hann hafi sjeð lækningabók Jóns Pjeturs- sonar og stuðzt við hana áður en hann skrifaði fyrri ritgerðirnar, verður ekki sagt, en sennileg.t má það virðast, þar sem bókin var snemma til í mörgum hand- ritum.“ (7, bls. 17). Sennilega ályktar hann þetta af því er segir í formála fyrir lækningabókinni, að hún sé rituð á árunum 1772-75 og Jón hafi aukið við hana meðan honum entist aldur, eða til 1801 og síðan segir: „Sök- um þess að einginn gaf sig fram, er hvetti til prentunar nefndrar bókar, lá hún í dái, uns bókþrykkjari G. Skagfjörð og apothekarasveinn Halldór Árnason öðluð- ust, sá fyrri afskrift bókarinnar, en hinn aðal-ritið, sem afskrifaði það 5 eða 6 sinn- um fyrir vini sína.“ (13, bls. IV). Af þessu verður þó helst ráðið, að eng- in afskrift hafi verið gerð af bókinni með- an höfundur var á lífi og er það í sam- ræmi við ritunartíma þeirra handrita bók- arinnar, sem nú eru varðveitt í Lands- bókasafni. Einnig af öðrum ástæðum er ólíklegt að S.P. hafi stuðst við lækninga- bók J.P., er hann samdi sjúkdómaregistrið. í því er hvergi vitnað til hennar, þó Sveinn vitni bæði til lækningabókar séra Odds á Reynivöllum og séra Þórðar í Hítardal, og til beggja hinna prentuðu bóka J.P. „Den saakaldede Islandske Skiörbug"12 og „Stutt ágrip um Iektsyke, Hólum 1782.“ Ennfremur getur Sveinn í dagbókum sínum ekki lækningabókar J.P. fyrr en 20. maí 1824, að hann segist fá hana senda frá Skagfjörð (Í.B. 2-4, 8vo). í þessu sambandi er rétt að geta einnar heimildar um sullaveiki, sem hefur farið fram hjá þeim, sem ritað hafa um sögu hennar hér á landi, en hún er í Den saa- kaldede Islandske Skiþrbug, þar sem höf- undur er að ræða um „Epidemici eller Landfar-Syger“ og „Endemici (Inden- landske Sygdomme)“ og segir: og at Is- land ikke har Mangel af det sidste Slags (endemici), er unægtelig, da der mærkes adskillige Slags af Forstoppelser, som yttrer sig i Leveren, Milten og Tarme- hindens Kiertler (Glandulis Mesenterii), hvorpaa som oftest fölger Vattersot og tilsidst Döden“ (12, bls. 12-13). „Disse Forstoppelser hiemsöge begge Kiön, Fruentimmerne i Besynderlighed, og for- nemmelig dem der ikke havt sine egne Sager. De ledsages gierne hos de unge Börn med en stærk Ræben eller con- vulsiviske Smerter, som idelig plage Patienterne, indtil de omsider bryde ud i en stærk Hævelse paa forbemeldte Stæd- er, og hvorved hele Underlivet meget ofte opsvolmer.“ (12, bls. 13 nm). Auðvitað þekkti Sveinn ofangreinda til- vitnun í bók Jóns, en samanburður á henni og fyrrgreindar tilvitnanir í sjúk- dómaregistur Sveins bendir ekki til, að hann hafi tekið neitt eftir Jóni. Um hina ritgerð Sveins segir G.M.: „Svo skýr maður sem Sveinn var og sýnt um náttúrufræði, ber þó Jón Pjetursson af honum sem læknisfræðingur, og sjest það ljósast á hinni ritgerð Sveins: Um Sjúkdóma, sem til bana verða á íslandi. Þar talar hann (bls. 22-23) um lifrar- og miltissótt. Með orðinu sótt á hann við alla þá sjúkdóma, sem eru samfara hitaveiki. . . . Hann telur þessar tvær sóttir til þeirra, er hann kallar „tímabundnar" . . . Það er auðsætt, að ekki er unt að setja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.