Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 54

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 54
146 LÆKNABLAÐIÐ yfir íslensk sjúkdómanöfn,10 Tilraun at upptelja sjúkdóma þá er at bana verda, og ordit geta fólki á íslandi11 og athuga- greinar við Lækningabók J.P.13 Úr sjúk- dómaregistri vitnar G.M. til þessa: „Mein- læti, innanmein, innansullir er eitt höfuð- nafn yfir allskyns innvortis samdrætti, ígerðir og sulli, bæði fyrir ofan og neðan þindina, hvaraf auðráðið er at orðið inni- bindr vomica pulmonis, empyema, hy- dropes locales saccatos, hydatides et scirrhos cavit. pect. et abd. etc. Séu mein- læti fyrir brjóstinu kallaz brjóstveiki yfir- höfuð, en séu þau fyrir lífinu, heitir fylli.“ (10. bd. bls. 16). „Sullr er í fyrstu merkingu lukt eða opit kýli (abscessus). . . . í öðru lag'i merkir sullr æxli þau er læknar kalla tumores cystici s. tunicati, af hýði því þau eru inní; sérílagi kalla menn sulli posa þá er myndaz einna helzt í lungum, lifur og milti, og læknar kalla hydatides s. hydr. saccatos, hverjir optast eru fullir með vatnsglætu og stundum graftarvilsu; posana sjálfa, eðr hýðissullina er opt slitna upp með hóstanum, kalla þeir sulla- hús.“ (10, 10. bd„ bls. 42). Um þetta segir Guðmundur: „Hvort hann hafi sjeð lækningabók Jóns Pjeturs- sonar og stuðzt við hana áður en hann skrifaði fyrri ritgerðirnar, verður ekki sagt, en sennileg.t má það virðast, þar sem bókin var snemma til í mörgum hand- ritum.“ (7, bls. 17). Sennilega ályktar hann þetta af því er segir í formála fyrir lækningabókinni, að hún sé rituð á árunum 1772-75 og Jón hafi aukið við hana meðan honum entist aldur, eða til 1801 og síðan segir: „Sök- um þess að einginn gaf sig fram, er hvetti til prentunar nefndrar bókar, lá hún í dái, uns bókþrykkjari G. Skagfjörð og apothekarasveinn Halldór Árnason öðluð- ust, sá fyrri afskrift bókarinnar, en hinn aðal-ritið, sem afskrifaði það 5 eða 6 sinn- um fyrir vini sína.“ (13, bls. IV). Af þessu verður þó helst ráðið, að eng- in afskrift hafi verið gerð af bókinni með- an höfundur var á lífi og er það í sam- ræmi við ritunartíma þeirra handrita bók- arinnar, sem nú eru varðveitt í Lands- bókasafni. Einnig af öðrum ástæðum er ólíklegt að S.P. hafi stuðst við lækninga- bók J.P., er hann samdi sjúkdómaregistrið. í því er hvergi vitnað til hennar, þó Sveinn vitni bæði til lækningabókar séra Odds á Reynivöllum og séra Þórðar í Hítardal, og til beggja hinna prentuðu bóka J.P. „Den saakaldede Islandske Skiörbug"12 og „Stutt ágrip um Iektsyke, Hólum 1782.“ Ennfremur getur Sveinn í dagbókum sínum ekki lækningabókar J.P. fyrr en 20. maí 1824, að hann segist fá hana senda frá Skagfjörð (Í.B. 2-4, 8vo). í þessu sambandi er rétt að geta einnar heimildar um sullaveiki, sem hefur farið fram hjá þeim, sem ritað hafa um sögu hennar hér á landi, en hún er í Den saa- kaldede Islandske Skiþrbug, þar sem höf- undur er að ræða um „Epidemici eller Landfar-Syger“ og „Endemici (Inden- landske Sygdomme)“ og segir: og at Is- land ikke har Mangel af det sidste Slags (endemici), er unægtelig, da der mærkes adskillige Slags af Forstoppelser, som yttrer sig i Leveren, Milten og Tarme- hindens Kiertler (Glandulis Mesenterii), hvorpaa som oftest fölger Vattersot og tilsidst Döden“ (12, bls. 12-13). „Disse Forstoppelser hiemsöge begge Kiön, Fruentimmerne i Besynderlighed, og for- nemmelig dem der ikke havt sine egne Sager. De ledsages gierne hos de unge Börn med en stærk Ræben eller con- vulsiviske Smerter, som idelig plage Patienterne, indtil de omsider bryde ud i en stærk Hævelse paa forbemeldte Stæd- er, og hvorved hele Underlivet meget ofte opsvolmer.“ (12, bls. 13 nm). Auðvitað þekkti Sveinn ofangreinda til- vitnun í bók Jóns, en samanburður á henni og fyrrgreindar tilvitnanir í sjúk- dómaregistur Sveins bendir ekki til, að hann hafi tekið neitt eftir Jóni. Um hina ritgerð Sveins segir G.M.: „Svo skýr maður sem Sveinn var og sýnt um náttúrufræði, ber þó Jón Pjetursson af honum sem læknisfræðingur, og sjest það ljósast á hinni ritgerð Sveins: Um Sjúkdóma, sem til bana verða á íslandi. Þar talar hann (bls. 22-23) um lifrar- og miltissótt. Með orðinu sótt á hann við alla þá sjúkdóma, sem eru samfara hitaveiki. . . . Hann telur þessar tvær sóttir til þeirra, er hann kallar „tímabundnar" . . . Það er auðsætt, að ekki er unt að setja

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.