Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 40
246 LÆKNABLAÐIÐ þess að greina ónæmi gagnvart rauðum hundum, hvort sem er eftir eðlilega sýk- ingu eða bólusetningu. Hl-mótefni' eru oft- ast í mestu magni 5—10 vikum eftir bólu- setningu, en nokki-u fyrr við eðlilega sýk- ingu. Þó eru alltaf einhverjir sem sýna seinni mótefnasvörun29. Þessi mótefni end- ast lengi eftir eðlilega sýkingu, og eru því ágætur mælikvarði á gamlar rauðu hunda sýkingar. Magn Hl-mótefna í upphafi er í raun ekki allsráðandi um vörn gegn rauðum hundum. Aftur á móti hefur hæfileiki bóluefnis til að vekja Hl-mótefnamyndun verið tekinn sem mælikvarði á hæfni bólu- efnis sem mótefnavaka (antigens). Erfitt er að bera saman niðurstöður Hl-mælinga frá mismunandi rannsóknarstofnunum þar eð vissir hlutar rannsóknaraðferðarinnar eru breytilegir, t. d. hreinsun sermis, teg- und fuglablóðkorna sem notuð eru o. fl. Auk þessa eru flestar rannsóknirnar gerðar í löndum þar sem rauðir hundar eru landlægir. Þó reynt hafi verið að fylgj- ast með rauðu hunda sýkingum á sama tíma í nágrenninu og taka tillit til þessa, er ekki hægt að þvertaka fyrir, að ein- staka mjög há mótefni séu vegna náttúru- legrar sýkingar, sem hafi orðið um svip- að leyti og bólusetningin. Areiðanlegastur samanburður fæst þeg- ar öll bóluefnin eru notuð samhliða og mælingar eru allar framkvæmdar á sömu rannsóknarstofunni þ. e. öll bóluefnin og sýnin hafa hlotið sömu meðferð. Tafla II sýnir niðurstöður nokkurra slíkra rann- sókna. Virðist af öllum þessum rannsókn- um, að RA 27/3 gefi besta Hl-mótefna- svörun. Nokkrir bera saman Hl-mótefnamagn eftir eðlilega sýkingu og bólusetningu með þessum þremur mismunandi bóluefnum ío n 20 87 Eru þær niðurstöður ýmist, að bóluefnin valdi öll minni mótefnamyndun en eðlileg sýkning, eða að RA 27/3 valdi jafn mikilli mótefnamyndun og eðlileg sýk- ing, en hin tvö bóluefnin mun lægri. Hvað snertir þá fullyrðingu, að RA 27/3 gefi jafnhátt mótefnamagn við bólusetningu og eðlileg sýking, kemur aðallega til at- hugunar, hversu langur tími er liðinn frá rauðu hunda faraldri á staðnum, sem bólusett er á. Þess er yfirleitt ekki getið í niðurstöðum rannsóknanna, sem hér er vitnað í að framan. Mótefni að afstaðinni sýkingu falla hraðast fyrst, og skiptir því máli, hvort mótefni eru mæld strax að loknum faraldri eða nokkrum árum síðar, þegar magn mótefna er orðið lægra en stöðugra. Auk þess ber að athuga, að HI- mótefni mæld 6—8 vikum eftir bólusetn- ingu eru hámarksmótefni. Ef bornar eru saman niðurstöður hinna ýmsu rannsókna á notkun RA 27/3 kem- ur í ljós að GM gildi eru á bilinu 51 til 2325 o 10 11 12 20 27 29 32 40 87 6_12 vikum eftir bólusetningu. Þar sem mæld hafa verið GM gildi eftir eðlilega sýkingu eru þau á bilinu 41.6 til 3802 0 i° 11 12 20 8T. í öllum þeim rannsókn- um að tveimur undanskildum eru GM gildi mótefna 6—12 vikum eftir bólusetningu lægri en hin sömu GM gildi eftir eðlilega sýkingu. Aðeins í einni rannsókn er þess getið hve langt er liðið frá síðasta rauðu hunda faraldri og er það önnur þeirra tveggja sem hafa hærra GM gildi eftir bólusetningu en eftir eðlilega sýkingu. Var GM gildi þar 4 árum eftir faraldur 41.6 en 4—5 mánuðum eftir bólusetningu með RA 27/3 var GM gildi 59.2°. Eru þssi GM gildi greinilega ekki sambærileg vegna mismunar á tíma eftir sýkinguna og bólu- setninguna. GM gildi hjá jákvæðum telp- um úr árgangi f. 1964 mældum í Reykja- vík haustið 1976 reyndist 170.59. Neikvæð- ar jafnöldrur þeirra, sem bólusettar voru með RA 27/3 haustið 1976 höfðu GM gildin 62.07 og 61.69 6 vikum og einu ári eftir þá bólusetningu (Björg Rafn- ar: Óbirtar niðurstöður). Haustið 1976 var liðið ár frá lokum síðasta rauðu hunda faraldurs á íslandi (faraldurs ’73—’75). Má því ætla að mótefni Reykjavíkurtelpn- anna sem sýktust í þeim faraldri séu ekki í hámarki haustið 1976. Faraldurinn hófst 1973, og eru e. t. v. liðin 3 ár frá sýkingu hinna fyrstu í þeim faraldri. Auk þess eru í árgangi f. ’64 einhverjar telpur sýktar í rauðu hunda faraldrinum 1963—’64, og því með gömul mótefni og þá líklega lægri. Er því ekki nokkur vafi á, að mót- efnimyndun eftir bólusetninguna með RA 27/3 hér 1976 er mun lélegri en við eðli- lega sýkingu. Sem samantekt á fyrrgreindu má því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.